Skipulags- og mannvirkjanefnd - 271. fundur - 22. ágúst 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Albertína Fr. Elísadóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Geir Sigurðsson; Sæmundur Þorvaldsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður var fjarverandi, enginn mætti í hans stað.1. Sparkvöllur á Suðureyri / Ísafjarðarbæ. (2007-06-0003)


Erindi tekið fyrir á síðasta fundi umhverfisnefndar. Teiknistofan Eik hefur komið með tillögu að staðsetningu sparkvallar á skólalóð og götumynd við Sætún á Suðureyri.


Umhverfisnefnd leggur til að sparkvöllurinn verði staðsettur á núverandi malarvelli samkvæmt tillögu frá teiknistofunni Eik.2. Mjallargata 5 ? breytingar á húsnæði. (2007-08-00xx)


Lagt fram bréf, dags. 17. ágúst 2007, frá Birni Davíðssyni eiganda húseignarinnar Mjallargata 5, Ísafirði, þar sem hann sækir um leyfi til að gera breytingar á húseigninni samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina og fagnar því að verið sé að færa húsið í sem upprunalegustu mynd. Umsögn Húsafriðunarnefndar hefur borist og óskar hún eftir því að allur ytri frágangur verði unninn í samráði við hana.3. Samningur um brotajárn.  (2007-08-0023).  


Lagt fram bréf, dags. 15. ágúst 2007, frá Jóhanni Birki Helgasyni sviðstjóra umhverfissviðs, þar sem hann leggur til að boðinn verði út verkþátturinn um losun brotajárns frá Sorpbrennslunni Funa, ef verð eru hagstæð, um flokkun brotajárnsins í gáma.


Lagt fram til kynningar.4. Stjórnsýsluhús - breytingar. (2007-08-0022)


Lögð fram umsókn, dags. 14. ágúst 2007, frá Albínu Thordarson arkitekt FAÍ f.h. Fasteigna ríkissjóðs, þar sem sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á eignarýmum á 4. hæð Stjórnsýsluhúss við Hafnarstræti 1. Breytingar eru sýndar á meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.5. Austurvegur 1, Ísafirði ? umsókn um lóð. (2007-08-0015).


Lagt fram bréf, dags. 19. júlí 2007, frá Tækniþjónustu Vestfjarða f.h. eigenda húseignarinnar að Austurveg 1, Ísafirði, þar sem sótt er um stækkun á lóð við norðurhlið Austurvegar 1, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.


 


6. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra. (2007-06-0040)


Lögð fram mánaðarskýrsla frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar um rekstur og fjárfestingar fyrir janúar til júní 2007.


Lagt fram til kynningar.7. Atlantsolía ehf ? beiðni um frest til framkvæmda á lóð. (2004-11-0068).


Lagt fram bréf Alberts Þórs Magnússonar, framkv.stj. Atlantsolíu ehf, dags. 27. júlí sl., þar sem félagið óskar eftir fresti til næsta vors eða maí 2008 að hefja framkvæmdir við lóð félagsins við Tungubraut 1, Ísafirði. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum 8. ágúst sl. Óskaði bæjarráð eftir umsögn umhverfisnefndar á erindinu.


Umhverfisnefnd fellst á frestun framkvæmda. Hafi teikningar ekki borist fyrir 1. febrúar 2008 fellur réttur til lóðar niður. 8. Flugöryggi í Fljótavík. (2007-08-0011).


Lögð fram greinargerð, dags. 1. ágúst 2007, frá Herði Ingólfssyni, þar sem hann bendir á lendingaraðstæður fyrir flugvélar í Fljótavík.  Með þessari greinargerð vill hann kynna um hvað málið snýst og hvað býr að baki þess að vilja bæta lendingaraðstöðu og flugöryggi í Fljótavík. 


Umhverfisnefnd óskar eftir að greinargerðin verði send  UST til kynningar.9. Umhverfisviðurkenningar í Ísafjarðarbæ. (2007-08-0025)


Lagt fram erindi Ásthildar Cesil Þórðardóttur garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar vegna garða sem hún mælir með að fái umhverfisviðurkenningu Ísafjarðarbæjar 2007.


Umhverfisnefnd samþykkir að veita eingöngu viðurkenningar fyrir íbúðarhúsalóðir að þessu sinni. Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram í málinu.10. Púttvöllur á Flateyri. (2007-08-0007).


Lagt fram bréf frá Guðmundi B. Hagalínssyni f.h. Félags eldri borgara í Önundarfirði og Sigrúnu Gerði Gísladóttur f.h. stjórnar Minningarreitsins, dags. 21. júlí sl., þar sem óskað er eftir leyfi til að setja púttvöll á svæði sem afmarkast af Tjarnargötu og gangstígs innan minningarreits skv. meðfylgjandi teikningu.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að púttvöllur verði á þessum stað, enda liggur fyrir samþykki stjórnar Minningarreitsins fyrir framkvæmdinni.11. Reykjarfjarðarós- fyrirhleðsla. (2007-08-0001).


Lagt fram erindi landeigenda í Reykjarfirði, dags. 25. júlí 2007, þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhleðslu til varnar flugvellinum í Reykjarfirði.


Umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um framkvæmdina, hvar grjótið verður tekið og hvernig það verður flutt á staðinn.12. Holt, Arnardal ? byggingarleyfi fyrir sumarbústað. (2007-08-0031)


Lagt fram bréf frá Guðjóni Eiríkssyni annars eiganda að Holti í Arnardal, dags. 17. ágúst sl., þar sem hann óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhús í landi Holts í Arnardal samkvæmt meðfylgjadi teikningum.


Erindinu er frestað þar til nánari gögn liggja fyrir.13. Aðalskipulag Ísafjarðar 1989 - 2009.  (2007-03-0142)


Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 - 2009 vegna jarðgangna á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði auglýst.14. Sjávarþorpið Suðureyri. (2005-12-0008)


Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Sætún á Suðureyri.


Umhverfisnefnd óskar eftir að lóðir neðan Sætúns geri ráð fyrir raðhúsuml. Nefndin gerir ekki athugasemd við tillöguna að öðru leyti, en bendir á að breyta þarf aðalskipulagi svæðissins.


Jóna Símonía vék af fundi 10.0515. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Reykjarfjörður  ? bygging sumarhúss.


Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í Hnífsdal. ? Ný klæðning og þakkantur á gafl.16. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:10


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.   


Geir Sigurðsson.


Sæmundur Þorvaldsson.     


Jóna Símonía Bjarnadóttir. 


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.      


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.  Er hægt að bæta efnið á síðunni?