Skipulags- og mannvirkjanefnd - 331. fundur - 12. maí 2010


Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Benedikt Bjarnason, Geir Sigurðsson, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð. 1.             Hraun 3,  Keldudal, Dýrafirði. - Byggingarleyfi. (2010-01-0052).Lagt fram tölvubréf dags. 3. maí sl. þar sem Höskuldur Ragnarsson sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhús sitt að Hrauni 3 í Keldudal, Dýrafirði, samkvæmt teikningum frá Kristjáni G. Leifssyni, byggingarfræðingi.Umhverfisnefnd samþykkir erindið.2.             Mjólkárvirkjun III Arnarfirði. - Byggingarleyfi. (2009-03-0002).Lagt fram bréf dags. 7. maí sl. frá Sölva R. Sólbergssyni, framkvæmdastjóra orkusviðs, fh. Orkubús Vestfjarða,  þar sem sótt er um leyfi til að byggja stöðvarhús Mjólkárvirkjunar III við Borgarhvilftarvatn í landi Borgar í Arnarfirði, samkvæmt teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til deiliskipulag af svæðinu hefur verið samþykkt.3.             Rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ. (2009-02-0092).Lögð fram teikning Elíasar Oddssonar, Ísafirði, af svæðinu við safnasvæðið í Neðstakaupstað. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. apríl sl. Bæjarstjórn vísaði erindinu til stjórnar Byggðasafns Vestfjarða á fundi sínum 6. maí sl.Tæknideild ræddi við bréfritara og kynnti umhverfisnefnd hugmyndir hans. Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til umsagnir atvinnumálanefndar og stjórnar Byggðasafns Vestfjarða liggja fyrir.4.             Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. (2010-04-0016)Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 9. apríl sl., er varðar nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða með Arnarfjörð sem fyrsta áfanga.  Með bréfi þessu og meðfylgjandi gögnum vill Fjórðungssambandið kynna Ísafjarðarbæ erindi, sem sent hefur verið til umhverfisráðherra auk samrita sama erindis til iðnaðarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmála- og mannréttindaráðherra ofl.Bæjarráð fagnar því skrefi sem Fjórðungssambandið hefur stigið í þessu mikla hagsmunamáli Vestfirðinga og vísar erindinu til atvinnumálanefndar og umhverfisnefndar til kynningar.Umhverfisnefnd tekur undir bókun bæjarráðs.5.             Arnarlax ehf.  ? Umsögn á sjókvíaeldi á laxi. (2010-02-0009).Lagt fram bréf dags. 21. apríl sl. frá Sigmari Arnari Steingrímssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framleiðsla á 3.000 tonnum á laxi í sjókvíum í Arnarfirði, Ísafjarðarbæ og Vesturbyggð, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.Með vísan í tölvupóst dags. 11. maí sl. frá Skipulagsstofnun þar sem Arnarlax ehf. fer fram á að Skipulagsstofnun fresti ákvörðun sinni um matsskyldu um sjókvíaeldi félagsins, frestar umhverfisnefnd erindinu.6.             Skógarbraut 4, Ísafirði.  ? Fyrirspurn um byggingarleyfi. (2009-09-0043).Á fundi umhverfisnefndar 7. október sl. var lögð fram fyrirspurn um stækkun á íbúðarhúsi og bílskúr að Skógarbraut 4, Ísafirði, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. Umhverfisnefnd tók jákvætt í breytingarnar en vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu, var erindinu vísað í deiliskipulagsvinnu.Umhverfisnefnd felur tæknideild að senda erindið  í grenndarkynningu að því tilskyldu að réttur eigandi og gögn verði lögð inn til byggingarfulltrúa. Erindið verði kynnt eigendum við Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði.

7.             Fífutunga 1, Ísafirði.  ? Byggingarleyfi. (2009-09-0043).Á fundi umhverfisnefndar 1. október 2003, var byggingarleyfi vegna Fífutungu 1, Ísafirði, (Grenilundur 1) veitt. Samkvæmt 14. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 um gildistíma byggingarleyfis, er byggingarleyfi nú fallið úr gildi þar sem framkvæmdir hafa legið niðri í rúm 2 ár a.m.k.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að fara með málið samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 og vinnuferli byggingarfulltrúa, sem samþykkt var í bæjarstjórn í febrúar 2009.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:42.

Svanlaug Guðnadóttir, formaður


Sigurður Mar Óskarsson


Geir Sigurðsson


Benedikt Bjarnason


Jóna Símonía Bjarnadóttir


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi


Jóhann Birkir Helgason,
sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi                                                                                                                                                                          Er hægt að bæta efnið á síðunni?