Skipulags- og mannvirkjanefnd - 293. fundur - 30. júní 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.1. Aðalstræti 11, Ísafirði. (2008-04-0115)


Lagðar fram teiknigar af Aðalstræti 11, Ísafirði frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. Á fundi umhverfisnefndar 14. maí sl. var lagt fram bréf frá Úlfi Þór Úlfarssyni þar sem hann óskaði eftir leyfi til að breyta húsnæðinu að Aðalstræti 11, Ísafirði í samræmi við meðfylgjandi teikningu.


Umhverfisnefnd leitar umsagnar húsafriðunarnefndar á erindinu.2. Geymsluhús á flugvallarsvæðinu, Þingeyri. (2008-05-0064)


Lögð fram meðmæli Skipulagsstofnununar, dags. 13. júní 2008. vegna erindis frá VST-Rafteikningu hf. fh. Flugstoða, sem lagt var fram á fundi  umhverfisnefndar 28. maí sl. vegna byggingar á geymsluhúsi á flugvallarsvæðinu á Þingeyri.


Lagt fram til kynningar.3. Hafnarstræti 11, Félagsbær Flateyri - rekstrarleyfi. (2008-07-0008)


Erindi dags. 10. júní s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Gísla H. Halldórssonar f.h. Félags- og menningarmiðstöðvar Flateyrar um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Hafnarstræti 11, Flateyri (Félagsbær).


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðina Hafnarstræti 11, Flateyri (Félagsbær).4. Tunguskógur 47 ? stækkun húss. (2007-08-0081)


Á fundi umhverfisnefndar 23. apríl sl. var tekið fyrir erindi, þar sem sótt er um leyfi til að stækka sumarhús nr. 47 í Tunguskógi samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. 8. ágúst 2007. Umhverfisnefnd óskaði samþykkis eigenda sumarhúsanna á lóðum við Tunguskóg 39 og 48 áður en byggingarleyfi yrði veitt. Athugasemdafrestur vegna framkvæmdarinnar er liðinn og engar athugasemdir bárust.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.5. Bakkavegur 4, Hnífsdal ? breytingar á gluggum. (2008-06-0058)


Lagt fram bréf, dags. 19. júní sl., frá eigendum íbúðarhússins að Bakkavegi 4, Hnífsdal, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta gluggum hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Einnig er lögð fram fyrirspurn vegna hugsanlegrar stækkunar á bílskúr samkv. meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir breytingar á gluggum. Fyrirspurn um stækkun á bílskúr er vísað til yfirstandandi skipulagsvinnu í Hnífsdal.6. Mýrarboltinn 2008. (2008-06-0039)


Lagt fram bréf, dags. 11. júní sl., frá stjórn Mýrarboltafélags Íslands, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda Mýrarboltamót í Tungudal eins og gert hefur verið síðastliðin ár.


Umhverfisnefnd samþykkir að veita Mýrarboltafélagi Íslands leyfi til að halda mýrarboltamót árin 2008 og 2009 í Tungudal eins og síðastliðin ár.7. Gjaldskrá fyrir útgáfu framkvæmda- og stöðuleyfa. (2008-06-0048)


Lagt fram bréf, dags. 19. júní sl., frá sviðstjóra umhverfissviðs, þar sem lögð er fram tillaga að sérstakri gjaldská fyrir útgáfu framkvæmda- og stöðuleyfa. Ekki er tekið á þessum leyfum í gjaldskrá gatnagerðargjalda.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarráðs.8. Heimabær Arnardal ? deiliskipulag tjaldsvæðis. (2008-06-0068)


Lagt fram tölvubréf, dags. 10. júní sl., frá Önnu Sigríði Ólafsdóttur, þar sem óskað er leyfis til að starfrækja tjaldsvæði á landi Heimabæjar í Arnardal, samkv. meðfylgjandi frumdrögum að skipulagi svæðissins.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að landeigandi reki tjaldsvæði í Arnardal, erindinu vísað til aðalskipulagsgerðar.9. Deiliskipulag í Dagverðardal. (2008-06-0063)


Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í Dagverðardal.


Umhverfisnefnd telur að framkomin tillaga samrýmist ekki markmiðum nefndarinnar  um blandaða byggð. Tæknideild er falið að koma með nýja tillögu.10. Deiliskipulag í Hnífsdal. (2008-06-0062)


Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í Hnífsdal.


Umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu með breytingum sem fram komu á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði þannig auglýst.11. Strandsvæðaskipulag í Noregi. (2008-06-0036)


Lagt fram dreifibréf, frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, þar sem bent er á fund um strandsvæðaskipulag í Noregi sem haldinn var 27. júní sl. Þar sem fjallað var um þróun í gerð strandsvæðaskipulags í Noregi á síðustu árum og væntanlegar breytingar á því sviði.


Lagt fram til kynningar.12. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Benedikt Bjarnason.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?