Skipulags- og mannvirkjanefnd - 264. fundur - 14. maí 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir,  Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Fljótavík, Geirmundarstaðir. ? Byggingarleyfi. (2007-04-0010)


Lagt fram svar Skipulagsstofnunar, dagsett 27. apríl sl., á erindum frá Ísafjarðarbæ dagsettum 12. og 16. apríl s.l., þar sem óskað var eftir meðmælum Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með veitingu byggingarleyfis vegna byggingar frístundarhúss í landi Geirmundarstaða í Fljótavík. Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi deiliskipulag fyrir svæðið, sem nái einnig yfir núverandi byggð. Þegar deiliskipulagið liggur fyrir þarf að óska aftur meðmæla Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með auglýsingu tillögunnar.


Umhverfisnefnd telur rétt að lokið verði við aðalskipulag á svæðinu áður en deiliskipulag verður gert. Umhverfisnefnd bendir jafnframt á að aðalskipulagsvinna fyrir svæðið er í vinnslu.



2. Fljótavík, Geirmundarstaðir 189024. ? Byggingarleyfi. (2007-04-0014)


Lagt fram svar Skipulagsstofnunar, dagsett 27. apríl sl., á erindum frá Ísafjarðarbæ dagsettum 12. og 16. apríl s.l., þar sem óskað var eftir meðmælum Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með veitingu byggingarleyfis vegna byggingar frístundarhúss í landi Geirmundarstaða í Fljótavík. Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi deiliskipulag fyrir svæðið sem nái einnig yfir núverandi byggð. Þegar deiliskipulagið liggur fyrir þarf að óska aftur meðmæla Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabyrgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með auglýsingu tillögunnar.


Umhverfisnefnd telur rétt að lokið verði við aðalskipulag á svæðinu áður en deiliskipulag verður gert. Umhverfisnefnd bendir jafnframt á að aðalskipulagsvinna fyrir svæðið er í vinnslu.



3. Uppdæling í fjöru og haugsetning við Kofrahús.  (2007-05-0005)


Lagt fram bréf, dags 2. maí 2007 frá Hermanni B. Þorsteinssyni, fh. Vestfiskra Verktaka, þar sem óskað er eftir því að fá að dæla upp í fjöruna fyrir neðan Djúpveg (Kofrahús) og haugsetja þar efni.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu. Bréfritara er bent á aðra staði til uppdælingar.



4. Malartaka úr Engidalsá.  (2005-11-0055)


Erindi tekið fyrir á fundi í umhverfisnefnd 29. mars sl., þar sem óskað var álits umhverfisnefndar á því að aka að malarnámunni í Langá í Engidal, austan megin. Erindinu var frestað.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu.



5. Umhverfisstyrkir 2007. (2007-04-0049)


Lagðar fram umsóknir til umhverfisverkefna um umhverfisstyrki 2007.  Umsóknarfrestur var til og með 10. maí 2007.


Umhverfisnefnd samþykkir eftirfarandi styrkveitingar: Skógræktarfélag Ísafjarðar fái 500.000 kr, Jón Björnsson, landvörður í Hornstrandafriðlandinu fái 93.500 kr og Skotíþróttafélag Ísafjarðar fái 134.500 kr.



6. Beiðni um undanþágu frá starfsleyfi. (2007-05-0004)


Erindi tekið fyrir í bæjarráði, 7. maí sl., þar sem lagt var fram afrit af bréfi umhverfisráðuneytis til Olíudreifingar ehf., dagsett 27. apríl s.l., þar sem fjallað er um beiðni Olíudreifingar ehf., á framlengingu á tímabundinni undanþágu frá starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Ísafirði.


Jafnframt var lagt fram bréf umhverfisráðuneytis til Ísafjarðarbæjar dagsett 30. apríl s.l., um sama mál.  Þar kemur fram að ráðuneytið hafi veitt undanþágu á framlengingu starfsleyfis út árið 2008.  Ráðuneytið óskar jafnframt eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til framtíðarstarfsemi Olíudreifingar ehf. á Ísafirði, sem fyrst eða eigi síðar en 1. júlí n.k.   Ráðuneytið óskar ennfremur eftir fundi um málið á Ísafirði þann 15. maí n.k.


Bæjarráð vísaði ofangreindum bréfum til umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að bráðabirgðaleyfi verði veitt á þeirri forsendu, að verið er að breyta skipulagi við Mávagarð við Sundahöfn, þar sem gert verður ráð fyrir olíubirgðastöð. Umhverfisnefnd bendir einnig á að framkvæmdin er á samgönguáætlun og gert ráð fyrir að úthlutun lóða undir olíubirgðastöð verði vorið 2008.



7. Starfsskýsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. (2007-05-0009)


Á fundi bæjarráðs 7. maí sl., var lögð fram til kynningar starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2006.


Bæjarráð vísaði starfsskýrslunni til umhverfisnefndar.


Lögð fram til kynningar.



8. Mið Hvammur í Dýrafirði. - Breyting á geymsluhúsnæði. (2007-05-0025)


Lagt fram bréf, dagsett 3. maí 2007, frá Daðínu Margréti Helgadóttur eiganda geymsluhúsnæðissins í Mið Hvammi, Dýrafirði, þar sem sótt eru um leyfi til að breyta húseigninni úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



9. Mið Hvammur í Dýrafirði. - Breyting á húsnæði. (2007-05-0026)


Lagt fram bréf, dagsett 3. maí 2007, frá Daðínu Margréti Helgadóttur eiganda húseignarinnar í Mið Hvammi, þar sem sótt eru um leyfi til að breyta húseigninni samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. Um er að ræða hækkun á þaki, viðbyggingu bílgeymslu og sólstofu.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



10. Neðsti Hvammur 3, Dýrafirði. (2007-05-0027)


Erindi, dagsett 3. maí sl., frá Steinari Steinssyni fh. Niðja Jóhanns T. Steinssonar ehf., þar sem óskað er eftir því að engjar þær sem tilheyra Neðsta Hvammi 3 og eru skilgreindar í landamerkjaúttekt frá 21. júlí 1923 og staðfest í skiptalýsingu 7. júní 1948 verði merkt með númeri og skráð á Niðjar Jóhanns T. Steinssonar ehf. Einnig er óskað eftir því að Hvammslandið og þá einkum engjapartarnir væru skilgreindir með t.d hnitmælingu. Óskað er eftir því að bæjarfélagið annist þá framkvæmd en eigendur, þá sérstaklega staðkunnir, gætu komið að málinu með upplýsingar og jafnvel er hugsanlegt að eigendur tækju nokkurn þátt í kostnaði.


Umhverfisnefnd bendir landeigendum á að stofnskjal og hnitmæling jarðaparta sé alfarið á ábyrgð landeigenda og því hafnar umhverfisnefnd ósk umsækjanda á að bæjarfélagið annist gerð stofnskjals og útsetningu jarðarinnar.



11. Sunnuholt 1, Ísafirði. ? Bygging sólpalls. (2007-05-0043)


Lagt fram bréf, dagsett 10. maí sl., frá Helga Kristni Sigmundssyni, þar sem hann óskar eftir leyfi til að smíða sólpall á lóð sinni, að Sunnuholti 1, Ísafirði, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



12. Hrannargata 8b, Ísafirði.  ? Niðurrif og bygging sólstofu. (2007-01-0008)


Lagt fram bréf, dagsett 2. maí 2007, frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., fh. Ómars Smára Kristinssonar eiganda húseignarinnar Hrannargötu 8b, Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu á bakhlið húseignarinnar og byggja sólstofu í hennar stað samkvæmt teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.





13. Umsókn um byggingarleyfi á mannvirki á Suðureyri. (2007-05-0049)


Lagt fram bréf, móttekið 23. apríl 2007, frá Lilju Rafney Magnúsdóttur, þar sem sótt er um byggingarleyfi á enda norðurgarðs við Suðureyrarhöfn, til að setja upp mannvirki samkvæmt teikningum og lýsingu sem fylgir umsókninni Einnig er sótt um leyfi til að leggja gangstíg frá umræddu mannvirki og að bílaplani við flotbryggju á hinum enda garðsins.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.





14. Önnur mál.


- Umhverfisátak verður hjá Ísafjarðarbæ dagana 18. ? 25. maí 2007. Umhverfisnefnd mun taka fullan þátt í átakinu og beinir því til stofnana Ísafjarðarbæjar, fyrirtækja og íbúa bæjarins að taka þátt í átakinu.


- Tungudalsvirkjun. Fyrirspurn frá Jónu Símoníu Bjarnadóttur þar sem hún óskar skýringa á hávaða frá virkjuninni. Tæknideild er að vinna að málinu.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 9:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.     


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?