Skipulags- og mannvirkjanefnd - 270. fundur - 8. ágúst 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Védís Geirsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.1. Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi. (2007-08-0004)


Erindi dags. 19. júlí s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Ólafs Arnars Ólafssonar um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Hótel Ísafjörður.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Hótel Ísafjörð.2. Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi.  (2007-08-0005)


Erindi dags. 19. júlí s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Ragnheiðar Halldórsdóttur um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.3. Beiðni um umsögn á rekstarleyfi.  (2007-07-0046).  


Erindi dags. 23. júlí s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Finns Magnússonar f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Golfskálann í Tungudal.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Golfskálann í Tungudal.4. Tangagata, Ísafirði, umsókn um lóð. (2007-04-0072)


Lagt fram mæliblað byggingarfulltrúa af lóðarskika við Tangagötu. Erindið var tekið fyrir á 269. fundi umhverfisnefndar.


Védís Geirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði 5 ára lóðarleigusamningur fyrir umbeðna lóð sem framlengist um eitt ár í senn. Lóðarleigusamningurinn verði uppsegjanlegur með 3ja mánaða fyrirvara.5. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Ytri Veðrará í Önundarfirði ? Niðurrif á fjósi og haughúsi.6. Önnur mál.


Á 267. fundi umhverfisnefndar var tekin fyrir ósk Björgunar ehf. fyrir efnistöku í Pollinum á Ísafirði. Erindið var sent til hafnarstjórnar til umsagnar.  Á 126. fundi hafnarstjórnar var erindið tekið fyrir og var niðurstaða hennar eftirfarandi: hafnarstjórn bendir á að undanfarin ár hefur verið reynt að sækja fé til að verja land á umræddu svæði vegna landbrots. Þess vegna leggst hafnarstjórn eindregið á móti því að efni verði tekið á þessum stað í Pollinum. Hafnarstjórn leggur til að efni verði tekið í sundunum og myndi þá nýtast sem dýpkun á innsiglingunni inn á Pollinn.


Með vísan í niðurstöðu Hafnarstjórnar og fyrri afgreiðslu umhverfisnefndar er erindinu hafnað.


Jóhann Birkir Helgason lagði fram drög að yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu á sparkvelli á Suðureyri. Teiknistofan Eik vinnur að staðsetningu sparkvallarins. Málið var tekið fyrir í bæjarstjórn 21. júní sl. og var svohljóðandi tillaga meirihluta bæjarstórnar samþykkt. ,,Þar sem KSÍ hefur staðfest að Ísafjarðarbær getur fengið viðbótarsparkvöll samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gera ráð fyrir undirbúningi við sparkvöll á Suðureyri í ár. Einnig er því beint til byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði að gert verði ráð fyrir sparkvelli við GÍ á næsta ári.?


Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna nánar að staðsetningu vallarins á íþróttasvæðinu á Suðureyri og leggja fram á næsta fundi umhverfisnefndar.Svanlaug Guðnadóttir vék af fundi kl 9:15.


Jóhann Birkir Helgason lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 ? 2009, vegna jarðgangna á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur.


Lagt fram til kynningar. Tillagan verður tekin til umræðu á næsta fundi umhverfisnefndar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.   


Albertína Elíasdóttir.


Védís Geirsdóttir. 


Jóhann Birkir Helgason,  sviðsstjóri umhverfissviðs.     


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.  


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?