Skipulags- og mannvirkjanefnd - 272. fundur - 17. september 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður var fjarverandi, Gísli Úlfarsson mætti í hans stað.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Albertína Fr. Elíasdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Geir Sigurðsson; Sæmundur Þorvaldsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.1. Vinaminni ehf.  ? Umsögn um rekstrarleyfi. (2007-09-0028).  


Erindi dagsett 4. september sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Neils Shirans Þórissonar fh. Vinnaminnis ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Thai Koon.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Thai Koon.2. Fjarðarstræti 47, Ísafirði ? endurbætur á húseign. (2007-09-0003)


Lögð fram umsókn, dags. 15. ágúst 2007, frá Jóni F. Gíslasyni og Erlu B. Kristjánsdóttur eigenda húseignarinnar að Fjarðarstræti 47, Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að klæða húsið með panel, en húsið upprunalega panelklætt. Engar aðrar breytingar eru gerðar á húsinu.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.3. Hóll, Önundarfirði ? flutningur á frístundahúsi. (2007-09-0002).


Lagt fram bréf, dags. 30. ágúst 2007, frá Önnu Sigríði Valdimarsdóttur fh. landeiganda að Hól í Önundarfirði, þar sem sótt er um leyfi til að flytja frístundahús sem staðsett er á Grundarstíg 6, Flateyri inn á jörðina Hól í Önundarfirði skv. meðfylgjandi teikningum frá 11 mávum.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimildar Skipulagsstofnunar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga.4. Sumarhús í landi Dynjandi í Leirufirði - viðbygging. (2007-08-0090)


Lagt fram bréf, dags. 31. ágúst 2007, frá eigendum sumarhúss á Dynjandi í Leirufirði, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við suðurgafl núverandi sumarhúss samkvæmt teikninum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Svanlaug Guðnadóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið en óskar eftir að samþykki jarðeiganda á framkvæmdinni liggi fyrir áður en að byggingarleyfi er veitt.5. Tunguskógur 47 ? fyrirspurn. (2007-08-0081).


Lagt fram bréf, dags. 23. ágúst 2007, frá Vilhjálmi Antonssyni, þar sem Vilhjálmur vill kanna hug nefndarmanna varðandi stækkun að sumarhúsi í Tunguskógi 47. Meðfylgjandi bréfi eru drög að teikningum um fyrirhugaða stækkun.


Umhverfisnefnd bendir á að sumarhúsið er á hættusvæði C og skv. 19.gr. reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða er heimilt að breyta húsnæði þó þannig að heildaráhætta á viðkomandi svæði aukist ekki.  Ekki er litið svo á að verið sé að auka heildaráhættu á svæðinu og því tekur umhverfisnefnd jákvætt í fyrirspurnina.6. Íslensku byggingarlistaverðlaunin. (2007-08-0083).


Lagt fram bréf, dags. 27. ágúst 2007, frá Haraldi Helgasyni framkvæmdastjóra Íslensku Byggingarlistaverðlaunanna 2007, þar sem sveitastjórnamenn, skipulags- og byggingarfulltrúar, forstöðumenn opinberra bygginga og fyrirtækja sem standa að mannvirkjagerð eru hvattir til að nota tækifærið og benda á það sem vel hefur verið gert í mannvirkjagerð og skipulagi, sem tekin hefur verið í notkun frá ársbyrjun 2005.


Lagt fram til kynningar.7. Flutningur á húsi á Suðureyri. (2007-08-0047)


Lagt fram bréf, dags. 25. ágúst 2007, frá Elíasi Guðmundssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að flytja hús við Skólagötu 6 á Suðureyri og á lóð sem er á milli Eyrargötu 4 og Stefnisgötu 2 á Suðureyri.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna að deiliskipulagi af svæðinu á milli Skólagötu, Freyjugötu og Eyrargötu.8. Barnaskólinn að Núpi - Nafnabreyting. (2007-08-0034).


Lagt fram bréf frá Karli Jónatanssyni eiganda að Barnaskólanum 22 við Núp, dags. 18. ágúst sl., þar sem óskað er eftir leyfi fyrir nafnabreytingu á umræddri lóð. Óskað er eftir því að breyti nafni lóðarinnar í Sólvelli.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.9. Útsýnispallur við Suðureyrarhöfn. (2007-05-0049).


Lagt fram bréf frá Lilju Rafney Magnúsdóttur, dags. 23. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til að ljúka við gerð útsýnispallar á norðurgarði við Suðureyrarhöfn.


Umhverfisnefnd hefur úthlutað styrkjum til umhverfisverkefna fyrir árið 2007 og getur því ekki orðið við erindinu. Erindinu er vísað til bæjarráðs.10. Lóð fyrir frístundahús í Dagverðardal. (2007-08-0043).


Lagt fram bréf frá Arnóri Þorkel Gunnarssyni, dags. 21. ágúst sl., þar sem hann óskar eftir lóð fyrir frístundahús í Dagverðardal.


Umhverfisnefnd hefur hafið undirbúning á aðal- og deiliskipulagi af svæðinu milli Skutulsfjarðarbrautar og grjótnámu í Dagverðardal og milli gamla þjóðvegarins upp á Breiðadalsheiði og Úlfsár.  Þegar þeirri vinnu er lokið verður hægt að úthluta lóð undir frístundahús á svæðinu.11. Minningarlundur Kristínar Magnúsdóttur í Engidal.  (2007-08-0017)


Lagt fram bréf frá Magdalenu Jónsdóttur frá Efri Engidal, dags. 8. ágúst sl., varðandi minningarlund Kristínar Magnúsdóttur, trjálundur í Efri-Engidal.


Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til úrvinnslu á fundi sínum 20. ágúst sl.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að ræða við bréfritara.12. Umsókn um einkabílastæði.  (2007-09-0010).


Lagt fram tölvubréf frá Pétri B. Péturssyni, dags. 4. september sl., þar sem óskað er eftir einkabílastæði við Hafnarstræti 7, Ísafirði.


Umhverfisnefnd lýsir skilningi sínum á erindinu en telur sig ekki geta orðið við erindinu.13. Silfurgata 5, Ísafirði ? Niðurrif á fasteign.  (2007-09-0043).


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni sviðsstjóra umhverfissviðs fh. Eingarsjóðs Ísafjarðarbæjar, dags. 7. september sl., þar sem undirritaður óskar eftir leyfi til að rífa húsnæðið við Silfurgötu 5 á Ísafirði. (Norska Bakaríið).  Á fundi bæjarráðs 10. september 2007 var tekið fyrir tillaga frá Sigurði Pétussyni um frestun á niðurrifi hússins.  Bæjarráð vísaði tillögunni til umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar Húsafriðunarnefndar ríkisins.14. Varnargarður og flotbryggja við Norðurtanga.  (2007-09-0032).


Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf, fh. íbúðareigenda að Sundstræti 34, Ísafirði, dags. 7. september sl., þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar við hugmynd þeirra um að byggja flotbryggju og varnargarð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar á erindinu.15. Hagsmunagæsla í úrgangsmálum.  (2007-08-0061).


Lögð fram niðurstaða fundar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, sem haldinn var fimmtudaginn 16. ágúst sl. Yfirskrift fundarins var Hagsmunagæsla í úrgangsmálum.


Jóhann Birkir kynnti erindið. Umhverfisnefnd telur fulla þörf á því að ráðin verði verkefnastjóri til að sinna hagsmunagæslu í úrgangsmálum fyrir hönd sveitarfélaga.16. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra. (2007-06-0040)


Lögð fram mánaðarskýrsla frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar um rekstur og fjárfestingar fyrir janúar til júlí 2007.


Lagt fram til kynningar.17. Deiliskipulag að Skrúð í Dýrafirði.  (2007-08-0071).


Lagt fram bréf frá Oddi Hermannssyni, fh. Landform ehf, dags. 17. ágúst sl., þar sem lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Skrúðs á Núpi í Dýrafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.18. Skolpútrásir við Krók og Fjarðarstræti.  (2006-01-0036).


Lögð fram útboðs- og verklýsing vegna Skolpútrásir, við Krók og Fjarðarstræti á Ísafirði. Útboðs- og verklýsingin var unnin af Tækniþjónustu Vestjarða í ágúst 2007. Jóhann Birkir kynnti fyrirhugaða útrás í Krók, tillagan gerir ráð fyrir að sameina þrjár útrásir norðan við Fjarðarstræti í eina útrás.  Þá er gert ráð fyrir að skolpútrás við Skutulsfjarðarbraut/Pollgötu færist einnig í ofangreinda útrás. 


Umhverfisnefnd leggur til að verkinu verði skipt upp í þrjá áfanga og óskar heimildar til að bjóða verkið út þannig að greiðslur falli til á árunum 2007, 2008 og 2009. Erindinu er vísað til bæjarráðs til samþykktar.19. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 ? 2009. (2004-02-0154).


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. september sl., þar sem undirritaður leggur fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 ? 2009, unna af Arkiteó ehf, vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna undir Kubba á Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verði auglýst.20. Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008 ? 2020. (2006-03-0038).


Lagðar fram spurningar í stefnumörkun Aðalskipulags Ísafjarðar 2008 ? 2020. Þar sem leitast er við að fá fram sjónarmið Ísafjarðarbæjar í helstu málaflokkum Aðalskipulags Ísafjarðar 2008 ? 2020. Spurningarlistinn var unninn af Teiknistofunni Eik ehf.


Vinnufundur verður haldinn föstudaginn 21. september 2007 kl. 17.  Aðal- og varamenn verða boðaðir á fundinn.21. Húsatún Haukadal í Dýrafirði. (2007-09-0065).


Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða fh. Unnar Hjörleifsdóttur eiganda Húsatúns,  dags. 7. september sl., þar sem óskað er eftir leyfi til að gera tvær íbúðir úr eigninni Húsatún, Haukadal í Dýrafirði samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd samykkir erindið.22. Holt í Arnardal ? flutningur sumarhúss


Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða fh. Guðjóns Eiríkssonar,  dags. 7. september sl., þar sem óskað er eftir leyfi til að flytja sumarhús á jörðina samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimildar Skipulagsstofnunar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga.23. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Ytri Veðrará í Önundarfirði ? rif á gömlu fjósi og haughúsi.24. Önnur mál.


Umhverfisviðurkenningar Ísafjarðarbæjar 2007 verða afhentar föstudaginn 21. september 2007, kl. 17.00 í fundarsal bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:00


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri. 


Geir Sigurðsson.


Sæmundur Þorvaldsson. 


Jóna Símonía Bjarnadóttir. 


Gísli Úlfarsson.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. 


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.    

Er hægt að bæta efnið á síðunni?