Skipulags- og mannvirkjanefnd - 325. fundur - 27. janúar 2010


Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sigurður Mar Óskarsson, Benedikt Bjarnason og Albertína Elíasdóttir. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



 



1.Hótelhús við Stefnisgötu á Suðureyri. (2010-01-0051)



Lagt fram bréf dags. 14. desember 2009 frá Elíasi Guðmundssyni, fh. Fisherman ehf., þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á átta hótelhúsum við Stefnisgötu á Suðureyri skv. meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd bendir á að hugmyndirnar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Nefndin bendir jafnframt á að deiliskipulagsbreyting hefur verið til umræðu í nefndinni.  Umhverfisnefnd felur tæknideild að hraða skipulagsvinnunni eins og kostur er.



2.Hraun 3 í Keldudal, Dýrafirði. ? Fyrirspurn um byggingarleyfi. (2010-01-0052)



Lögð fram fyrirspurn dags. 20. janúar sl. frá Ragnari Höskuldi Ragnarssyni,  þar sem óskað er álits umhverfisnefndar á fyrirhugaðri framkvæmd við Hraun 3 í Keldudal, Dýrafirði. Um er að ræða tæplega 40 m² viðbyggingu við núverandi hús.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið enda í samræmi við kafla 7.5.4. í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.



3. Reglur um smáhús í Ísafjarðarbæ. (2010-01-00xx)



Lagðar fram reglur um smáhús (garð-, gróður- og barnahús) í Ísafjarðarbæ. Erindinu var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.


Erindi frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.



4. Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla í Ísafjarðarbæ. (2010-01-00xx)



Lögð fram drög af samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla í Ísafjarðarbæ.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að senda samþykktina til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða til umsagnar.



5.Framkvæmdir Eignarsjóðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010. (2010-01-00xx)



Mættur til fundar er Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna, til að kynna framkvæmdir og viðhald hjá Eignasjóði Ísafjarðarbæjar.


Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.



6. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020. (2010-01-00xx)



Tekið fyrir að nýju Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.  Á 322. fundi umhverfisnefndar var óskað eftir að skipulagið yrði lagt fyrir nefndina að nýju.


Umhverfisnefnd samþykkir lagfæringarnar sem gerðar hafa verið og leggur til við bæjarstjórn að Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 verði samþykkt með áorðnum breytingum.



7. Önnur mál.





Samþykkt um verndun trjáa í Ísafjarðarbæ.


Erindi samþykkt á fundi umhverfisnefndar 13. janúar sl. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til umhverfisnefndar. Bætt er við samþykktina að verndun trjáa gildi utan skógræktarsvæða.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykktin verði staðfest, með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.





Ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009.


Lögð fram ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009.


Lagt fram til kynningar.





Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:40.






Svanlaug Guðnadóttir, formaður


Sigurður Mar Óskarsson


Jóna Símonía Bjarnadóttir


Benedikt Bjarnason


Albertína Elíasdóttir


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs                                           Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi                                                             


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri



                                                                                     



Er hægt að bæta efnið á síðunni?