Skipulags- og mannvirkjanefnd - 335. fundur - 22. júlí 2010


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.Gísli Halldór Halldórsson mætti ekki á fundinn og enginn í hans stað. 1.         Austurvegur 1, Ísafirði - Byggingarleyfi. (2010-07-00XX).Lagt fram erindi dagsett 16. júlí 2010, frá Guðmundi Ásbergssyni, þar sem sótt er um leyfi til að breyta 2. hæð Austurvegar 1, Ísafirði, í íbúð ásamt því að byggja svalir aftan við húsið sem nýtist einnig sem flóttaleið fyrir 2. og 3ju hæð hússins. Meðfylgjandi er teikning unnin af Tækniþjónustu Vestfjarða og samþykki allra húseigenda fyrir breytingunum.Húsnæðið er á miðsvæði skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Umhverfisnefnd samþykkir erindið.2.         Stofnun lögbýlis í Reykjarfirði. (2010-07-0014).Lagt fram erindi dagsett 2. júlí 2010, frá Þresti Jóhannessyni fh. landeigenda, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á ósk landeigenda í Reykjarfirði í fyrrum Grunnavíkurhreppi um stofnun lögbýlis.Reykjarfjörður uppfyllir kröfur um lögbýli sem gerðar eru í 2. gr. Jarðalaga nr. 81 frá árinu 2004 um húsakost og landrými.Umhverfisnefnd telur það þó ekki æskilega þróun að lögbýli séu í fyrrum Grunnavíkur- og Sléttuhreppum sökum þess að sveitarfélagið getur ekki tryggt þjónustu og samgöngur við svæðið. Umhverfisnefnd leggst ekki gegn stofnun lögbýlis í Reykjarfirði enda stangist það ekki á við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.3.         Álfsfell ehf. ? Rekstrarleyfi í Dýrafirði. (2010-07-00xx).Lagt fram erindi dags. 21. júní sl. frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á rekstarleyfi fyrir 200 tonna þorskeldi í Dýrafirði fyrir Álfsfell ehf.Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd fyrir sitt leiti, en óskar eftir umsögn hafnarstjórnar á erindinu þar sem umrætt svæði er innan hafnarsvæðis Ísafjarðarbæjar.4.         Skutulsfjörður ? Síður viðkvæmur viðtakandi. (2010-07-0033).Lagt fram bréf dags. 7. júní sl. frá Umhverfisstofnun, er varðar tillögu frá Ísafjarðarbæ þess efnis, að Skutulsfjörður sé skilgreindur síður viðkvæmur viðtaki. Í bréfi Umhverfisstofnunar kemur fram að frekari gögn vanti til að hægt sé að taka afstöðu til erindisins.Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til frekari vinnslu á fundi sínum 21. júní sl.Umhverfisnefnd telur æskilegt að farið verði í rannsóknir og mælingar á skólpmengun í Skutulsfirði. Nefndin leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir verkið.5.         Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. (2010-07-0038).Lagt fram erindi dags. 25. júní 2010 frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndarsviðs Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frumvarpi til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.6.         Rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ. (2009-02-0092).Á fundi bæjarráðs 25. maí sl. var lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 19. maí sl., er varðar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar til stjórnar Byggðasafnsins, um staðsetningu svæðis undir húsbíla og tjaldvagna í Neðstakaupstað á Ísafirði. Fram kemur að Byggðasafn Vestfjarða setur sig ekki upp á móti þessari þjónustu, en leggur þó áherslu á ákveðin atriði, sem fram koma í bréfinu.Bæjarráð vísaði svari Byggðasafns Vestfjarða til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar til frekari vinnslu.Atvinnumálanefnd fundaði 8. júlí sl. og telur að könnun á afstöðu ferðaþjóna gagnvart staðsetningu húsbílasvæðis í Neðstakaupstað sé jákvæð fyrir því að vera með húsbílasvæði þar til reynslu.


Atvinnumálanefnd lagði til við bæjarstjórn að beiðni Kagrafells um húsbílasvæði í nágrenni við safnasvæðið yrði samþykkt. Nefndin telur að semja eigi til skamms tíma í einu vegna þess að svæðið er ekki húsbílasvæði skv. aðal- og deiliskipulagi. Þá leggur nefndin áherslu á að rekstraraðili sjái alfarið um að útbúa svæðið hvað varðar hreinlætis- og salernisaðstöðu, sem og annað er varðar rekstur á slíku svæði.Umhverfisnefnd telur hugmyndina góða en óskar eftir afstöðumynd og ítarlegri framkvæmdaáætlun.Albertína Elíasdóttir vék af fundi umhverfisnefndar undir þessum lið dagskrár.7.         Hrafnseyri ? Umsókn um framkvæmdaleyfi. (2010-03-0015)Lagt fram bréf dags. 16. júlí 2010 frá Eiríki Finni Greipssyni, formanni Hrafnseyrarnefndar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á heimreið og bílastæðum á Hrafnseyri við Arnarfjörð í samræmi við teikningu frá veghönnunardeild Vegagerðarinnar.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt en leggur áherslu á að minjar verði ekki fyrir raski sbr. umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 6. júlí 2010.8.         Tungudalur - Deiliskipulag. (2009-06-0058).Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulagsins í Tungudal er liðinn.5 athugasemdir bárust. Frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni, Inga Jóhannssyni, Gunnlaugi Jónassyni, Ásthildi Ingu Hermannsdóttur, Páli Sturlaugssyni, Tryggva Sigtryggssyni og Níelsi R. Björnssyni f.h. Félags skógarbúa.Umhverfisnefnd þakkar fyrir framkomnar athugasemdir og telur rétt að taka skipulagstillöguna til endurskoðunar.Marzellíus Sveinbjörnsson vék af fundi umhverfisnefndar undir þessum lið dagskrár.9.         Reyrhóll, Hesteyri ? leyfi fyrir vélknúið ökutæki. (2010-06-0025).Lagt fram bréf dags. 14. júlí 2010 frá Umhverfisstofnun er varðar tímabundið leyfi til að flytja vélknúið ökutæki að Hesteyri. Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar þann 26. maí sl. og var vísað til Umhverfisstofnunar.Umhverfisnefnd hafnar erindinu á grundvelli synjunar Umhverfisstofnunar.10.       Viðhald varnargarða í Leirufirði. (2010-07-xxxx).Lagt fram bréf frá Sólberg Jónssyni dags. 20. júlí 2010, þar sem tilkynnt er að unnið verði að viðhaldi varnargarða við jökulá í Leirufirði.Umhverfisnefnd bendir bréfritara á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.
11.       Önnur mál.·                       HornstrandafriðlandUmhverfisnefnd telur nauðsynlegt að meira samráð sé milli umhverfisnefndar og landvarðar á Hornströndum og óskar eftir samráðsfundi um málefni hornstrandafriðlandsins.·                                               Lúpína og kerfill.Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi lúpínu og kerfil í bæjarlandinu.Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að halda áfram með undirbúninginn og leggur til að stefnt verði að því að hefja átak árið 2011.·                       Afgreidd mál byggingarfulltrúa:·         Engjavegur 31, Ísafirði, breyting á gluggum í risi.·         Engjavegur 32, Ísafirði, heimild til að setja dyr úr stofu út á sólpall.·         Skipagata 6, 8 og 16, Ísafirði, breyting á þakkanti. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:25.

Albertína Elíasdóttir, formaður


Marzellíus Sveinbjörnsson


Lína Björg Tryggvadóttir


Jóna Símonía Bjarnadóttir


Ralf Trylla,
umhverfisfulltrúi


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs  Er hægt að bæta efnið á síðunni?