Skipulags- og mannvirkjanefnd - 301. fundur - 22. október 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Umsókn um flutning húsa og byggingarleyfi á Suðureyri. (2008-10-0028)


Lagt fram bréf dagsett 8. október sl. frá Elíasi Guðmundssyni fh. Hvíldarkletts á Suðureyri, þar sem sótt er um byggingarleyfi og flutning á þremur sumarhúsum að Höfðastíg 1 ? 3, Suðureyri,  samkvæmt teikningum frá Pro-Ark teiknistofu.


Umhverfisnefnd samþykkir flutning og byggingarleyfi á húsunum með þeim fyrirvara, að fjárveiting komi frá Ísafjarðarbæ til gatnagerðar.  Áætluð gatnagerðargjöld nema allt að einum þriðja hluta af framkvæmdakostnaði við gatnagerð.



2. Bakkavegur 14, Hnífsdal. - Fyrirspurn. (2008-10-0044)


Lögð fram fyrirspurn, dagsett 16. október sl. frá Lindu Jónsdóttur, Hnífsdal, þar sem óskað er álits nefndarinnar á fyrirhugaðri svalalokun á húsinu að Bakkavegi 14, Hnífsdal.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirhugaða svalalokun.



3. Flugstöð, Ísafjarðarflugvelli. - Rekstrarleyfi. (2008-10-0047)


Erindi dagsett 14. október sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Lindu Jónsdóttur, um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina ,,Flugstöð? á  Ísafjarðarflugvelli.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðina Flugstöð, Ísafjarðarflugvelli.



4. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. ? Tillaga að matsáætlun. (2008-04-0013)


Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd telur framlagða matsáætlun fullnægjandi. Ísafjarðarbær er að ljúka við gerð aðalskipulags,  sem tekur mið af jarðgöngum á þessum stað. Ísafjarðarbær mun þurfa að veita framkvæmdaleyfi, stöðuleyfi fyrir vinnubúðum og hugsanlega þarf að veita byggingarleyfi fyrir stærri byggingum,  sem byggðar  eru vegna framkvæmdarinnar.



5. 53. Fjórðungsþing Vestfirðinga. (2008-03-0060)


Lögð fram skýrsla samgöngunefndar Fjórðungssambandsins ,,Stefnumótun í samgöngumálum á Vestfjörðum?, sem samþykkt var á 53. Fjórðungsþingi Vestfirðinga, með ályktunum og umfjöllunarefnum þingsins, er haldið var 5. og 6. september s.l., á Reykhólum.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til aðalskipulagsgerðar Ísafjarðarbæjar 2008-2020.



6. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)


Farið yfir stöðu Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.


Umhverfisnefnd óskar eftir fundi við bæjarstjórn,  þar sem farið verður yfir Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020,  fimmtudaginn 30. október nk. kl. 16:00.



7. Blaðakassar fyrir Fréttablaðið. (2008-08-0006)


Tekið fyrir að nýju erindi Pósthússins sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar, um uppsetningu blaðakassa fyrir Fréttablaðið.  Fyrir liggur neikvæð umsögn Orkubús Vestfjarða á erindinu.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu.



8.Önnur mál.


Lögð fram til kynningar dagskrá málþings, um mat á umhverfisáhrifum á vegum Skipulagsstofnunar, sem haldið verður í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík, föstudaginn 24. október n.k. kl. 13.00 ? 16.30.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:40.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Benedikt Bjarnason.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?