Skipulags- og mannvirkjanefnd - 283. fundur - 22. febrúar 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.  Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður og Sæmundur Þorvaldsson mættu ekki á fundinn og enginn í þeirra stað.

 


1. Breyting á notkun húsnæðis.  (2008-02-0057)


Lagður fram tölvupóstur, dags. 14. febrúar sl., þar sem Þórir Ólafsson fh. Sigfúsar Jóhannssonar eiganda Húsatúns lóð nr.1 í Haukadal, óskar eftir breyttri skárningu á fasteign, úr íbúðarhúsnæði í sumarbústað.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu þar sem umrætt hús er tvíbýlishús.

 


2. Seljalandsvegur 73, Ísafirði. ? Endurnýjun byggingarleyfis.  (2007-12-0026)


Lögð fram endurnýjun á byggingarleyfisumsókn, dags. 14. febrúar 2008, frá Einari Ólafssyni, arkítekt FAÍ fh. eigenda Seljalandsvegar 73, Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu, útlitsbreytingum og breytingu á innra skipulagi eins og sýnt er á teikningum frá teiknistofunni Arkiteo ehf.


Umhverfisnefnd óskar samþykkis eigenda húsa við Miðtún 23, 25, 27  og Seljalandsveg 68, 70, 71, 75 áður en byggingarleyfi verður veitt.

 


3. Hátíðarsvæðið á Þingeyrarodda. ? Leyfi fyrir náðhúsi. (2008-02-00xx)


Lagt fram bréf, dags. 6. febrúar 2008, frá Þóri Erni Guðmundssyni fh. áhugamannafélags Hátíðarsvæðisins á Þingeyrarodda, þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir náðhúsi  samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 


4. Veðrará 2, Breiðadal í Önundarfirði. ? Fyrirspurn.  (2004-02-0154)


Lögð fram fyrirspurn, dags. 15. febrúar 2008, frá Aðalsteini Bjarnasyni, þar sem hann óskar eftir áliti umhverfisnefndar á hugsanlegum framkvæmdum vegna virkjunar í Breiðadal í Önundarfirði, eins og fram kemur í meðfylgjandi bréfi.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að svara því í samræmi við umræður á fundinum.

 


5. Tunguskógur lóð 62, Skutulsfirði. ? Athugasemdir við byggingu sumarhúss.  (2005-07-0027)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðar 18. febrúar s.l., var lagt fram bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði, dagsett 14. febrúar s.l., er varðar úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í málinu nr. 49/2005 frá 7. febrúar s.l. og varðar byggingu sumarbústaðar á lóðinni nr. 62 í Tunguskógi í Skutulsfirði.  Með tilvísun til niðurstöðu úrskurðarnefndar, er óskað eftir afstöðu bæjaryfirvalda hvort og með hvaða hætti þau hyggjast bregðast við fyrrgreindum úrskurði.  Bæjarráð vísaði erindinu til úrvinnslu í umhverfisnefnd.


Umhverfisnefnd fellir byggingarleyfi, fyrir bústað að lóðinni nr. 62 í Tunguskógi, úr gildi og felur tæknideild að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir sumarhúsabyggðina í Tunguskógi.

 


6. Héraðsáætlanir Landgræðslunnar. (2008-01-0019)


Á fundi bæjarráðs 18. febrúar sl. var lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins dagsett 4. febrúar s.l., er fjallar um kynningu á verkefninu ,,Héraðsáætlanir Landgræðslunnar?.


Bæjarráð vísaði bréfinu til umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar.


Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd vísar bréfinu til aðalskipulagsgerðar.

 


7. Deiliskipulagstillaga í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis.  (2004-02-0154)


Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis, Ísafirði, dags. 12. febrúar 2008, frá Einari Ólafssyni hjá Arkiteo.


Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagsins þar til aðalskipulag hefur verið samþykkt.

 


8. Nýtt götunafn á Suðureyri. (2008-02-00xx)


Á 282. fundi umhverfisnefndar undir liðnum önnur mál  var rætt um að nefndarmenn kæmu með tillögur að nafni á nýja götu við Lónið á Suðureyri.


Fram komu tvær tillögur á fundinum, Höfðastígur og Lónsgata. Nafnið Höfðastígur kemur frá gömlu örnefni, gatan liggur í átt að Höfðanum og dregur hún  nafn sitt af því.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að nafnið Höfðastígur verði á nýrri götu við Lónið á Suðureyri.

 


9. Önnur mál.


Tillaga kom frá Jónu Símoníu Bjarnadóttur, að fá forstöðumann Húsafriðunarnefndar til Ísafjarðarbæjar til að kynna starfsemi og úrræði Húsafriðunarnefndar.


Umhverfisnefnd bendir á að búið er að auglýsa til úthlutunar umhverfisstyrkir 2008. Umsóknarfrestur er til 9. apríl n.k. og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar ásamt fylgigögnum. Merkja skal umsóknirnar ?Umhverfisstyrkur Ísafjarðarbæjar 2008.?

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:15.

 

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.  


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.  


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?