Skipulags- og mannvirkjanefnd - 321. fundur - 10. nóvember 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Björn Davíðsson, Sæmundur Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Smáhýsi - Suðureyri. (2009-11-00xx)


Lagt fram bréf dags. 3. nóvember 2009, frá Einari Ólafssyni, arkitekt og formanni Framfarar fh. Framfarar ? styrktarsjóðs skíðamanna, þar sótt er um leyfi til að breyta gömlum olíukatli í smáhýsi.  Einnig er sótt um leyfi fyrir staðsetningu á katlinum á  þeim stað ásamt einu bílastæði. Meðfylgjandi bréfi er skissa af fyrirhuguðu smáhýsi frá Arkiteo.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en finna þarf  katlinum  aðra staðsetningu eða fara í breytingu á deiliskipulagi á þessum stað.

2. Engidalur ? lóð fyrir atvinnustarfssemi. (2009-11-0002)


Lagt fram bréf dags. 29. október 2009, frá Ragnari Ágústi Kristinssyni fh. Gámaþjónustu Vestfjarða, þar sem hann sækir um lóð fyrir atvinnustarfssemi (geymslusvæði). Umrædd lóð er næsta lóð fyrir innan Funa í Engidal samkv. teikningu.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að leggja fyrir lóðarblað, af umræddri lóð, á næsta fundi umhverfisnefndar.3. Þorskeldi Álfsfells ehf. í Skutulsfirði - umsagnarbeiðni. (2009-10-0061).


Lagt fram bréf dags. 27. október 2009, frá Þóroddi F. Þóroddssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum, þorskeldi Álfsfells ehf. fyrir allt að 900 tonnum á ári skuli háð mati á umhverfisáhrifum.


Umhverfisnefnd telur með tilliti til 3. viðauka laga 106/2000 og skýrslu frá Náttúrustofu Vestfjarða um Þorskeldi Álfsfells í Skutulsfirði síðan í október 2009, að aukningin á þorskeldinu sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

4. Tjaldstæði Tungudal. (2009-11-00xx).


Lögð fram drög að deiliskipulagi Tjaldsvæðis í Tungudal frá Teiknistofunni Eik.


Lagt fram til kynningar.

5. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2010. (2009-09-0021)


Farið yfir fjárhagsáætlun.


Umhverfisnefnd fór yfir stöðu mála í fjárfestingum fyrir árið 2010. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í eftirfarandi verkefni: snjóflóðavarnir undir Gleiðarhjalla 5 milljónir, göngustígur milli Hnífsdals og Ísafjarðar 30 milljónir, tjaldsvæðið í Tungudal 15 milljónir, þjónustumiðstöð 1,5 milljónir, vatnsveitan 6 milljónir, fráveitan 13 milljónir, malbikunarframkvæmdir 20 milljónir og Funi 150 milljónir. Umhverfisnefnd telur mikilvægt að unnið verði áfram í landupplýsingakerfi Ísafjarðarbæjar og lagt verði í það verkefni 2,2 milljónir


Gísli Úlfarsson vék af fundi undir þessum lið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:06.

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Úlfarsson.  


Björn Davíðsson.


Sæmundur Þorvaldsson.  


Albertína Elíasdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?