Skipulags- og mannvirkjanefnd - 267. fundur - 27. júní 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Gestir fundarins eru: Steingrímur Einarsson úr stjórn skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, Guðjón Ólafsson,  Þröstur Jóhannesson og Jóhann Króknes Torfason fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga.



1. Gistileyfi. ? Bolungavík, Hornströndum. (2007-06-0056)


Erindi dagsett 13. júní sl., frá Sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Reimars Vilmundarsonar f.h. Mávabergs ehf, um gistileyfi fyrir starfsstöðina Gistiskálann í Bolungavík, Hornströndum.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að gistileyfi verði veitt fyrir Mávaberg ehf.



2. Holt friðarsetur. ? Umsögn um veitinga- og gistileyfi. (2007-06-0054)


Erindi dagsett 13. júní sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Ástvalds Magnússonar f.h. Holts friðarseturs, um gistileyfi fyrir starfsstöðina Holt.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitinga- og gistileyfi verði veitt fyrir Holt.



3. Endurvarpsstöð Straumnesfjalli.  (2007-06-0069)


Lagt fram bréf, dags. 20. júní 2007, frá Elíasi Oddssyni, þar sem hann óskar eftir upplýsingum um endurvarpsstöð á Straumnesfjalli sem tekin var í notkun fyrir nokkru. Óskar hann upplýsinga um það hvort ekki þurfi leyfi fyrir endurvarpsstöðinni. 


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna um málið og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.



4. Hafnarstræti 9, Þingeyri. - Bílaplan (2007-05-0100)


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi lagði fram tillögu að lóðarblaði fyrir bílastæði að Hafnarstræti 9, Þingeyri. Erindið var tekið fyrir á 266. fundi umhverfisnefndar, 13. júní sl.


Byggingarfulltrúa er falið að óska eftir fornleifaskráningu á umræddu svæði.  Afgreiðslu erindisins er  frestað þar til niðurstöður liggja fyrir.



5. Kirkjuból 3 ? Viðbótarlóð. (2007-04-0011)


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi lagði fram tillögu að lóðarblaði fyrir viðbótarlóð að Kirkjubóli 3, Ísafirði. Erindið var tekið fyrir á 266. fundi umhverfisnefndar, 13. júní sl.


Erindinu er hafnað þar sem það er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.



6. Leyfi til efnistöku. (2007-06-0057)


Lagt fram bréf, dags. 14. júní 2007, frá Gunnlaugi Kristjánssyni f.h. Björgunar ehf, þar sem sótt er um leyfi til að dæla 5000 m³ efni af hafsbotni úr námu innarlega í Pollinum samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.


Umhverfisnefnd óskar eftir áliti hafnarstjórnar á efnistöku úr sjó innan Skutulsfjarðar.



7. Bréf forsætisráðuneytis. - Jafnréttisgátlistinn. (2007-06-0024)


Lagt fram bréf frá forsætisráðuneyti dagsett 5. júní s.l., er varðar framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2004-2008 og útgáfu jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu.


Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum 11. júní 2007, óskaði nefndin eftir því að erindið yrði sent nefndum og starfsmönnum sveitarfélagsins er fjalla um þessi mál.


Lagt fram til kynningar. Jafnréttisgátlistanum er vísað í stefnumótunarvinnu Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020.



8. Bréf eignarhaldsfélags Brunabótafélag Íslands.- Styrkveitingar. (2007-06-0024)


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 6. júní s.l., er varðar Styrktarsjóð EBÍ og umsóknir í hann.  Umsóknir skulu berast fyrir ágústlok n.k.


Bæjarráð  tók erindið fyrir á fundi sínum 11. júní sl. og var samþykkt að senda erindið til sviðsstjóra, nefnda og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins.


Lagt fram til kynningar. Erindið tekið aftur upp á næsta fundi umhverfisnefndar.



9. Mánaðarskýrsla. Rekstur og fjárfestingar janúar-apríl 2007. (2007-06-0040).


Lögð fram mánaðarskýrsla, dags. 11. júní 2007, frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.


Lögð fram til kynningar.



10. Ártunga 3, Ísafirði. (2006-02-0090).


Bréf frá Ólafi Kristjánssyni, Ísafirði, dags. 14. febrúar 2007, þar sem hann afsalar sér lóðinni að Ártungu 3, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



11. Efra hlið við göngustíg. (2007-06-0076).


Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. júní 2007, frá Ólafi B. Halldórssyni f.h. eigenda Valhallar, þar sem óskað er eftir því að hlið sem ætlað er að loka vegi sem gerður var vegna framkvæmda í Tungudal verði fært til og sett á móts við göngubrú sem gerð var í fyrra yfir Tunguá.


Umhverfisnefnd frestar erindinu og felur tæknideild að afla frekari gagna vegna málsins.



12. Hrannargata 2, Ísafirði ? breytingar á húseign. (2007-06-0078).


Lagt fram bréf, dags. 21. júní 2007, frá Sveini D K Lyngmó f.h. eigenda að Hrannargötu  Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun húseignarinnar úr verslunarhúsnæði og í íbúðarhúsnæði. Einnig að breyta útliti glugga. Breytingarnar eru í samræmi við meðfylgjandi teikningar frá Tækniþjónustu Vestjarða.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



13. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Árnagata 3, Ísafirði. Umsókn um leyfi til að skipta um og stækka hurð á húsnæði að Árnagötu 3.



14. Önnur mál.


Steingrímur Einarsson úr stjórn skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, Guðjón Ólafsson, Þröstur Jóhannesson og Jóhann Króknes Torfason fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga.mættu á fundinn kl 9.00 og kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir á skíðasvæði Ísfirðinga 2007-2008.


Þorbjörn J. Sveinsson benti á að með öllum þeim gistileyfum sem verið er að veita á Hornströndum og nágrenni, þá er ekki til fjárveiting vegna kostnaðar til ferða Eldvarnareftirlits sem fara þarf á gististaðina.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 10:50.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi. 


Sigurður Mar Óskarsson,  varaformaður.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?