Skipulags- og mannvirkjanefnd - 317. fundur - 9. september 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Benedikt Bjarnason, Geir Sigurðsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Faktorshúsið Neðstakaupstað. ? Skjöldur á hús. (2009-07-0011)


Lagt fram bréf dags. 14. ágúst sl. frá Nikulási Úlfari Mássyni, forstöðumanni hjá Húsafriðunarnefnd, þar sem svarað er erindi byggingarfulltrúa í bréfi frá 27. júlí sl. vegna umsagnar um beiðni Jónu Símoníu Bjarnadóttur um að setja skjöld danska konsúlembættisins á Faktorshúsið í Neðstakaupstað.  Húsafriðunarnefnd gerði ekki athugasemd við erindið.                                                                               


Umhverfisnefnd samþykkir erindi Jónu Símoníu Bjarnadóttir,  sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar 15. júlí sl.



2. Rekstrarleyfi, gistiheimili. ? Læknishúsið á Hesteyri. (2009-09-0008)


Erindi dagsett 1. september 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Birnu H. Pálsdóttur, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Læknishúsið á Hesteyri.                                                            


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Læknishúsið á Hesteyri.



3. Heimabær II, Hesteyri. (2009-07-0034).


Lagt fram bréf dags. 14. ágúst 2009, frá eigendum Heimabæjar II á Hesteyri, þar sem skýrt er frá framkvæmdum við húsið. Erindið er komið til vegna bréfs frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 24. júlí sl., þar sem farið var fram á skýringar á framkvæmdum við húsið Heimabæ II.                                                                                       


Umhverfisnefnd óskar eftir áliti bæjarlögmanns á málinu.



4. Plan og dæla við N1 þjónustumiðstöð við Hafnarstræti, Ísafirði. (2009-08-0039).


Erindi dagsett 26. ágúst 2009, frá Guðlaugi Pálssyni fh. N1 hf., þar sem óskað er eftir leyfi til að steypa nýtt plan og setja niður trukkadælu fyrir stærri bíla við þjónustumiðstöð N1 við Hafnarstræti á Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Fasteignafélaginu Umtak.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



5. Vallargata 1, Þingeyri. (2006-07-0008).


Á fundi bæjarráðs 31. ágúst sl. var lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri dagsett 17. ágúst sl., um niðurstöðu af stjórnarfundi er varðar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar um álit samtakanna hvað varðar staðsetningu húss Gramsverslunar á Þingeyri, eða gamla kaupfélagshúsið.  Niðurstaðan var sú að best væri að húsið stæði kyrrt á þeim stað, sem það stendur nú.  Rökstuðningur varðandið niðurstöðu stjórnar kemur fram í bréfinu.


Bæjarráð vísaði bréfi Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.


Erindinu er vísað í deiliskipulagsvinnu af svæðinu.



6. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. (2006-03-0038)


Farið yfir drög að greinargerð vegna athugasemda við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 frá 316. fundi umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd boðar til fundar með bæjarstjórn, mánudaginn 14. september nk. kl. 20.00 í sal á 4. hæð Stjórnsýsluhúss, vegna greinargerðar um  athugasemdir  við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.



7. Önnur mál.


- Ránargata 10, Flateyri. (2009-06-0036). 


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.



- Könnun meðal íslenskra sveitarfélaga vegna tilskipunar um landupplýsingar. (2009-08-0028).


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:05.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Benedikt Bjarnason.


Geir Sigurðsson.


Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?