Skipulags- og mannvirkjanefnd - 277. fundur - 14. nóvember 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Geir Sigurðsson, Björn Davíðsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.1. Rekstrarleyfi fyrir Frímúrarasalinn.  (2007-10-0074).


Erindi dagsett 24. október sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Bergmanns Ólafssonar fh. Frímúrarastúkunnar Njálu, um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Frímúrarasalinn.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Frímúrarasalinn.2. Silfurgata 5, Norska bakaríið.  (2007-09-0043).


Lagt fram bréf, dags. 29. október sl., frá Magnúsi Skúlasyni fh. Húsafriðunarnefndar, þar sem hann skilar inn áliti á niðurrifi á Silfurgötu 5, Norska bakaríinu.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði um málið.3. Urðarvegur 80, Ísafirði. ? lokun svala. (2006-09-0007)


Lagt fram bréf, dags. 31. ágúst 2006., frá Birni Helgasyni íbúa að Urðarvegi 80 Ísafirði, þar sem hann óskar eftir leyfi til að loka svölum að íbúð sinni á 2. hæð. Þann 23. október sl. barst undirskriftarlisti íbúa í húsinu þar sem þeir samþykkja fyrir sitt leyti svalalokun á íbúð Björns Helgasonar og Maríu Gísladóttir. Með umsókn eru teikningar frá Gluggum og Garðhúsum ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda liggi fyrir samþykki húsfélagsins.4. Reykjarfjörður - ljósavélahús.  (2007-10-0065).


Lagt fram bréf, dags. 21. október sl., frá Þresti Jóhannessyni, eins eiganda að Reykjarfirði í fyrrum Grunnavíkurhreppi, þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja geymslu- og ljósavélahús við sumarhús í eigu Erlu Jóhannesdóttur og Þrastar Jóhannessonar. Með bréfi fylgir samþykki allra eigenda í Reykjarfirði fyrir framkvæmdinni og ljósrit af loftmynd sem sýnir staðsetningu og fjarlægðir í önnur sumarhús á svæðinu.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.5. Wardstún. ? frágangur og skipulag. (2007-10-0096).


Lagt fram bréf, dags. 29. október sl., frá Karli  K. Ásgeirssyni fh. 3X Technology, þar sem bent er á órækt og rusl á Wardstúni.


Umhverfisnefnd bendir á að umrædd lóð er við Sindragötu 4, Ísafirði og tilheyrir því húsfélagi umræddrar lóðar. Byggingarfulltrúa er falið að hafa samband við heilbrigðiseftirlit og lóðarhafa vegna ástands lóðarinnar.6. Hornstrandafriðland ? skilgreining á hugtakinu framkvæmd.  (2007-08-0011).


Lagt fram bréf, mótt. 30. október sl., frá Herði Ingólfssyni,  þar sem hann óskar eftir skilgreiningu á hugtakinu ?framkvæmd? í Hornstrandarfriðlandinu. Einnig gerir hann athugasemdir við drög að greiningu hagsmunaaðila og samstarfshóps um aðalskipulag á Hornströndum sem dagsett er 20. ágúst 2007.


Umhverfisnefnd bendir á að hugtakið ?framkvæmd? er  það sem er leyfisskylt  samkvæmt Skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1998. Varðandi athugasemd við drög að greiningu hagsmunaaðila, þá vísar umhverfisnefnd þeirri athugasemd til skipulagshóps norðan Djúps.7. Hóll, Önundarfirði ? flutningur húss og byggingarleyfi. (2007-09-0002)


Lagt fram bréf, dagsett 11. október sl., frá Hlyni Torfa Torfasyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem hann svarar erindi Ísafjarðarbæjar vegna byggingar og flutnings húss að Hóli í Önundarfirði. Óskað var meðmæla Skipulagsstofnunnar fyrir framkvæmdinni.


Umhverfisnefnd samþykkir flutning og byggingarleyfi á húsinu.8. Þjóðlendumál (2007-10-0068)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 29. október sl. var lagt fram bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Borgarbyggð dagsett þann 17. október s.l., þar sem sveitarfélögum á Vesturlandi og Vestfjörðum, er boðið upp á þátttöku í samstarfsverkefni um þjóðlendumál.  Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um erindið.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að Ísafjarðarbær taki þátt í samstarfsverkefninu um þjóðlendumál.9. Deiliskipulag Sindragata 13 ? breyting á deiliskipulagi. (2007-02-0043)


Athugasemdarfrestur vegna deiliskipulags Sindragötu 13 er liðinn. Ein athugasemd frá OV barst vegna skipulagsins.


Umhverfisnefnd lítur svo á að ekki sé verið að gera athugasemd við skipulagið sjálft heldur sé verið að ræða um kostnað á flutningi strengja á svæðinu.  Umhverfisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.10. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Neðri Tunga ? Gerð hurðarops.


11. Önnur mál.

  • Lagður fram bæklingur um stöðu landshlutabundinna skógræktarverkefna haustið 2007.


    Lagt fram til kynningar.
  • Þann 21. nóvember næstkomandi munu Samtök Náttúrustofa á Íslandi (SNS) standa fyrir náttúrustofuþingi. Þetta er í þriðja skipti sem slíkt þing er haldið í tengslum við ársfund félagsins.


    Lagt fram til kynningar.
  • Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2008 rædd og yfirfarin.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.  


Geir Sigurðsson.


Björn Davíðsson.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir. 


Sigurður Mar Óskarsson.  


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?