Skipulags- og mannvirkjanefnd - 294. fundur - 9. júlí 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.1. Geirmundarstaðir, Fljótavík. (2007-04-0010)


Lögð fram fyrirspurn, dags. 22. júní sl. þar sem Ásmundur Guðnason leitar álits umhverfisnefndar á útliti þess sem ætlað er að byggja að Geirmundarstöðum í Fljótavík. Meðfylgjandi er riss af hugmyndum um húsagerð.


Umhverfisnefnd hefur leitað umsagnar Hornstrandanefndar og er beðið svara frá þeim, að öðru leiti þá telur umhverfisnefnd að þessi húsagerð samræmist hugmyndum nefndarinnar.2. Hafnarstræti 20 og Mánagata 2 - niðurrif. (2008-05-0013)


Lagt fram bréf, dags. 19. júní sl, frá Nikulási Úlfari Mássyni forstöðumanni  Húsafriðunarnefndar, þar sem gefið er álit Húsafriðunarnefndar á niðurrifi á húseignunum Hafnarstræti 20 og Mánagötu 2, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.3. Gistiheimilið Silfurgötu 12, Ísafirði - rekstrarleyfi. (2008-07-0011)


Erindi dags. 10. júní s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Árna Þ. Árnasonar f.h. Massa þrif ehf.  um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Gistiheimilið Silfurgötu 12.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðina Gistiheimilið Silfurgötu 12.4. Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði. (2008-06-0065)


Lagt fram bréf, dags. 24. júní sl. þar sem Sæmundur Kr. Þorvaldsson framkvæmdastjóri Skjólskóga á Vestfjörðum leggur fram afrit af samningi um 192 ha skógrækt á jörðunum Klukkulandi og Hólakoti í Dýrafirði. Um er að ræða samning á milli Skjólskóga á Vestfjörðum og Trjáa ehf.


Lagt fram til kynningar.5. Ársskýrsla Brunamálastofnunar. (2008-07-0003)


Lagt fram bréf, dags. 30. júní sl. frá  Dr. Birni Karlssyni brunamálastjóra, þar sem lögð er fram ársskýrsla Brunamálastofnunar fyrir starfsárið 2007.


Lagt fram til kynningar.6. Stæði fyrir almenningsvagna. (2008-06-0007)


Erindi frestað á fundi umhverfisnefndar 11. júní sl.


Byggingarfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.7. Deiliskipulag einstakra lóða. (2008-07-0012)


Lagt fram bréf, dags. 3. júlí sl., frá Skipulagsstofnun, þar sem stofnunin vekur athygli sveitarstjórna á að samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er óheimilt að vinna deiliskipulag fyrir einstakar lóðir.


Lagt fram til kynningar.8. Fjarskiptamastur á Tjaldanesi í Arnarfirði. (2008-05-0072)


Lagt fram bréf, dags 3. júlí frá Skipulagsstofnun, þar sem greint er frá að Skipulagsstofnun geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn veiti leyfi fyrir fjarskiptamastri á Tjaldanesi í Arnarfirði.


Umhverfisnefnd samþykkir erindi Mílu ehf. um leyfi fyrir fjarskiptamastri á Tjaldanesi í Arnarfirði9. Edinborgarhús ehf, Ísafirði - rekstrarleyfi. (2008-07-0014)


Erindi dags. 7. júlí s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Smára Karlssonar f.h. Edinborgarhússins ehf.  um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðvarnar Edinborgarsalur, Bryggjusalur og Rögnvaldarsalur Aðalstræti 7, Ísafirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir ofangreindar starfsstöðvar Edinborgarhússins ehf. Aðalstræti 7, Ísafirði10. Heimabær Arnardal, Ísafirði - rekstrarleyfi. (2008-07-0015)


Erindi dags. 7. júlí s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Önnu S. Ólafsdóttur f.h. Gautshamars ehf.  um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Heimabær Arnardal, fjós.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðina Heimabær Arnardal, fjós.11. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?