Skipulags- og mannvirkjanefnd - 316. fundur - 26. ágúst 2009

Mættir: Sigurður Mar Óskarsson, formaður, Björn Davíðsson, Benedikt Bjarnason, Albertína Elíasdóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. (2006-03-0038)


Auglýsenda- og athugasemdafresti vegna Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er lokið.  Athugasemdir bárust frá:


? Orkubú Vestfjarða.


? Kristjana Einarsdóttir.


? Oddur Þorbergur Hermannsson.


? Hermann Þorsteinsson.


? Þröstur Jóhannesson.


? Sólberg Jónsson.


? Sveinn D.K. Lyngmo.


? Guðmundur Óli. K. Lyngmo.


? Kristján Hilmar Lyngmo.


? Sigurður Hreinsson.


? Edward H. Finnsson og Jósef H. Vernharðsson.


? Landeigendafélag fyrrum Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.


Umhverfisnefnd tekur saman greinargerð til bæjarstjórnar þar sem afstaða nefndarinnar til athugasemdarinnar kemur fram.2. Deiliskipulag fyrir Breiðadalsvirkjun í Breiðadal. (2008-02-0077)


Auglýsenda- og athugasemdafresti vegna deiliskipulags fyrir Breiðadalsvirkjunar í Breiðadal, Önundarfirði, Ísafjarðarbæ er lokið, engin athugasemd barst og telst því deiliskipulagið samþykkt.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.3. Sumarbústaðarlóð í Dagverðardal. (2009-08-0018)


Lagt fram erindi dags. 12. ágúst 2009 frá Sigurði Hólm Jóhannssyni þar sem óskað er eftir lóð fyrir sumarhús í Dagverðardal.


Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til deiliskipulag liggur fyrir af svæðinu, byggt á nýju aðalskipulagi.4. Deiliskipulagsvinna á Þingeyri. (2006-07-0008)


Á 626. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 17. ágúst 2009 var fundargerð umhverfisnefndar frá 6. ágúst 2009 tekin fyrir.


Bæjarráð bókaði við áttunda lið fundargerðarinnar eftirfarandi samþykkt:


,,8. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um að hefja deiliskipulagsvinnu í miðbæ Þingeyrar."


Umhverfisnefnd felur tæknideild að hefja undirbúning að deiliskipulagi fyrir svæðið sem afmarkast af Vallargötu / Aðalstræti / Hafnarstræti og Brekkugötu.5. Sjávargæði ehf. ? umsögn um rekstrarleyfi til fiskeldis. (2009-06-0003).


Erindi Fiskistofu dags. 28. maí 2009 þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á rekstarleyfi fyrir Sjávargæði ehf. fyrir kræklingaeldi í Önundarfirði.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum um umfang framkvæmdarinnar.6. Göngur.


Umhverfisnefnd leggur til að smölun fari fram á þann veg að bændur og aðrir fjáreigendur smali eftir niðurröðun í sláturhúsi.


Fyrstu göngur fari fram í sveitarfélaginu helgina 26.?27. september n.k. og seinni göngur 10.-11. október.


Það eru tilmæli umhverfisverndar til bænda og annarra fjáreigenda, að þeir sleppi ekki fé í haga fyrr en eftir 12. október n.k.7. Gangna- og réttarstjórar 2009-08-0029.


Lagt er til að eftirtaldir verði gangna- og réttarstjórar í Ísafjarðarbæ.Í Skutulsfirði:Hraunsrétt: Hjálmar Sigurðsson.


Kirkjubólsrétt: Steingrímur Jónsson og Kristján Jónsson.


Arnardalsrétt: Halldór Matthíasson.Í Súgandafirði.


Keflavík að Seli: Svavar Birkisson.


Frá Seli að Sunddal: Karl Guðmundsson.


Sunddalur fyrir Sauðanes að Flateyri: Þorvaldur H. Þórðarson.Í Önundarfirði:


 


Svæði 1. Frá Flateyri að Breiðadalsá: Þorvaldur H. Þórðarson.


Svæði 2. Frá Breiðadalsá að Vífilsmýrum: Magnús H. Guðmundsson.


Svæði 3. Vífilsmýrar að Þórustöðum: Ásvaldur Magnússon.


Svæði 4. Þórustaðir að Ingjaldsandi: Jón Jens Kristjánsson og Guðmundur St. Björgmundsson.Í Dýrafirði, Mýrahreppi hinum forna:


Svæði 1. Ingjaldssandur: Elísabet Pétursdóttir.


Svæði 2. Frá Fjallaskaga um Ytri- Hlíðar, Nesdal og Barða: Elísabet Pétursdóttir.


Svæði 3. Frá Fjallaskaga að Alviðru: Hermann Drengsson.


Svæði 4. Alviðrufjall og Núpsdalur: Guðmundur Ásvaldsson og Bergsveinn Gíslason.


Svæði 5. Frá Hvassahrygg að Glórugili: Jón Skúlason og Karl A Bjarnason


Svæði 6. Frá Glórugili að Höfða: Hermann Drengsson og Steinþór A. Ólafsson.


Svæði 7. Höfði að Botnsá: Sighvatur Jón Þórarinsson og Guðmundur Steinþórsson.Í Dýrafirði, Þingeyrarhreppi hinum forna:


Svæði 1. Frá Botnsá að Þingeyri: Ómar Dýri Sigurðsson.


Svæði 2. Brekkudalur að Kirkjubólsdal: Guðrún Steinþórsdóttir.


Svæði 3. Kirkjubólsdalur að Hólum: Sigrún Guðmundsdóttir.


Svæði 4. Hólar að Lokinhömrum: Friðbert Jón Kristjánsson og Kristján Gunnarsson.Í Arnarfirði, Auðkúluhreppi hinum forna:


Svæði 1. Lokinhamradalur: Friðbert Jón Kristjánsson.


Svæði 2. Stapadalur og Álftamýri: Guðmundur G. Guðmundsson. 


Svæði 3. Bauluhús að Hjallkárseyri: Hreinn Þórðarson.


Svæði 4. Hjallkárseyri að varnarg. á Mjólkárhl.: Steinar R. Jónasson.


Svæði 5. Frá Mjólkárhlíð að Laugabóli: Þorbjörn Pétursson.


Svæði 6. Laugaból og Hokinsdalur: Árni Erlingsson.


Húsráðendur þar sem aðkomufé er rekið til réttar eða húsa skulu tilkynna eigendum þess um það svo fljótt sem auðið er.8.  Önnur mál.


- Frágangur Orkubús Vestfjarða í Tungudal. 


Borist hefur munnlegt svar um fyrirhugaðan frágang. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að Orkubú Vestfjarða gangi frá borplani og frágangi á lagnaleið frá stöðvarhúsi að gangnamunna í Tungudal skv. fyrrnefndu svari.


- Framkvæmdir við hafnarmannvirki á Höfðaströnd (2003-07-0057).


Umhverfisnefnd óskar eftir greinargerð frá framkvæmdaraðila um framkvæmdina og stöðu hennar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:56.


Sigurður Mar Óskarsson, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.


Benedikt Bjarnason.


Magdalena Sigurðardóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?