Skipulags- og mannvirkjanefnd - 334. fundur - 7. júlí 2010


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.



 



1.             Gamla Apótekið, Hafnarstræti 18 - rekstrarleyfi. (2010-06-0086).



Erindi dagsett 28. júní 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Jóns Gíslasonar, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, að Hafnarstræti 18, Ísafirði (Gamla Apótekið).



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðina að Hafnarstræti 18, Ísafirði. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða gefur byggingarfulltrúi sér umsögn. 



2.             Hafnarstræti 4, Ísafirði ? breytt skráning. (2010-06-0080).



Erindi dagsett 28. júní 2010, frá Sigurði J. Hafberg fh. Grænhöfða ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að nýta efri hæð hússins að Hafnarstræti 4, Flateyri sem íbúðarhús.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda í samræmi við gildandi skráningu á húsnæðinu.



3.             Mjólkárvirkjun III Arnarfirði - byggingarleyfi. (2009-03-0002).



Lagt fram bréf dags. 7. maí sl. frá Sölva R. Sólbergssyni framkvæmdastjóra Orkusviðs, fh. Orkubús Vestfjarða,  þar sem sótt er um leyfi til að byggja stöðvarhús Mjólkárvirkjunar III við Borgarhvilftarvatn í landi Borgar í Arnarfirði samkvæmt teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. Erindinu var frestað á 331. fundi umhverfisnefndar 12. maí sl. þar sem deiliskipulag af svæðinu var ekki samþykkt.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



4.             Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði - byggingarleyfi. (2009-06-0038).



Lagt fram erindi dags. 18. júní 2010 frá Kjartani Árnasyni þar sem sótt er um leyfi til færslu á áður samþykktum byggingarreit um 2.24 m til suðurs og 1 m til austurs Að auki er óskað eftir stækkun á leigulóð úr 177 m² og í 299 m². Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. apríl síðastliðinn þar sem samþykktar voru teikningar dags. 22. september 2009.



Umhverfisnefnd felur tæknideild að hefja deiliskipulagsvinnu af svæðinu neðan Hnífsdalsvegar í Krók. Erindinu er frestað þar til deiliskipulag liggur fyrir.



5.             Tunguskógur  -  umsókn um byggingarleyfi. (2010-06-0073).



Lagt fram erindi dags. 23. júní 2010 frá Guðmundi Óla K. Lyngmó þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lausri lóð samkvæmt deiliskipulagi sem er í vinnslu.



Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til deiliskipulag hefur verið samþykkt og lóðir auglýstar lausar til umsóknar.



 



 



6.             Höfn Hornvík (2009-07-0028).



Lögð fram byggingarleyfisumsókn dags. 9. júní 2010 frá Gylfa Ástbjartssyni og Hjalta J. Guðmundssyni fh. Umhverfisstofnunar þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi í Höfn Hornvík samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.



Fyrir liggur samþykkt landeigenda og Hornstrandanefndar.  Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



7.             Lóðaleigusamningur í Hveravík, Reykjanesi. (2010-06-0059).



Á fundi í bæjarráði var lagt fram til kynningar bréf Margrétar Karlsdóttur, Sundstræti 22, Ísafirði, dagsett 30. maí sl., er varðar beiðni hennar um lóðaleigusamning í Hveravík í Reykjanesi við Djúp.  Lóðin er umhverfis íbúðarhús og skúr, sem bréfritari á og staðsett er í Hveravík.



Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar erindinu til deiliskipulagsvinnu af svæðinu.



8.             Eyrarhlíð í Skutulsfirði ? rif á hjalli. (2010-06-0028).



Erindi dagsett 27.maí 2010, frá Pálínu Þórarinsdóttur, þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa fiskihjall sem stendur á Eyrarhlíð í Skutulsfirði. Erindinu var frestað á síðast fundi umhverfisnefndar og fól byggingarfulltrúa að ræða við stjórn Byggðasafns Vestfjarða um nýtingu á mannvirkinu.



Þar sem nú liggur fyrir að hjallurinn er nú þegar fjarlægður, þá óskar umhverfisnefnd eftir skýringum á tildrögum þess.



9.             Eyrarhlíð ? flutningur á fiskhjalli. (2010-06-0054).



Lagt fram erindi dags. 11. júní sl. frá Jóni Sigurpálssyni, þar sem hann sækir um leyfi til að flytja fiskhjall er stóð á Eyrarhlíð að safnasvæðinu í Neðstakaupstað. Vegna framkvæmda þar var nauðsynlegt að fjarlægja hjallinn úr Eyrarhlíðinni. Með bréfi er samþykki stjórnar Byggðasafns Vestjarða fyrir framkvæmdinni.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



10.         Stækkun Mjólkárvirkjunar ? framkvæmdaleyfi. (2009-03-0002).



Lagt fram bréf dags. 9. júní sl. frá Sölva R. Sólbergssyni framkvæmdastjóra orkusviðs Orkubús Vestfjarða þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi á stækkun Mjólkár III samkvæmt meðfylgjandi gögnum.



Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins.  Umhverfisnefnd veitir framkvæmdaleyfi en bendir umsækjanda á að svæðið er á hverfisvernduðu svæði og því skulu allar framkvæmdir taka mið að því.  Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdasvæðið verði grætt upp að loknum framkvæmdum og að uppgræðslu verði fylgt eftir til lengri tíma.  Allur frágangur skal vera í samráði við byggingarfulltrúa og umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.



11.         Þjóðvegir í Þéttbýli. (2010-05-00xx).



Lagt fram tölvubréf dags. 27. maí sl. frá Auðunni Hálfdánarsyni hjá Vegagerðinni, þar sem bent er á að komið er á netið á heimasíðu Vegagerðarinnar ritið "Þjóðvegir í þéttbýli - Leiðbeiningar 2010".



Lagt fram til kynningar.



 



 



12.         Reglur um útimarkaði og sölutjöld. (2010-06-0089).



Lögð fram drög af reglum um útimarkaði og sölutjöld. Drögin eru unnin af byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 1. júní 2010.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.



13.         Rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ. (2009-02-0092).



Á fundi bæjarráðs 25. maí sl. var lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 19. maí sl., er varðar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar til stjórnar Byggðasafnsins, um staðsetningu svæðis undir húsbíla og tjaldvagna í Neðstakaupstað á Ísafirði. Fram kemur að Byggðasafn Vestfjarða setur sig ekki upp á móti þessari þjónustu, en leggur þó áherslu á ákveðin atriði, sem fram koma í bréfinu.



Bæjarráð vísaði svari Byggðasafns Vestfjarða til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar til frekari vinnslu.



Erindið lagt fram til kynningar, nefndin óskaði eftir umsögn atvinnumálanefndar á erindinu 12. maí sl., það hefur ekki borist.



14.         Atlastaðir og Geirmundarstaðir í Fljótavík - deiliskipulag. (2010-03-0019).



Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulagsins Atlastaðir og Geirmundarstaðir í Fljótavík er liðinn.  Engin athugasemd barst.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.



15.         Veðrará 2, Breiðadal - framkvæmdaleyfi. (2008-02-0077).



Lagt fram bréf dags. 25. júní sl. frá Aðalsteini Bjarnasyni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Breiðadalsvirkjun í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur áherslu á uppgræðslu lands eftir framkvæmdir.  Allur frágangur skal vera í samráði við byggingarfulltrúa og umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.



16.         Dalsorka - framkvæmdaleyfi. (2010-06-0019).



Lagt fram bréf dags. 11. júní sl. frá Birki Friðbertsyni þar sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsstíflu með yfirfalli úr læk í Rjúpnahvilft og lagningu á u.þ.b. 600 m löngu plaströri, 110 mm í þvermál.  Erindið var á dagskrá umhverfisnefndar 7. júní sl.



Fyrir liggur að Orkubú Vestfjarða leggst ekki gegn því að gefa eftir þennan hluta af vatnsréttindum en að þau verði takmörkuð við 10 l/sek.



Umhverfisnefnd veitir framkvæmdaleyfi, fyrir byggingu jarðvegsstíflu og lagningu á DN110  plaströri eins og fram kemur í umsókninni. Leyfið er veitt með fyrirvara um samþykki Umhverfisstofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.  Nefndin gerir þá kröfu að ekki verði tekið meira en 10 l/sek. úr læknum.  Allar framkvæmdir og frágangur skulu vera í samráði við byggingarfulltrúa og umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.



17.         Aurvarnargarður neðan Gleiðarhjalla - framkvæmdaleyfi. (2008-11-0026).



Lagt fram bréf dags. 6. júlí sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni f.h. Ísafjarðarbæjar þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna byggingu aurvarnargarðs í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið en leggur áherslu á uppgræðslu varnanna og að henni verði fylgt eftir til lengri tíma.  Þá leggur nefndin til að lokið verði við göngustíga skv. deiliskipulaginu.  Allur frágangur skal vera í samráði við byggingarfulltrúa og umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.



18.         Önnur mál.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 1



 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Upp