Skipulags- og mannvirkjanefnd - 303. fundur - 11. nóvember 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Magdalena Sigurðardóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi,  Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Sindragata 12c - fyrirspurn. (2008-10-0074)


Lögð fram fyrirspurn, dagsett 31. október sl. frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. Brúarfoss ehf, þar sem óskað er álits nefndarinnar á fyrirhugaðri byggingu opins skýlis til bráðabirgða við suðaustur hlið húseignarinnar að Sindragötu 12c samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að erindið þarf að fara í grenndarkynningu.2. Flateyri - upplýsingapóstar. (2008-10-0063)


Lagt fram bréf dagsett 23. október sl. frá Jóni Svanberg Hjartarsyni, verkefnastjóra, fh. Hús & Fólk þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir sextán skiltastaurum á jafn mörgum stöðum á Flateyri.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Útfærsla og uppsetning skal unnin í samráði við tæknideild.3. Kirkjugarðurinn á Réttholti í Engidal og Eyrarkirkjugarður. (2008-10-0032)


Lagt fram bréf dagsett 8. október sl. frá Helgu Friðriksdóttur, sóknarnefndarformanni Kirkjugarða Ísafjarðar, þar sem Stjórn kirkjugarða Ísafjarðar óskar eftir því að sveitarfélagið leggi kirkjugarðinum í Réttarholti í Engidal til hæfilegan ofaníburð fyrir tvær nýjar götur í kirkjugarðinum og aðstoði við að leggja þær.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunar árið 2009.4. Golfvöllurinn í Tungudal. (2008-10-0048)


Lagt fram bréf dagsett 16. október sl. frá Tryggva Sigtryggssyni formanni GÍ, þar sem Golfklúbbur Ísafjarðar fer þess á leit við Ísafjarðarbæ að lagfært verði rof undir brú sem er yfir Tunguá að æfingarsvæði golfklúbbsins. Einnig er óskað eftir því að skurður fyrir ofan 9. braut verði dýpkaður til að þurrka upp bleytusvæði sem myndast hefur á brautinni.


Tæknideild er falið að gera viðeigandi ráðstafanir til að verja brúna en vísar erindinu að öðru leiti til fjárhagsáætlunar árið 2009.5. Geirmundarstaðir Fljótavík -  Deiliskipulag. (2007-04-0010)


Lagt fram álit dags. 7. nóvember frá Andra Árnasyni hjá Juris vegna athugasemda um eignarhald á Geirmundarstöðum í Fljótavík. Erindið var síðast á dagskrá 19. september sl. og var óskað álits bæjarlögmanns á málinu.


Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd hefur farið yfir þær athugasemdir er bárust frá Finneyju Anítu Finnbogadóttur og Guðjóni Finndal Finnbogasyni, tveggja eigenda Atlastaða, sem og frá Stefáni Braga Bjarnasyni, f.h. eigenda Geirmundarstaða, og varða deiliskipulagstillögu á jörðinni Geirmundarstaðir.  Af athugasemdunum má ráða að ekki er ágreiningur um efni tillögunnar sem slíkrar heldur lúta þær að tilgreiningu eignarhalds á jörðinni.  Það hvernig eignarhald er tilgreint í þinglýsingabókum er umdeilt.  Sá ágreiningur á ekki heima hjá skipulagsyfirvöldum og er athugasemdum þar að lútandi því hafnað.  Með sömu rökum verður að hafna kröfu þess efnis að dregin verði tilgreind landamerki á deiliskipulagsuppdrátt. Ekki er talið nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna þessa enda komu þeir aðilar, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, að athugasemdum við tillöguna.


Það athugast að í umræddri deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir á uppdrætti að byggingarreitur sé 500 m2 eða 20x25 m.  Í greinargerð segir að um sé að ræða lóðir ?sem jafnframt eru byggingareitir?.  Lóðarstærð er hins vegar óbreytt eða 1000 m2.  Skal þetta áréttað í skipulagstillögu.


Með vísan í álit bæjarlögmanns þá leggur umhverfisnefnd til við bæjarsjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.6. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)


Farið yfir stöðu Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.


Rætt var hvað eftir væri í skipulagsvinnunni og hvert skipulagsferlið væri á næstunni.


Umhverfisnefnd vísar tillögum að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 til meðferðar í bæjarstjón samkvæmt Skipulags og byggingarlögum nr. 73/19977. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


- Aðalstræti 37. ? Endurbygging verslunarhúsnæðis í hæðstakaupstað.8. Önnur mál.


- Varaslökkviliðsstjóri benti á að breytingar hafa orðið á Vestrahúsinu á fyrstu hæð næst Neðstakaupstað. Teikningar vegna þess hafa ekki borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa er falið að óska eftir teikningum vegna breytinganna.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:20.

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Magdalena Sigurðardóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Sæmundur Þorvaldsson


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?