Skipulags- og mannvirkjanefnd - 266. fundur - 13. júní 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður,  Sveinn Þorbjörnsson, eldvarnareftirlitsmaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Sigurður Mar Óskarsson varaformaður var fjarverandi, enginn mætti í hans stað.1. Aðalstræti 9, Ísafjörður. ? Breytinga á gangstétt. (2007-06-00xx)


Lagður fram tölvupóstur frá Val Richter, íbúa við Aðalstræti 9, Ísafirði, dagsett 6. júní 2007, þar sem hann óskar eftir því að tæknideild Ísafjarðarbæjar beiti sér fyrir því að breyta gangstétt fyrir utan húsið að Aðalstræti 9, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd bendir á að framlögð hugmynd sé í anda skipulagsins ?ímynd miðbæjar? og farið verður í framkvæmdir á þessum stað samhliða framkvæmdum á breyttri götumynd í Aðalstræti.2. Sumarhús í Haukadal, Dýrafirði. ? Byggingarleyfi. (2007-06-0011)


Lögð fram umsókn Helgu Bjarnadóttur, dagsett 1. júní 2007, þar sem óskað er eftir byggingarleyfi á breytingum á sumarhúsinu í Haukadal, Dýrafirði. Um er að ræða sólskála og nýja glugga samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.3. Látrar Aðalvík - byggingarleyfi.  (2007-05-0012)


Tekið fyrir að nýju erindi Friðriks Hermannssonar þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður 10 m² gestahús samkvæmt teikningum frá Húsasmiðjunni. 


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.4. Grunnkerfi íbúðarbyggðar í Tungudal.  (2007-06-0027)


Lagt fram bréf, mótt 7. júní 2007 frá íbúum og húseigendum Bræðratungu ? Skógarbraut 3 og 3a, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær beiti sér í því að lagfæra skólpmál, gatnagerð og götulýsingu í Tungudal.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að skoða málið og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2008.5. Hafnarstræti 9, Þingeyri - bílaplan (2007-05-0100)


Lagt fram bréf, dags. 30. maí 2007, frá Birni Björgvinssyni f.h. Vísis hf., þar sem sótt er um leyfi til að búa til 20 m bílaplan út frá allri norðurhlið fiskvinnsluhússins að Hafnarstræti 9, Þingeyri.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gera lóðablað af Hafnarstræti 9 og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar .6. Tunguskógur 61 ? færsla á sumarhúsi. (2007-05-0084)


Lagt fram bréf, dags. 25. maí 2007, frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni, þar sem sótt er um leyfi til að færa sumarbústað á lóð 61 í Tunguskógi skv. meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.7. Seljalandsvegur 138595 ? álagning fasteignagjalda. (2007-03-0034)


Lagt fram bréf, dags. 4. maí 2007, frá Bjarka Bjarnasyni endurskoðanda f.h. Gunnars Péturssonar, þar sem óskað er eftir því að hætt verði að skrá fasteignir við Seljalandsveg sem atvinnuhúsnæði. Um er að ræða tvær geymslur, annarsvegar 53,6 m² og hinsvegar 10 m².


Umhverfisnefnd samþykkir að breyta skráningu lóðar úr ræktunarland í snjóflóðasvæði.8. Ný lög um gatnagerðargjöld 1. júlí 2007. (2007-06-0010)


Lagt fram bréf, dags. 31. maí 2007, frá Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræðisviðs Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, þar sem bent er á að ný lög gatnagerðargjalda nr. 153/2006 taka gildi 1. júlí nk. Sveitarstjórnir eru hvattar til að hraða vinnu við endurskoðun gildandi samþykkta og gjaldskráa um gatnagerðargjald og birta þær í B-deild Stjórnartíðinda.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna að nýrri gjaldskrá og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.9. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í frístundabyggð. (2007-05-0083).


Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 16. maí s.l., þar sem óskað er umsagnar um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð. Erindið var lagt fram í bæjarráði 29. maí sl. og vísaði ráðið erindinu til umhverfisnefndar. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst 2007.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.10. Breyting á aðalskipulagi Þingeyrar 1985 - 2005. (2007-03-0100).


Auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinga á aðalskipulagi Þingeyrar 1985 ? 2005 er lokið. Engin athugasemd barst.


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.11. Deiliskipulag á Þingeyri. (2007-03-0101).


Auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinga á deiliskipulagi að Hlíðargötu á Þingeyri er lokið. Tvær athugasemdir hafa borist. Þá leggur Fornleifavernd ríkisins til að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá skipulaginu.


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.12. Breyting á aðalskipulagi Flateyrar 1996 - 2015. (2007-03-0102).


Auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinga á aðalskipulagi á Flateyri 1996 - 2015 er lokið. Ein athugasemd barst vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar á þeirri forsendu að ef svæðið yrði fært austar eins og fram kemur í athugasemdinni yrðu húsin sem um ræðir komin á snjóflóðahættusvæði. Því leggur umhverfisnefnd til að aðalskipulagið verði samþykkt óbreytt.


Albertína Elíasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins þar sem hún telur að sumarhús eigi ekki heima í íbúðabyggð.13. Deiliskipulag á Flateyri. (2007-03-0103).


Auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinga á deiliskipulagi vestan Hafnarstrætis á Flateyri er lokið. Ein athugasemd hefur borist vegna deiliskipulagstillögunnar. Þá liggur fyrir að Fornleifavernd ríkissins gerir ekki athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði mið af framkominni athugasemd, þannig að húsin verði færð til um 3 metra til norðurs og ekki verði gert ráð fyrir göngustíg norðan við Hafnarstræti 14.


Albertína Elíasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins þar sem hún telur að sumarhús eigi ekki heima í íbúðabyggð.14. Staða fornleifaskráningar í Ísafjarðarbæ. (2006-03-0038).


Lögð fram drög að stöðu fornleifaskráningar í Ísafjarðarbæ, dags. í desember 2006. Skýrslan er unnin af Ragnari Edvardssyni hjá Náttúrustofu Vestfjarða.


Lögð fram til kynningar.15. Háspennulínur ? aðgát skal höfð. (2007-06-0033).


Lagt fram bréf, dags 6. júní 2007, þar sem Linda Lea Bogadóttir sérfræðingur, viðskiptatengsla Landsnets, bendir á að út sé kominn bæklingur sem ber heitið Háspennulínur ? aðgát skal höfð. Þar er að finna ýmsan gagnlegan fróðleik sem hafa ber í huga varðandi umgengni við háspennulínur og önnur flutningsvirki.


Lagt fram til kynningar.16. Umhverfisstyrkir 2006. (2006-03-0103).


Lagt fram bréf, dags. 4. júní 2007, frá Lísbet Harðardóttur, þar sem hún bendir á að verkefni hennar sem hlaut styrk frá umhverfisnefnd s.l. ár, sé vel á veg komið og að afraksturinn megi sjá niðri í Neðstakaupstað, á milli Faktorshúss og Turnhúss.


Lagt fram til kynningar.17. Fornleifauppgröftur á Eyri. (2006-06-0xxx).


Erindi, dags. 25. maí 2007, frá Andreu S. Harðardóttur, þar sem sótt er um leyfi til að ?krukka? í hólinn á Eyri. Samþykki hefur fengist frá Jóni Sigurpálssyni og með því samþykki er sótt um leyfi frá landeiganda, þ.e. Ísafjarðarbæ, svo að Fornleifastofnun og Byggðasafnið geti hafið verkið sem fyrst.


Umhverfisnefnd fagnar því að hafin verður fornleifauppgröftur á Eyrartúni og veitir Fornleifastofnun og Byggðasafninu leyfi fyrir framkvæmdinni.18. Brunavarnaráætlun 2007. (2007-02-0041).


Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 13. mars 2007, þar sem fram kemur að varaleiðir, ef göng undir Breiðadals- og Botnsheiði kynnu að lokast, verði skoðaðar við endurskoðun Viðbragðsáætlunar, eins og óskað er eftir í ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar 2007. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar á fundi sínum 21. maí sl.


Lagt fram til kynningar.19. Kaffi Edinborg ehf. ? Veitinga og gistileyfi. (2007-02-0042).


Erindi dagsett 3. júní sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Hermanns Þorsteinssonar f.h. Kaffi Edinborgar ehf, Ísafirði, um veitinga- og gistileyfi fyrir starfsstöðina Edinborgarhús.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitinga- og gistileyfi verði veitt fyrir Kaffi Edinborg ehf. til eins árs. Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.20. Fell. ? Veitinga og gistileyfi. (2007-02-0043).


Erindi dagsett 8. júní sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Eiríks Eiríkssonar, um veitinga- og gistileyfi fyrir starfsstöðina Fell.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitinga- og gistileyfi verði veitt fyrir Fell til eins árs. Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu21. MotorCrossbraut á Þingeyri. (2007-04-0028).


Lagt fram bréf, dags. 1. júní 2007, frá Jóni Þ. Sigurðssyni, Ívari Má Valssyni, Gunnlaugi Unnari H, og Þórlíni Sævarssyni, þar sem óskað er eftir því að fá afnot af malargryfjum fyrir utan Þingeyri til aksturs á mótorcross hjólum og að laga til í gryfjunum þannig að hægt sé að gera aksturshring. Erindið var tekið upp á fundi í íþrótta- og tómstundanefnd 17. apríl sl. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar og í aðalskipulagsvinnu Ísafjarðarbæjar.


Umhverfisnefnd veitir leyfi til bráðabirgða til 1. október 2007 og leggur áherslu á að hjólunum verið ekki ekið um götur bæjarins.22. Hafnarstræti 7, Þingeyri. ? Breytingar. (2007-05-0040).


Lagt fram að nýju bréf Eiríks Eiríkssonar, Felli í Dýrafirði, dagsett 9. maí 2007, þar sem hann óskar eftir leyfi til að breyta húsnæði sínu að Hafnarstræti 7, Þingeyri, í gistiheimili. Húseignin er í dag skráð sem verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Teikningar liggja fyrir frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Erindinu var frestað á 265. fundi umhverfisnefndar þar sem teikningar lágu ekki fyrir.


Umhverfisnefnd samþykkir eindið.23. Kirkjuból 3 ? Viðbótarlóð. (2007-04-0011).


Á fundi umhverfisnefndar 25. apríl sl, var lagt fram bréf, dagsett 10. apríl sl., frá Árna Þór Árnasyni fh. Massa þrifa ehf., þar sem sótt var um viðbótarlóð við hesthús að Kirkjubóli 3, Skutulsfirði. Landsvæði sem um ræðir var skýrt á teikningu sem fylgdi umsókn. Umhverfisnefnd frestaði þá erindinu.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gera mæliblað af svæðinu.24. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Vallargata 14, Þingeyri. Umsókn um leyfi til að setja niður 10 m² garðhús í bakgarð.

25. Önnur mál.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 9:40.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sveinn Þorbjörnsson, eldvarnareftirlitsmaður.  


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir. 


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.    


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?