Skipulags- og mannvirkjanefnd - 291. fundur - 11. júní 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.1. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. (2008-05-0079)


Lögð fram umsókn, dags. 29. maí 2008, þar sem Pétur B. Pétursson fh. óstofnaðs fyrirtækis, sækir um lóðina Skeið 7, Ísafirði skv. meðfylgjandi loftmynd.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn,  að umsókn Péturs B. Péturssonar um lóðina verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.2. Sindragata 13 - byggingarleyfi. (2006-03-0004)


Lögð fram erindi, dags. 2. júní 2008. þar sem Ingvar Stefánssons fh. Olíuverslunar Íslands, sækir um byggingarleyfi á sjálfafgreiðslustöð ÓB samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.3. Gemlufall, Þingeyri ? viðbygging við fjós. (2008-06-0015)


Lagt fram bréf, dags. 5. júní sl., frá Jóni Skúlasýni á Gemlufalli, þar sem hann óskar eftir leyfi til að stækka fjós samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands.


Umhverfisnefnd  samþykkir erindið með þeim fyrirvara að fullnægjandi teikningar berist byggingarfulltrúa.4. Seljaland 21, Ísafirði. (2008-01-0096)


Lagt fram bréf, dags. 23. maí sl., frá Mörthu S. Örnólfsdóttur, þar sem hún óskar eftir leyfi til að stækka hús sitt samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Einnig er sótt um stækkun á lóð til vesturs um 10 m.


Umhverfisnefnd samþykkir stækkun hússins enda er hún innan byggingarreits. Umhverfisnefnd hafnar stækkun lóðar um 10 metra til vesturs.5. Tjaldanes í Arnarfirði - Mastur. (2008-05-0072)


Lagt fram bréf, dags. 26. maí sl., frá Brodda Þorsteinssyni fh. Mílu, þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp fjarskiptamastur við sendistöð Mílu á Tjaldanesi í Arnarfirði. Um er að ræða 20 m hátt grindarmastur sem sýnt er á meðfylgjandi teikningum frá T.ark teiknistofu ehf.


Umhverfisnefnd óskar heimildar Skipulagsstofnunar, með vísan í 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, á framkvæmdinni. Einnig þarf umsækjandi að afla leyfis landeiganda fyrir framkvæmdinni.6. Edinborgarhús - lóðafrágangur. (2008-05-0070)


Lagt fram bréf, dags. 27. maí sl., frá Smára Karlssyni fh. stjórnar Edinborgarhúss, þar sem hann óskar eftir svari frá Ísafjarðarbæ hvort lóðarframkvæmdir við Edinborgarhús verði boðnar út á þessu ári eða því næsta og hvort bærinn meti það sem svo að þörf sé á frekari bráðabirgðaframkvæmdum til að mögulegt verði að halda umhverfi menningarhúss Vestfirðinga sem snyrtilegustu.


Umhverfisnefnd er sammála bréfritara, að brýnt sé að ljúka frágangi lóðar Edinborgarhússins. Erindið verður tekið upp við gerð  fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.7. Stæði fyrir almenningsvagna. (2008-06-0007)


Lagt fram bréf, dags. 2. júní sl., frá Friðfinni S. Sigurðssyni fh. F&S hópferðabíla, þar sem hann óskar eftir stæði fyrir almenningsvagna handan götunnar við suðurenda Hjólbarðaverkstæðis Ísafjarðar samkv. meðfylgjandi bréfi.


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.8. Geirmundarstaðir Fljótavík - deiliskipulag. (2007-04-0010/2008-04-0069)


Lagt fram tölvubréf, dags. 3. júní sl., frá Ásmundi Guðnasyni, þar sem hann leggur fram staðfestingu á eignarhaldi frá Sýslumanninum á Ísafirði um eignarhald á Geirmundarstöðum.


Umhverfisnefnd leggur ti viðl bæjarstjórn að deiliskipulagið að Geirmundarstöðum verði auglýst.9. Háspennustrengur milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. (2008-05-0083)


Lagt fram bréf, dags. 21. maí sl., frá Árna Jóni Elíassyni fh. Landsnets hf, þar sem hann bendir á að Landsnet áformar að leggja jarðstreng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur um fyrirhuguð Bolungarvíkurgöng, og óskar eftir því að Ísafjarðarkaupstaður hlutist til um að gert verði ráð fyrir legu strengsins í því aðalskipulagi sem nú er í endurskoðun hjá sveitarfélaginu.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til vinnu í aðalskipulagsgerð. Áform Landsnets falla vel að hugmynd um gerð göngustígs milli Ísafjarðar og Hnífsdals.10. Háspennustrengur frá Mjólkárvirkjun að Dýrafjarðarbrú. (2008-05-0084)


Lagt fram bréf, dags. 21. maí sl., frá Árna Jóni Elíassyni fh. Landsnets hf, þar sem hann bendir á að Landsnet áformar að leggja háspennustreng frá Mjólkurárvirkjun að Dýrafjarðarbrú sunnanmegin fjarðarins og óskar eftir því að Ísafjarðarkaupstaður hlutist til um að gert verði ráð fyrir legu strengsins í því aðalskipulagi sem nú er í endurskoðun hjá sveitarfélaginu.


Umhverfisnefnd  vísar erindinu til vinnu í aðalskipulagsgerð.11. Ný sundlaug á Ísafirði. (2006-10-0103)


Lagt fram bréf, dags. 29. maí sl., frá Jóhanni Birki Helgasyni sviðstjóra umhverfissviðs, þar sem hann óskar eftir að umhverfisnefnd taki afstöðu til nokkurra þátta er varða  undirbúning að hönnun á 25 m. sundlaug á Ísafirði, samkv. meðfylgjandi bréfi.


Lögð fram stofnkostnaðar- og rekstraráætlun við nýja sundlaugarbyggingu við Íþróttahúsið við Torfnes, Ísafirði. Áætlunin var unnin af KJG Ráðgjöf í desember 2006 fyrir Ísafjarðarbæ.12. Seljaland 21, Ísafirði - deiliskipulag. (2008-01-0096)


Auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinga á deiliskipulagi að Seljalandi 21, Ísafirði er lokið. Deiliskipulagstillagan var unnin af VST, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Engin athugasemd barst.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.13. Önnur mál.


-     Næsti fundur umhverfisnefndar verður haldinn mánudaginn 30. júní nk.


-     Lögð fram drög að Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008 ? 2020 frá skipulagshópi Sunnan Djúps.


-     Ræddar voru hugmyndir um framtíð sorpmála í bæjarfélaginu. Í stefnuræðu með fjárhagsáætlun 2008, fyrri umræðu var talað um að marka þarf stefnu Ísafjarðarbæjar í sorpmálum á árinu 2008 þar sem horft er til 10 ? 15 ára fram í tímann og tekið tillit til þess að endurnýja þarf Funa að mestu eftir 3 ? 5 ár.  Skoða þarf kosti þess að jarðgera meira af sorpi, senda vörur með skilagjaldi í endurvinnslu og jafnvel eyða því sem eftir stendur með öðrum hætti en í sérstakri sorpbrennslu við Skutulsfjörð. Þetta þarf allt að vega og meta út frá rekstrar- og endurnýjunarkostnaði Funa. Umhverfisnefnd telur því að æskilegt sé að stofna vinnuhóp til að skoða sorpmál bæjarfélagsins.


-     Fyrirspurn frá OV vegna færslu á spennistöð við Njarðarsund.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:05.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Benedikt Bjarnason.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?