Skipulags- og mannvirkjanefnd - 320. fundur - 28. október 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Rekstrarleyfi, veitingaleyfi ? Fisherman Hotel. (2009-10-0049)


Erindi dagsett 22. október 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Katja Gnlesmer f.h. Gviota ehf, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Fisherman Hótel Suðureyri, Aðalgötu 14-16, Suðureyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Fisherman Hótel Suðureyri, Aðalgötu 14-16, Suðureyri.2. Hlíðarvegur 33 og 35, Ísafirði - fyrirspurn. (2009-10-0028)


Lagt fram bréf dags. 30. september 2009, frá Sigrúnu Þ. Ágústsdóttur og Árna Steini Sveinssyni, þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á hugmynd íbúa hússins um að hækka þak hússins sem næmi einni hæð.


Umhverfisnefnd getur ekki tekið afstöðu til málsins þar sem engar teikningar eða myndir fylgja erindinu sem gætu sýnt hugsanlega stækkun.3. Sætún 10 ? 12, Suðureyri - byggingarleyfi. (2009-10-0050).


Lagt fram bréf dags. 16. október 2009, frá Verkís hf. fh. Hlöðku ehf., þar sem óskað er eftir breytingum á húseigninni Sætún 10-12, Suðureyri, samkvæmt meðfylgjandi bréfi og teikningum frá Verkís hf. Ósk um breytingar á húseign eru í 7 liðum.


Umhverfisnefnd samþykkir liði 1, 3, 5, 6 og 7 en hafnar liðum 2 og 4 með vísan í greinar 137 (meginmarkmið brunavarna bygginga), 158 (flótti úr eldsvoða) og 205 (flóttaleiðir) í byggingarreglugerð nr.441/1998.4. Höfn Hornvík - byggingarleyfi. (2009-07-0028).


Lagt fram bréf dags. 21. október sl. frá Hjalta J. Guðmundssyni og Gylfa Ástbjartssyni, sviðstjórum hjá Umhverfisstofnun, þar sem undirritaðir fh. Umhverfisstofnunar sækja um leyfi fyrir þjónustuhús í Hornvík á Hornströndum samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að afla upplýsinga um feril málsins.5. Grenndargámar. (2009-10-0048).


Lagt fram bréf dags. 19. október. sl. frá Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir leyfi til að staðsetja grenndargám við bílastæði á milli verslunarmiðstöðvarinnar Neista og Hafnarstrætis 19. Nákvæm staðsetning er sýnd á teikningu.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.6. Endurskoðun jarða- og ábúðarlaga - umsagnarbeiðni. (2009-10-0032)


Lagt fram erindi dags. 8. október sl. frá Sigurði Þráinssyni og Arnóri Snæbjörnssyni hjá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem bent er á að settur hefur verið á fót vinnuhópur um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga. Með erindi þessu er óskað eftir því að athugasemdir vegna laganna verði sendar inn í síðasta lagi fyrir 1. nóv. nk.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lögin.7. Jarðgöng Bolungarvík - Hnífsdalur. (2007-02-0142)


Tekið fyrir að nýju bréf dags. 20. apríl. sl. frá Guðmundi Páli Óskarssyni þar sem óskað er eftir svari vegna tveggja spurninga vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 - 2009. Umhverfisnefnd hefur áður vísað erindinu til fundar með aðilum málsins.


Einu teikningarnar sem lágu fyrir við samþykkt aðalskipulagsins voru frá Teiknistofunni Eik.


Aðalskipulag sýnir landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í samfélaginu á minnst 12 ára tímabili. Því er ekki mögulegt að sýna nákvæma staðsetningu einstakra vega.8. Leiga Tunguár í Skutulsfirð. (2009-10-0041)


Lagt fram bréf dags. 9. október sl. frá Hallvarði Aspelund, Steingrími Einarssyni og Barða Önundarsyni, öllum búsettum á Ísafirði, þar sem þeir óska eftir að fá Tunguá í Skutulsfirði til leigu í 15 ár, í þeim tilgangi að kanna hvort hægt sé að rækta lax í ánni.


Bæjarráð tók bréfið fyrir á fundi 19. október sl. sem vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.


Svanlaug Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd leggur til að erindinu verði hafnað. Með vísan í svar við fyrirspurn sem send var Náttúrustofu Vestfjarða um uppbyggingu laxfiskastofna í Langá í Engidal og Tunguá í Tungudal í Skutulsfirði í maí 2007.


Þar segir: ?Í flestum ám á norðanverðum Vestfjörðum er fyrst og fremst bleikjuveiði þó


það veiðist nokkrir laxar á ári; mismargir eftir árum. Langá í Engidal og Tunguá í Tungudal eru í þessum hópi og því eðlilegast ef á að byggja upp náttúrulega stofna laxfiska að huga að leiðum til að hlúa að bleikjustofnunum.


Þess má geta að í rannsókn Dr. Eric Verspoor (Conservation and Restoration Group, FRS Freshwater Laboratory) hafa bleikjustofnar á þessu svæði sérstöðu miðað við aðra stofna.?9. Vegtenging við Leiti í Hnífsdal. (2009-10-0057)


Lagt fram bréf dags. 23. október sl. frá Árna Traustasyni hjá Verkís hf. fh. Vegagerðarinnar, þar sem spurst er fyrir hvort umhverfisnefnd leyfi nýja tengingu að geymsluhúsinu að Leiti í Hnífsdal samkv. teikningu frá Verkís hf..


Umhverfisnefnd hafnar erindinu.10. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2010. (2009-09-0021)


Farið yfir drög að fjárhagsáætlun.


Erindi frestað til næsta fundar.11. Steypustöðin Sandar í Dýrafirði ? byggingarleyfi. (2009-06-0053)


Lagt fram bréf dags. 15. október sl. frá Pálmari Kristmundssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka lóð, girða lóð með hefðbundinni fjárgirðingu, klæða núverandi þjónustuhús að utan og byggja nýtt tæknirými samkvæmt teikningum PK - arkitekta.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.12. Önnur mál.


 Bréf bæjarstjóra. ? Bréf svæðisstjóra Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar, breyting á Djúpvegi 61.   (2009-02-0093)Á fundi bæjarráðs 22. júní sl. var lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 19. júní sl., ásamt bréfi Magnúsar V. Jóhannssonar, svæðisstjóra Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar, dagsett 26. maí sl.  Bæði bréfin fjalla um hugsanlegar breytingar á Djúpvegi 61 og legu hans um Sólgötu á Ísafirði, sem og tillögu um legu Djúpvegar um Þumlungsgötu og meðfram kirkjugarðinum á Ísafirði.  Bréfi svæðisstjóra Vegagerðarinnar fylgja tvær útfærslur á loftmynd af legu vegarins um Sólgötu á Ísafirði. Bæjarráð tekur ekki undir tillögur svæðisstjóra Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar, en vísar málinu í heild sinni til umhverfisnefndar til frekari skoðunar.


Erindið kynnt. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.  (2006-03-0038)


Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 22. október sl. var Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 samþykkt.


Formaður umhverfisnefndar mun ræða við bæjarstjóra um kynningu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:12.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Sæmundur Þorvaldsson.  


Albertína Elíasdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. 


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?