Skipulags- og mannvirkjanefnd - 309. fundur - 4. mars 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson mætti ekki á fundinn vegna ófærðar og enginn mætti í hans stað.



1. Sindragata 13A, Ísafirði ? umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði. (2009-02-0094)


Lagt fram bréf, dags. 20. febrúar sl., frá  Magnúsi H. Jónssyni f.h. Spýtunnar ehf, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina Sindragata 13A, Ísafirði, fyrir atvinnuhúsnæði.


Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar á erindinu.



2. Sólgata 6, Ísafirði ? umsókn um lóð fyrir íbúðarhús. (2009-02-0093)


Lagt fram bréf, dags. 20. febrúar sl., frá  Magnúsi H. Jónssyni f.h. Spýtunnar ehf, þar sem sótt er um lóðina Sólgata 6, Ísafirði, fyrir íbúðarhús.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn Spýtunnar verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutun falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



3. Sútarabúðir 1, Grunnavík ? umsókn um endurbyggingu. (2009-02-0013)


Lagt fram bréf, dags. 7. janúar sl., frá  Inga Dóra Einarssyni, Árseli 1, Kópavogi, þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja íbúðarhúsið að Sútarabúðum 1, Grunnavík.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar Umhverfisstofnunar á erindinu.



4. Sindragata 4a, Ísafirði ? umsókn um lóð undir íbúðarhús. (2009-03-0014)


Lagt fram tölvubréf, dags. 5. febrúar sl., frá Hermanni Þorsteinssyni f.h. Vestfirskra Verktaka, þar sem sótt er um lóðina Sindragötu 4a, Ísafirði, fyrir íbúðarhús.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið þar sem umrædd lóð er deiliskipulögð fyrir íbúðarhúsnæði, en bendir á að annar aðili hefur byggingarrétt á lóðinni.



5. Bryggjugerð við Sólbakkalón, Flateyri. (2009-02-0065)


Lagt fram bréf, dags. 17. febrúar sl., frá Úlfari Önundarsyni, Flateyri, varðandi aðkomu og bryggjugerð við Sólbakkalón.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið en bendir á að í nágrenni svæðisins eru menningarminjar og óskar nefndin eftir að samráð verði haft við tæknideild Ísafjarðarbæjar áður en framkvæmdir hefjast.



6. Samhugur í verki ? ráðstöfun fjár. (2006-03-0084)


Lagt fram bréf, dags. í janúar sl., frá stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar, þar sem lögð er fram samantekt frá fundi samtakana frá því 7. janúar sl. Erindið var sent á bæjarstjóra sem áframsendi erindið til umhverfisnefndar.


Lagt fram til kynningar.



7. Stofnun lögbýlis í Jökulfjörðum. (2006-04-0054)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 2. febrúar s.l., var lagt fram bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 26. janúar s.l., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 5. desember 2008, er varðar stofnun tveggja lögbýla í Jökulfjörðum. Bæjarráð vísaði erindinu til kynningar í umhverfisnefnd.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún óski eftir nánari skýringum ráðuneytisins á hvað lá til grundvallar þegar er ráðuneytið taldi skilyrði til stofnunar lögbýlis uppfyllt sbr. 2. m.gr. III liðar í bréfi frá 26. janúar 2009.


 


8. Megináherslur í úrgangsmálum. (2009-01-0082)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 9. febrúar s.l., var lagt fram bréf  bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 27. janúar sl., þar sem fjallað er um ný drög að megináherslum sambandsins í úrgangsmálum samanber 24. tölulið 758. fundargerðar stjórnar frá 12. desember 2008, þar sem drögin voru staðfest.  Áherslurnar fylgja bréfinu.


Bæjarráð vísaði erindinu til starfshóps um endurskoðun sorpmála, sem og til umhverfisnefndar.  


Umhverfisnefnd vísar erindinu í starfshóp um endurskoðun sorpmála.



9. Gatnagerð á Suðureyri. ? Höfðastígur 1. áfangi. (2009-02-0067)


Lagt fram bréf, dags. 20. febrúar sl., frá sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út verkið ?Gatnagerð á Suðureyri, Höfðastígur 1. áfangi.? á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að verkið verði boðið út enda er ætlað til þess fjármagn í fjárhagsáætlun 2009.



10. Miðtún 29, Ísafirði ? Grenndarkynning. (2009-03-0008)


Lögð fram drög að grenndarkynningu, dags. 20. febrúar 2009, frá Lúther Ólasyni byggingarfræðing, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja bílskúr við húseignina að Miðtúni 29, Ísafirði.


Umhverfisnefnd samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu og íbúum við Sætún 7 og 9, Miðtún 27 og 31 og Seljalandsveg 75 og 77 verði kynnt erindið.



11. Aðalstræti 35, Ísafirði ? breyting á þaki. (2009-02-0095)


Lagt fram bréf dags. 25. febrúar 2009, frá Þórði J. Skúlasyni f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. og Oddfellowhússins þar sem óskað er eftir leyfi til að setja nýtt þak ofan á steypt þök spennistöðvar OV. við Aðalstræti 35, Ísafirði og tengda viðbyggingu tilheyrandi Oddfellowhúsinu.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



12. Ábendingar Yrkjusjóðs. (2008-12-0013). 


Umhverfisnefnd vísaði erindinu til umhverfisfulltrúa á 306. fundi nefndarinnar 14. janúar sl.  Umhverfisfulltrúi hefur unnið drög af kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari kostnaðaráætlun.



13. Önnur mál.


1.Lagt fram bréf byggingarfulltrúa þar sem óskað er skýringa á framkvæmd við Suðurtanga 2, Ísafirði.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:45.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda og rekstrarsviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?