Skipulags- og mannvirkjanefnd - 326. fundur - 10. febrúar 2010

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sigurður Mar Óskarsson, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Rekstrarleyfi, veitingaleyfi ? Túngata 2, Suðureyri. (2010-02-0020)


Erindi dagsett 26. janúar 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Guðmundar Tryggva Ásbergssonar f.h. Gistingar ehf, um rekstrarleyfi gististaðar fyrir starfstöðina, Gisting, Túngötu 2, Suðureyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Gistingu, Túngötu 2, Suðureyri. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða gefur byggingarfulltrúi sér umsögn.





2. Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði. (2009-06-0038)


Lögð fram afstöðumynd af fyrirhugaðri byggingu. Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 2. desember sl.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að kalla til fundar með Vegagerðinni og umhverfisnefnd áður en tekin er endanleg afstaða í málinu.





3. Tjaldsvæðið í Tungudal. (2010-01-0029)


Lagt fram erindi dags. 4. febrúar sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, þar sem hann sækir um leyfi til að byggja þjónustuhús á tjaldsvæðinu í Tungudal samkv. teikningum unnum af Tækniþjónustu Vestfjarða.


Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.





4. Stakkanes 14, Ísafirði ? bygging sólstofu. (2010-02-0013)


Lögð fram fyrirspurn dags. 4. febrúar sl. frá Magnúsi H. Jónssyni fh. eiganda fasteignarinnar að Stakkanesi 14, Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu samkvæmt meðfylgjandi myndum. Gert var ráð fyrir sólstofunni í upprunalegum teikningum.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að senda erindið í  grenndarkynningu og óskar álits eigenda húsa við Stakkanes 12, 16 og 18 og Miðtún 37, 39 og 41, Ísafirði,  áður en byggingarleyfi verður veitt.


Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi.





5. Gamla Apótekið, Hafnarstræti 18 ? breytingar á húseign. (2010-02-0026)


Lagt fram erindi dags. 5. febrúar sl. frá Magnúsi Jónssyni fh. eigenda hússins að Hafnarstræti 18, Ísafirði, þar sem hann sækir um leyfi til að breyta húseigninni samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar Húsafriðunarnefndar á erindinu.





6. Suðureyri ? umsókn um lóð á Hafnarsvæðinu. (2010-01-0075)


Lagt fram erindi dags. 20. janúar sl. frá Þórði E. Sigurvinssyni, þar sem hann sækir um lóð sem merkt er A-1 á deiliskipulaginu fyrir hafnarsvæðið á Suðureyri.


Umhverfisnefnd vísar erindinu inn í vinnu við gerð deiliskipulags af svæðinu.





7. Reglur um smáhús í Ísafjarðarbæ. (2010-02-0033)


Lagðar fram reglur um smáhús (garð-, gróður- og barnahús) í Ísafjarðarbæ. Erindinu var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.





8. Grenjavinnsla 2010. (2009-12-0007)


Óskað er eftir hugmyndum umhverfisnefndar hvernig grenjavinnslu verði háttað í Ísafjarðarbæ.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að afla frekari gagna.





9. Rekstarleyfi til fiskeldis ? beiðni um umsögn. (2010-02-0009)          


Á fundi bæjarráðs 8. janúar sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 2. febrúar sl., þar sem Fiskistofa óskar umsagnar sveitarfélagsins á umsókn Fjarðalax ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis í Arnarfirði.


Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.


Umhverfisnefnd telur að um tilkynningarskylda starfssemi sé að ræða samkvæmt lögum nr. 106/2000  um mat á umhverfisáhrifum. Þar að auki telur umhverfisnefnd að óeðlilegt sé að sveitarfélag hafi ekki skipulagsvald utan netalaga.





10. Hjúkrunarheimili á Ísafirði. (20008-06-0016)


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu af svæðinu sem afmarkast af Skutulsfjarðarbraut, Hafnarstræti og Torfnesi.





11. Önnur mál.


- Heimabær II, Hesteyri. (2009-07-0034).



Lagt fram bréf frá eigendum hússins að Heimabæ II, Hesteyri. dags 4. febrúar sl. þar sem sótt er um lengri frest til að svara erindi byggingarfulltrúa frá 29. janúar sl.


Umhverfisnefnd veitir bréfriturum frest til að svara erindi byggingarfulltrúa frá 29. janúar 2010  til 30. mars 2010. Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu að öðru leiti.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:02.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Björn Davíðsson.  


Albertína Elíasdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.  


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?