Skipulags- og mannvirkjanefnd - 330. fundur - 28. apríl 2010


Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.Kjartan Árnason mætti á fundinn vegna 16. liðar á dagskrá.1.             Skíðaskálinn í Tungudal. - Rekstarleyfi. (2010-04-0055).Erindi dagsett 9. apríl 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Þórunnar Pálsdóttur f.h. Skíðafélags Ísafjarðar, um rekstrarleyfi gististaðar fyrir starfstöðina, Skíðafélag Ísafjarðar, Tungudal.Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Skíðafélag Ísafjarðar í Tungudal. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða gefur byggingarfulltrúi sér umsögn.2.             Aðalstræti 24, Ísafirði. ? Hækkun á þaki. (2010-04-0056).Lagt fram bréf dags. 16. apríl sl. frá Erling Tryggvasyni fh Húsfélagsins Aðalstræti 24, Ísafirði,  þar sem sótt er um leyfi til að hækka upp þak á lyftustokk í húsinu samkvæmt teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.Umhverfisnefnd samþykkir erindið.3.             Leiti í Dýrafirði. ? Stækkun sumarhúss. (2010-04-0054).Lagt fram bréf dags. 23. apríl sl. frá Karen Ragnarsdóttir,  þar sem sótt er um leyfi til að stækka sumarhúsið Laufás í landi Leitis í Dýrafirði,  samkvæmt teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.Umhverfisnefnd samþykkir erindið.4.             Deiliskipulag á Suðureyri. (2010-04-0047).Lögð fram fyrirspurn frá Fisherman á Suðureyri, um hótel og þjónusturými við Aðalgötu 13 á Suðureyri.Umhverfisnefnd telur hugmynd bréfritara góða en húsgerðin fellur ekki inn í götumyndina.5.             Heimabær, Hnífsdal. ? Flutningur á húsi. (2010-01-0071).Lagt fram bréf dags. 23. apríl sl. frá Arnari Guðmundssyni og Sjöfn Kristinsdóttur, þar sem ítrekuð er beiðni um flutning á Heimabæjarhúsinu úr Hnífsdal og í Skutulsfjörð. Lagðar eru fram þrjár tillögur bréfritara að staðsetningu.Samkvæmt deiliskipulagi í Hnífsda,l sem nú er í auglýsingaferli er gert ráð fyrir að húsið geti flust innan Hnífsdals enda er það á hverfisverndarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og leggst umhverfisnefnd því gegn því að það verði flutt utan Hnífsdals.Þetta undirrita:  Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Það er skoðun okkar að varðveita Heimabæ í þeirri mynd sem það er en sér ekki meinbug á því að það verði flutt.Þetta undirrita: Svanlaug Guðnadóttir og Gísli Úlfsson.6.             Rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ. (2009-02-0092).Lagt fram bréf dags. 13. apríl sl. frá Elíasi Oddssyni fh. Kagrafells ehf., þar sem óskað er eftir lóð fyrir svæði undir húsbíla og tjaldvagna á uppfyllingu við Neðstakaupstað.Albertína Elíasdóttir vék af fundi undir þessum lið.Tæknideild er falið að ræða við bréfritara. Umhverfisnefnd vísar einnig erindinu til atvinnumálanefndar til umsagnar. Bent er jafnframt á að svæðið sem um ræðir í Neðstakaupstað er skilgreint fyrir ferðaþjónustu og til styrkingar á byggðasafninu.7.             Kirkjuból 3 í Skutulsfirði. - Viðbótarlóð. (2010-04-0010).Lagt fram bréf dags. 7. apríl sl. frá Árna Þór Árnasyni fh. Massa þrif ehf, þar sem sótt er um lóð við Kirkjuból 3 í Engidal, Skutulsfirði.Umhverfisnefnd samþykkir að veita afnot af svæðinu til 5 ára.8.             Aðalstræti 50, Þingeyri. ? Stækkun lóðar, hækkun grunnplötu. (2010-04-0039)Lagt fram bréf dags. 10. mars sl. frá Þorvaldi Jóni Ottósyni, þar sem óskað er eftir að hækka upp plötu á húsinu að Aðalstræti 50 á Þingeyri. Einnig er sótt um stækkun á lóð.Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að byggingarleyfi hússins er fallið úr gildi. Byggingarfulltrúa er falið að senda erindið í grenndarkynningu og óska álits eigenda húsa að Aðalstræti 51, 53, 55, 57 og Vallargötu 33. Áður þarf að leggja fram fullnaðar byggingarnefndarteikningar af húsinu til að hægt sé að senda erindið í grenndarkynningu.9.             Umhverfisstyrkir 2010. (2010-03-0037).Umsóknarfrestur vegna Umhverfisstyrkja Ísafjarðarbæjar 2010 var til 12. apríl 2010. Tvær umsóknir bárust. Annarsvegar frá Helga Helgasyni og hinsvegar frá Helgu Ingeborg Hausner.Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið.Umhverfisnefnd samþykkir að veita Helgu Ingeborg Hausner 120.000,- kr. styrk og Helga Helgasyni 270.000,- kr. styrk.10.         Grenjavinnsla 2010. (2009-12-0007).Lagt fram tölvubréf dags. 13. apríl sl. frá Kristjáni Einarssyni á Flateyri, vegna grenjavinnslu í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2010.Albertína Elíasdóttir vék af fundi.Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.11.         Heimabær í Arnardal, Skutulsfirði. ? Samningur um skógrækt. (2010-04-0014).Lagt fram bréf dags. 9. apríl sl. frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni fh. Skjólskóga á Vestfjörðum, þar sem lagður er fram samningu á milli landeigenda Heimabæjar í Arnardal og Skjólskóga á Vestfjörðum um 20 ha. svæði til skógræktar.Sæmundur Kr. Þorvaldsson vék af fundi undir þessum lið.Lagt fram til kynningar.12.    Kirkjuból í Bjarnardal, Önundarfirði. - Virkjun. (2010-04-0053).Lögð fram kynning á fyrirhugaðri smávirkjun að Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði. Kynningin er unnin af Guðmundi Valgeir Magnússyni og Jóni Grétari Magnússyni í apríl 2010.Umhverfisnefnd samþykkir erindið og vísar í kafla 8. í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Bent er á að sækja þarf um framkvæmdar- og byggingarleyfi áður en framkvæmdir hefjast. Tæknideild er falið að kynna sér nánar hvernig vatnsbúskap verði háttað í framhaldi , í hlíðinni neðan við lindir.


13.    Atlastaðir og Geirmundarstaðir í Fljótavík - deiliskipulag. (2010-04-0019).Lögð fram deiliskipulagstillaga dags. 9. febrúar sl. frá Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf. f.h. Halldóru Þórðardóttur og Sævars Óla Hjörvarssonar, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagstillagan verði tekin til meðferðar í samræmi við Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 m.s.br. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. febrúar sl.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst.14.    Jarðstrengur milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. ? Framkvæmdaleyfi.         (2010-04-0034).Lagt fram bréf dags. 15. apríl sl. frá Friðriku Marteinsdóttur, verkefnisstjóra, fh. Landsnets og Orkubús Vestfjarða, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi skv. 27. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, til lagningar tveggja jarðstrengja á milli tengivirkis í Stóruurð á Ísafirði og tengivirkis í Bolungarvík.Umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi enda í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.15.    Aðalskipulag Strandabyggðar 2010 - 2022. (2010-04-0046).Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 ? 2022. Með vísan í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 kafla 3.2 er hér með leitað með formlegum hætti til Ísafjarðarbæjar og óskað eftir ábendingum um mál sem snerta sveitarfélagið.Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagið enda fellur Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vel að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022.16.    Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði. - Byggingarleyfi. (2009-06-0038).Lagt fram bréf dags. 14. apríl sl. frá Friðbirni Garðarssyni hdl. fh. Kjartans Árnasonar, þar sem krafist er að umsókn um byggingarleyfi, sem tekin var á fundi umhverfisnefndar 10. febrúar sl., verði tekin til efnislegar meðferðar í samræmi við ástæður sem lagðar eru fram í bréfi.Samkvæmt aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessu svæði. Umhverfisnefnd samþykkir að veita húseiganda leyfi til framkvæmda í samræmi við teikningar dagsettar 22. september 2009. Umhverfisnefnd bendir á að húseiganda er skylt að leita álits Húsafriðunarnefndar skv. 6. gr. laga um húsafriðun áður en byggingarleyfi er veitt.

17.    Suðurtangi 4 ? 6, Ísafirði. ? Umsókn um lóð. (2009-12-0023).Lagt fram bréf dags. 16. apríl sl. frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni, þar sem sótt er um að nýju um lóðina sem liggur á milli gamla slipps og Nausts. Erindið var síðast á dagskrá umverfisnefndar 16. desember sl.Ekki er hægt að afgreiða úthlutun lóða á þessum stað þar sem umrætt svæði er ekki deiliskipulagt. Umhverfisnefnd óskar eftir aukafjárveitingu til bæjarstjórnar að upphæð krónur 1 milljón vegna deiliskipulags á Suðurtanga.18.    Dagur umhverfissins 2010. (2010-03-0024).Í tilefni af degi umhverfisins þann 25.apríl sl., voru umhverfisverðlaun Ísafjarðarbæjar afhent og fór athöfnin fram í Faktorshúsinu í Neðstakaupstað. Að þessu sinni var ákveðið að heiðra Húsafriðunarnefnd Ísafjarðar fyrir ómetanlegt starf árin 1978-1996.Erindið kynnt. Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:05.  Svanlaug Guðnadóttir, formaður.  Gísli Úlfarsson.                                                         Albertína Elíasdóttir.  Sæmundur Kr. Þorvaldsson.                                     Jóna Símonía Bjarnadóttir.  Þorbjörn J. Sveinsson,                                               Jóhann Birkir Helgason,slökkviliðsstjóri                                                           sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.An

Er hægt að bæta efnið á síðunni?