Skipulags- og mannvirkjanefnd - 304. fundur - 26. nóvember 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason,  Björn Davíðsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi,  Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Selaból, Önundarfirði. - Byggingarleyfi. (2006-05-0107)


Lagt fram bréf, dagsett 21. nóvember sl. frá Peter Weiss, Ísafirði, þar sem óskað er eftir byggingarleyfi  fyrir íbúðarhús í landi Selabóls í Önundarfirði, samkv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.2. Brekkugata 5, Þingeyri.  - Breytingar. (2008-10-0001)


Lagt fram bréf dagsett 13. nóvember sl. frá Húsafriðunarnefnd, þar sem Húsafriðunarnefnd svarar umsögn vegna stækkunar á anddyri og gluggum á íbúðarhúsinu Brekkugata 5, Þingeyri. Húsafriðunarnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu á húsinu en mælist til þess að gluggar og frágangur utanhúss verði gerður í samræmi við aldur og gerð hússins.


Með vísan í álit Húsafriðunarnefndar samþykkir umhverfisnefnd erindi húseigenda,  sem lagt var fram á fundi umhverfisnefndar 8. október sl.3. Brekkugata 5, Þingeyri.  ? Staðsetning í skipulagi. (2008-10-0001)


Lagt fram bréf dagsett 13. nóvember sl. frá Birni Jóhannessyni hrl. f.h. eigenda íbúðarhússins að Brekkugötu 5 á Þingeyri, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort skipulagsástæður standi að einhverju leiti í vegi fyrir því að húsið Brekkugata 5 sé endurbyggt á nákvæmlega sama stað og það er nú.


Umhverfisnefnd  telur núverandi staðsetningu hússins í samræmi við skipulag.4. Salthúsið, Þingeyri. (2008-11-0053)


Lagt fram bréf dagsett 21. nóvember sl. frá Jóhanni Bæring Gunnarssyni, umsjónarmanni eigna Ísafjarðarbæjar, þar sem sótt er um leyfi til að reisa gamla Salthúsið á Þingeyri í sinni upprunalegu mynd samkv. teikningum frá teiknistofunni Gullinsnið ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir endurbyggingu hússins á upprunalegum stað. Verkið er unnið með tilstyrk húsafriðunarnefndar.

Björn Davíðsson mætti á fundinn undir lið 5.5. Fulltrúi Ísafjarðarbæjar í Framkvæmdasjóði Skrúðs. (2008-11-0021)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 17. nóvember s.l., var lagt fram bréf frá stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði dagsett í nóvember 2008, þar sem m.a. er óskað eftir tilnefningu fulltrúa frá Ísafjarðarbæ í stjórn sjóðsins í stað Gunnars Reynis Bæringssonar, sem nýlega féll frá.   Þann 7. ágúst 2009 eru liðin 100 ár frá því að garðurinn var vígður og gefið nafn.  Í því tilefni eru fyrirhugaðar töluverðar framkvæmdir í nánasta umhverfi Skrúðs og gert ráð fyrir að þeim framkvæmdum verði lokið fyrir afmælið.


Bæjarráð óskar eftir tillögu frá umhverfisnefnd um fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs.


Umhverfisnefnd  tilnefnir Ragnheiði Davíðsdóttur sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í Framkvæmdasjóð Skrúðs.6. Jarðstrengur á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. (2008-05-0084)


Lagt fram bréf dagsett 13. nóvember sl. frá Skipulagsstofnun, þar sem tilkynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu ofnagreindrar framkvæmdar. Niðurstaða stofnunarinnar er sú að framkvæmdirnar skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.


Lagt fram til kynningar.7. Snjóflóðavarnir ofan Holtahverfis í Ísafjarðarbæ. (2004-02-0154)


Lögð fram frummatsskýrsla vegna snjóflóðavarna ofan Holtahverfis í Ísafjarðarbæ. Skýrslan er unnin af Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. í september 2008


Frummatsskýrslan lögð fram til kynningar. Umhverfisnefnd boðar til opins borgarafundar, 8. des nk. kl. 18.00 í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði 4. hæð.8. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)


Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 20. nóvember s.l., undir 6. lið 303. fundargerðar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var svohljóðandi tillaga samþykkt.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að senda aðalskipulagstillöguna til umsagnar hagsmunaaðila sbr. grein 3.2 skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 og 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Þá samþykkir bæjarstjórn, að almennir fundir með íbúum sveitarfélagsins verði haldnir á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.?


Umhverfisnefnd boðar til almennra borgarafunda, 20. janúar 2009  kl. 18.00 á Suðureyri og  kl.  20.00 á Flateyri.  21. janúar 2009 kl. 18.00 á Þingeyri og á Ísafirði 22. janúar 2009 kl. 18.00.9. Hæðsti Hvammur, Dýrafirði. - Deiliskipulag.  (2008-07-0024)


Lagt fram bréf dagsett 19. nóvember sl. frá Pálmari Kristmundssyni, arkítekt, þar sem bréfritari óskar eftir að umhverfisnefnd  taki til afgreiðslu deiliskipulagstillögu fyrir hluta af landi Hæðsta ? Hvamms í Dýrafirði.


Umhverfisnefnd óskar heimildar umhverfisráðherra til auglýsingar á  grundvelli 2. tl. Skipulags og byggingarlaga nr 73/1997.10. Geirmundarstaðir í Fljótavík - deiliskipulag. (2007-04-0010)


Lagt fram bréf dagsett 19. nóvember sl. frá Dýrleifu Kristjánsdóttur hdl., hjá LEX Lögmannsstofu, þar sem meðfylgjndi er, til upplýsingar fyrir umhverfisnefnd, afrit af bréfi Sýslumannsins á Ísafirði dagsett 14. nóvember s.l., er varðar þinglýsingar á jörðinni Geirmundarstöðum í Fljótavík.  Jafnframt fylgir  þinglýsingarvottorð vegna Geirmundarstaða útgefið 14. nóvember s.l.


 Lagt fram til kynningar11. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


- Lögð fram til kynningar skissa af frístundahúsi Atlastaða í Fljótavík.12. Önnur mál.


- Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, benti á vöntun á að lokaúttektir, vegna breytinga á húsnæði, fari fram. Málin voru rædd.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:35.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Benedikt Bjarnason.


Björn Davíðsson.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?