Skipulags- og mannvirkjanefnd - 313. fundur - 22. júní 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Sundstræti 36, Ísafirði - umgengni. (2009-06-0021)


Erindi dagsett 2. júní 2009, frá Birgi Valdimarssyni og Gunnlaugi Jónssyni fh. Húsfélagsins Sundstræti 36, þar sem vakin er athygli umhverfisnefndar á mjög bágu ástandi húsanna Sundstræti 36, norðurendi og Sundstræti 45, sem áður var í eigu Norðurtangans hf., en er nú í eigu Byggðastofnunar.


Umhverfisnefnd þakkar bréfriturum fyrir þarfar ábendingar. Byggingarfulltrúa er falið að senda eigendum umræddra húsa bréf. Umhverfisnefnd hvetur íbúa Ísafjarðarbæjar til að fylgjast með sínu nánasta umhverfi m. t. t. slysahættu og fegrunar umhverfis.2. Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði - byggingarleyfi. (2009-06-0038)


Erindi dagsett 12. júní 2009, frá Kjartani Árnasyni, þar sem sótt er um leyfi til viðgerða á húsnæðinu að Hnífsdalsvegi 10, ásamt breytingu á aðkomu að húsi. Einnig er sótt um leyfi til að gera kalda geymslu samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda liggur fyrir samþykki Vegagerðarinnar á vegtengingunni.3. Steypustöðin, Söndum - byggingarleyfi. (2009-06-0053)


Erindi dagsett 26. maí 2009, frá Pálmari Kristmundssyni, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir yfirbyggingu yfir hluta af steypustöðinni að Söndum í Dýrafirði samkv. meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir að byggt verði yfir hluta af steypustöðinni  en vísar aðfinnslu við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 til athugasemda vegna skipulagsins.4. Sindragata 13 a, Ísafirði ? umsókn um lóð. (2009-02-0094)


Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. mars sl. þar sem þar sem sótt var um að breyta lóðarumsókn sem lögð var fram á fundi umhverfisnefndar 4. mars sl. Sótt var um lóðina Sindragata 13 a. Óskað er nú eftir að fá lóðina Sindragötu 15 þar sem sú lóð er stærri. Hafnarstjórn tók erindið til umsagnar á fundi sínum 6. maí sl. Hafnarstjórn gerði ekki athugasemd við innsent erindi og mælti með að lóðinni yrði úthlutað til Spýtunnar ehf.,  með þeim skilmálum er um slíka úthlutun gildir.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Spýtan ehf. fái umrædda lóð til úthlutunar með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutun falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.5. Rafveita á Þingeyri. (2009-06-0034)


Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. júní 2009, frá Halldóri V. Magnússyni framkvæmdastjóra rafveitusviðs Orkubús Vestfjarða, þar sem óskað er eftir því að fá að leggja háspennustreng í stað línu sem liggur meðfram þjóðvegi 60 í átt að Þingeyri og síðan ofan íbúðabyggðar við Brekkugötu samkv. meðfylgjandi teikningum frá Orkubúi Vestfjarða.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar Náttúrustofu Vestfjarða á erindinu.6. Árvallatún í Hnífsdal - ósk um afnot. (2009-06-0022)


Erindi dagsett 5. júní 2009, frá Rúnari Páli Hólm, umsjónarmanni unglingadeildar slysavarnafélags Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem sótt er um afnot af Árvallatúni í Hnífsdal, dagana 15 ? 19. júlí nk., fyrir skipulagða hátíð unglingasveita slysavarnafélagsins Landsbjargar.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.7. Styrktarsjóður EBÍ. (2009-06-0002)


Erindi dagsett 28. maí 2009, frá Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, þar sem bent er á að komið er að úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ. En sjóðurinn var stofnaður árið 1996.


Lagt fram til kynningar.8. Sjókvíaeldi í Dýrafirði. (2009-04-0020)


Lagt fram bréf frá Sigmari Arnari Steingrímssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem lögð er fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu vegna sjókvíaeldis á regnbogasilungi og/eða laxi í Dýrafirði, Ísafjarðarbæ,. skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum. Erindið var  síðast á dagskrá 22. apríl sl.


Lagt fram til kynningar.9. Vegaskrá 2009. (2009-05-0003)


Lagt fram bréf, dags. 27. maí sl., frá  Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, þar sem kynnt er bókun sem gerð var á fundi SÍS 19. maí sl. vegna minnisblaðs sviðsstjóra lögfræðissviðs sem lagt var fram til kynningar á fundinum um fund um vegskrá með vegagerðinni og fulltrúum sambandsins.


Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd leggur til að Vegagerðin taki til athugunar að koma Álftamýrarveg á Vegaskrá. Sem og  veginum í botni Súgandafjarðar út í Selárdal.10. Náttúruverndaráætlun 2009 - 2013. (2009-06-0020)


Lagt fram bréf, dags. 5. júní sl., frá Hildi Evu Sigurðardóttur, nefndarritara umhverfisnefndar Alþingis, þar sem óskað er umsagnar tillagna til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009 ? 2013.


Umhverfisnefnd samþykkir þingsályktunina og telur að til greina komi að stækka umrætt svæði, þe. vestan  Kaldalóns og Geirólfsnúps.11. Eiturefni og hættuleg efni. 3.mál ? frumvarp til laga. (2009-06-0008).


Lagt fram bréf, dags. 27. maí sl., frá Hildi Evu Sigurðardóttur, nefndarritara umhverfisnefndar Alþingis, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um eiturefni og hættuleg efni, 3. mál, flúoreraðar gróðurhúsalofttegundir, EES-reglur.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.12. Meðhöndlun úrgangs. 4.mál ? frumvarp til laga. (2009-06-0009).


Lagt fram bréf, dags. 27. maí sl., frá Hildi Evu Sigurðardóttur, nefndarritara umhverfisnefndar Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 4. mál, flutningur úrgangs milli landa, EES-reglur.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.13. Deiliskipulag í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis. (2004-02-0154).


Lagt fram deiliskipulag vegna hlíða Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði ásamt umhverfisskýrslu sem unnin var af Arkiteó, 7. apríl 2009.


Auglýsinga- og athugasemdafrestur er liðinn. Engin athugasemd barst. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.14. Önnur mál.


-Skjaldabreiða í Fljótavík ? viðbygging. (2009-06-0040)Lagt fram bréf dags. 19. júní sl. frá Halldóri Antonssyni fh. eigenda sumarhússins, þar sem sótt er um stækkun á sumarhúsinu Skjaldabreiða samkv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Með umsókn fylgir undirritað samþykki allra eigenda hússins.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.


-Lögð fram drög af reglum um útimarkaði og sölutjöld hjá Ísafjarðarbæ.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:35.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Gísli Úlfarsson.


Björn Davíðsson.


Jóna Símonía Bjarnadóttir,


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?