Skipulags- og mannvirkjanefnd - 268. fundur - 11. júlí 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Jóhann Birkir Helgason.


Þetta var gert:


1. Umhverfisslys í Hornbjargi. (2007-06-0051).


Erindi Tryggva Guðmundssonar, Ísafirði, móttekið 14. júní sl. þar sem hann greinir frá ,,Umhverfisslysi í Hornbjargi?.  Í bréfinu lýsir hann þeim breytingum er orðið hafa á fuglalífi í og við Hornbjarg, sem hann telur fyrst og fremst vera af völdum refs.  Hann kallar á aðgerðir til að snúa þessari óheillaþróun við.  Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði álits Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Vestfjarða á erindinu.



2. Umhverfisþing 2007.  (2007-07-0010).


Erindi umhverfisráðuneytisins dags. 29. júní sl., þar sem vakin er athygli á því að fimmta Umhverfisþing verður haldið á vegum Umhverfisráðuneytisins á Hótel Nordica í Reykjavík daganna 12. ? 13. október 2007.


Lagt fram til kynningar.



3. Seljaland 24, Ísafirði. - Umsókn um lóð.  (2007-06-0094).


Erindi Steinþórs Guðmundssonar dags. 29. júní 2007, þar sem hann sækir um lóðina Seljaland 24 á Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



4. Tangagata 26, Ísafirði. - Breyting á deiliskipulagi. (2007-07-0012).


Lögð fram tillaga frá Þórði Eysteinssyni, að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina að Tangagötu 26,Ísafirði, unnið af Tækniþjónustu Vestfjarða.  Breytingin felst í því að bílgeymslan nái að lóðarmörkum við suðausturhlið lóðarinnar.  Breidd bílgeymslu verður 5 metrar og lengdin 8,5 metrar.


Umhverfisnefnd fellst ekki á umrædda breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og hafnar því erindinu.



5. Mjallargata 6A, Ísafirði. - Bygging sólskála, klæðning.  (2007-06-0087).


Erindi Guðbjartar Jónssonar og Rósu Magnúsdóttur, Mjallargötu 6a, Ísafirði, dags. 27. júní 2007, þar sem sótt er um leyfi til að klæða húsið að utan með bárujárni og byggja sólskála milli íbúðarhússins og bílgeymslu eftir teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.





6. Freyjugata á Suðureyri. (2007-03-0059).


Lagður fram tölvupóstur dags. 21. maí 2007, frá Vernharði Jósefssyni fh. Guðmundar Valgeirs Hallbjörnssonar,  Suðureyri, þar sem hann veltir fyrir sér hvort hægt sé að byggja húsið að Freyjugötu á Suðureyri, lóð merkt A-2, skv. meðfylgjandi rissi.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í endurskoðun á gildandi deiliskipulagi milli Freyjugötu og Eyrargötu á Suðureyri.



7. Brekkugata 38, Þingeyri, breytingar. (2007-06-0083).


Lagt fram bréf Ásvaldar M. Jónssonar dags. 15. júní 2007, þar sem sótt er um leyfi til að byggja valmaþak á bílskúrinn að Brekkugötu 38, Þingeyri.  Þá er einnig sótt um leyfi til að byggja sólskála milli bílgeymslunnar og íbúðarhússins.


Umhverfisnefnd samþykkir byggingu valmaþaks á bílskúrinn, en bendir á að teikningar þurfa að liggja fyrir af sólskálanum svo umhverfisnefnd geti fjallað um erindið.



8. Endurvarpsstöð á Straumnesfjalli. (2007-06-0069).


Tekið fyrir að nýju erindi Elíasar Oddssonar þar sem hann óskar eftir upplýsingum um það hvort ekki þurfi leyfi fyrir endurvarpsstöðinni á Straumnesfjalli.


Umhverfisnefnd telur að umrædd framkvæmd sé undanþegin byggingarleyfi og bendir því til stuðnings á leiðbeiningarblað 6 frá Skipulagsstofnun.



9. Bréf eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. (2007-06-0025).


Tekið fyrir að nýju erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, er varðar Styrktarsjóð EBÍ og umsóknir í hann.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna að umsókn um styrkveitingu fyrir rannsóknum á lífríki norðan Djúps.



10. Efra hlið við göngustíg í Tungudal. (2007-06-0076).


Tekið fyrir að nýju erindi Ólafs B. Halldórssonar fh. eigenda Valhallar, þar sem óskar er eftir því að hlið, sem ætlað er að loka vegi er gerður var vegna framkvæmda í Tungudal, verði fært til og sett til móts við göngubrú sem gerð var í fyrra yfir Tunguá.


Umhverfisnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem svæðið er innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar.



11. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi . (2007-07-0021).


Erindi dagsett 6. júlí 2007, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Eiríks Gísla Johanssonar f.h. Strákanna Veitinga, Ísafirði, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Hótel Ísafjörður, veitingasalur og eldhús.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir veitingasal og eldhús á Hótel Ísafirði.



12. Mánaðarskýrsla. Rekstur og fjárfestingar janúar-maí 2007. (2007-06-0040).


Lögð fram mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - maí 2007, frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 27. júní 2007.


Lagt fram til kynningar.



13. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Hafraholt 2, Ísafirði.  Leyfi til að gera endurbætur á húsinu að Hafraholti 2, Ísafirði.


Grundarstígur 15, Flateyri.  Leyfi fyrir stækkun á viðbyggingu á Grundarstíg 15 á Flateyri.





14. Önnur mál.


Fyrirspurn frá formanni umhvefisnefndar vegna spennistöðvar við Hrauntungu 2, Ísafirði.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:52.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.


Jóna Símonía Bjarnadóttir. 


Sigurður Mar Óskarsson,varaformaður


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jóhann Birkir Helgason,


sviðstjóri umhverfissviðs                                                     .    


      





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?