Skipulags- og mannvirkjanefnd - 328. fundur - 10. mars 2010

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Albertína Elíasdóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Íbúðar- og sýningarhúsið á Hrafnseyri ? breytingar. (2010-03-0015)


Lagt fram erindi dags. 25. febrúar 2010, frá Eiríki Finni Greipssyni formanni Hrafnseyrarnefndar, þar sem óskað er heimildar til að hefja framkvæmdir við breytingar við íbúðar- og sýningarhúsnæðið á Hrafnseyri við Arnarfjörð, í samræmi við teikningar frá Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekt hjá Hornsteinar Arkitektar ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.





2. Námuréttindi í landi Sanda í Dýrafirði. (2010-03-0013)


Lagt fram erindi dags. 11. febrúar sl. frá Pálmari Kristmundssyni, þar sem sótt er um leyfi fyrir námuréttindi í landi Sanda í Dýrafirði.


Tæknideild er falið að ræða við umsækjanda.





3. Skýrsla um skoðun á hita- og loftræstikerfum. (2010-03-0008)


Lögð fram skýrsla sem unnin er af Lagnafélagi Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.


Lagt fram til kynningar.





4. Reykjanes - umsögn. (2009-12-0026)


Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að lóðablaði fyrir lóð undir þjónustuaðstöðu í Reykjanesi. Erindið síðast á dagskrá umhverfisnefndar 16. desember sl.


Umhverfisnefnd  frestar erindinu til næsta fundar.





5. Brekka, Heimabær 4 og 5, Hnífsdal ? flutningur húss. (2010-01-0071)


Lagt fram erindi dags. 5. mars sl. frá Arnari Guðmundssyni og Sjöfn Kristjánsdóttur, þar sem óskað er eftir leyfi til að flytja húsið Brekku að Heimabæ 4 ? 5 í Hnífsdal inn í Skutulsfjörð.


Þorbjörn J. Sveinsson vék af fundi eftir þennan lið.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að ræða við umsækjendur.





6. Málefni Funa - eftirlit. (2009-10-0006)


Lagt fram bréf dags. 2. mars sl. frá Sigríði Kristjánsdóttur og Kjartani Ingvarssyni hjá Umhverfisstofnun, þar sem stofnunin áformar að veita rekstraraðilum Funa áminningu sbr. 38. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Veittur er frestur til 30. apríl 2010 til að uppfylla skilyrði laganna.


Umhverfisnefnd bendir á að verið er að endurskoða meðhöndlun sorps í Ísafjarðarbæ. Ljóst er að ýtrustu kröfum verði ekki fullnægt á meðan að endurskoðun stendur yfir. Tæknideild er falið að koma sjónarmiðum Ísafjarðarbæjar á framfæri.





7. Rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti á hafsbotni í Dýrafirði. (2009-07-0016)


Lagt fram afrit af bréfi dags. 8. febrúar sl. frá  Orkustofnun til Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf., þar sem Orkustofnun fellst á umsókn Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Dýrafirði.


Lagt fram til kynningar.





8. Staðfesting á fundargerðum án umræðu. (2010-03-0011)


Lagt fram bréf dags. 1. mars sl. frá Þorvaldi Heiðari Þorsteinssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem stofnunin vekur athygli sveitarfélaga á úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7. sept. 2009 í máli nr. 114/2008.


Lagt fram til kynningar.





9. Deiliskipulag í Hnífsdal. (2008-06-0062)


Lögð fram drög að deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 23. febrúar sl. frá Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf. af reit sem afmarkast af Dalbraut, Ísafjarðarvegi, Garðavegi og Skólabraut.


Umhverfisnefnd frestar erindinu.





10. Deiliskipulag sumarbústaðarbyggðar í Tungudal. (2009-06-0058)


Lögð fram drög að deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 8. mars sl. frá Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf. af sumarhúsasvæðinu í Tungudal.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.





11. Skeringar Eyrarhlíð. (2006-10-0026)


Lagt fram bréf dags. 10. mars sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni sviðstjóra framkvæmda og rekstrarsviðs þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi til víkkunar skeringa á milli Ísafjarðar og Hnífsdals nánar tiltekið frá Krók og að Völlum.


Umhverfisnefnd veitir framkvæmdaleyfi en leggur áherslu á uppgræðslu og góðan frágang framkvæmdasvæðis .


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:45.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson.  


Albertína Elíasdóttir.


Sæmundur Þorvaldsson.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir,


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. 


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?