Skipulags- og mannvirkjanefnd - 336. fundur - 11. ágúst 2010


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.


1.             Smáhýsi í Tungudal. (2010-08-0007).Lagt fram erindi dagsett 16. júlí 2010, frá Guðmundi Tryggva Ásbergssyni, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 20 smáhýsi á svæði sem er innan og vestan við tjaldsvæðið í Tungudal í samræmi við teikningu unna af Tækniþjónustu Vestfjarða.Á fundinn mætti Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og kynnti hugmynd sína.Umhverfisnefnd bendir á að hugmyndin fellur ekki að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.  Nefndin telur hugmyndina spennandi og felur tæknideild að skoða kostnað við uppbyggingu vegar inn að svæðinu og útfærslur á skipulagi.2.             Umsókn um lóðir fyrir endurbyggingu fyrsta byggðakjarna Suðureyrar. (2010-07-0062).Lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2010, frá Elíasi Guðmundssyni þar sem hann sækir f.h. óstofnaðs áhugamannafélags um lóðir við Rómarstíg á Suðureyri til að endurbyggja fyrsta byggðakjarnan á Suðureyri eins og hann var við upphaf byggðar á Suðureyri.Umhverfisnefnd bendir bréfritara á að verið er að vinna deiliskipulag af Suðureyri.  Erindinu vísað til deiliskipulagsvinnunar.3.             Mat á náttúrulegum staðháttum til þess að draga úr tjóni af völdum minka með minkasíum. (2010-08-0006).Lagt fram erindi dags. 30. júlí sl. frá Reyni Bergsveinssyni f.h. Vaskur á Bakka ehf. er varðar minkaveiðar og hvernig best er að draga úr tjóni af völdum minka.Umhverfisnefnd telur hugmyndirnar áhugaverðar og felur tæknideild að kanna reynslu af slíkum síum á vesturlandi og rannsóknir á hugsanlegum áhrifum á vistkerfið.4.             Vinnumarkaðsráð Vestfjarða. ? Starfsþjálfun ? vinnustaðanám. (2010-07-0013).Lagt fram erindi dags. 30. júní og 20. júlí sl. frá Kristni H. Gunnarssyni, verkefnisstjóra f.h. Vinnumarkaðsráðs Vestfjarða er varðar könnun meðal fyrirtækja og stofnana á Vestfjörðum um þessar mundir, um áhuga þeirra á samstarfi við Vinnumálastofnun um ný úrræði fyrir atvinnulaust fólk, svo sem starfsþjálfun og eða vinnustaðanám.Erindið lagt fram til kynningar.5.             Deiliskipulag í Seljalandi og Suðurtanga.Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Teiknistofunni Eik kom til fundar undir þessum lið.  6.             Önnur mál.·         Lúpína og KerfillUmhverfisfulltrúi lagði fram kostnaðaráætlun frá Náttúrustofu Vestfjarða við kortlagningu Lúpínu og Kerfils á svæðum innan Ísafjarðarbæjar.  Áætlaður kostnaður er kr. 212.000,-Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fjármagni verði veitt í verkefnið. ·         Aðgengi að leikvelli við Skipagötu.Ábending frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni um að kannað verði aðgengi að leikvellinum við Skipagötu m.t.t. bílaumferðar.Umhverfisnefnd felur tæknideild að kanna málið. ·         Leikvöllur í Holtahverfi.Ábending frá Línu Björk Tryggvadóttur um rennibraut á leikvellinum í Holtahverfi.Umhverfisnefnd felur tæknideild að kanna málið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:05.


Albertína Elíasdóttir, formaður


Marzellíus Sveinbjörnsson


Lína Björg Tryggvadóttir


S
æmundur Þorvaldsson


Gísli Halldór Halldórsson
                                                                       Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúiEr hægt að bæta efnið á síðunni?