Skipulags- og mannvirkjanefnd - 262. fundur - 25. apríl 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir,  Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.1. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Golfklúbb Ísafjarðar. (2007-04-0026)


Erindi frá bæjarritara þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á vínveitingaleyfi til 6 mánaða til handa Golfklúbbi Ísafjarðar. Bréfinu fylgir umsókn dagsett 12. apríl 2007, frá Finni Magnússyni, gjaldkera Golfkúbbs Ísafjarðar, fh. Golfklúbbsins, þar sem óskað er eftir að fá vínveitingaleyfi í skála Golfklúbbsins til 6 mánaða.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að vínveitingarleyfi verði veitt til sex mánaða.  Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.2. Kirkjuból 3, Skutulsfirði. - Viðbótarlóð. (2007-04-0011).


Lagt fram bréf, dagsett 10. apríl sl., frá Árna Þór Árnasyni fh. MASSA þrifa ehf., þar sem sótt eru um viðbótarlóð við hesthús þeirra að Kirkjubóli 3, Skutulsfirði. Landsvæði sem um ræðir er skýrt á teikningu sem fylgir umsókn.


Umhverfisnefnd frestar erindinu.3. Fljótavík, Geirmundarstaðir 189024.  (2007-04-0026)


Lögð fram umsókn frá Sævari Óla Hjörvarssyni, Ísafirði, fh. Báru Vernharðsdóttur, dagsett 11. apríl sl., þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 92 m² sumarhúsi ásamt 30 m² svefnlofti á lóð Geirmundastaða í Fljótavík. Með umsókn liggja fyrir afstöðumynd, uppdráttur af húsinu, yfirlýsing um heimild til byggingar á jörðinni Geirmundarstöðum. Erindi hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til umsagnar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimilda Skipulagsstofnunar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga. Umhverfisnefnd bendir á að fullnaðar byggingarnefndarteikningar þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt.

Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, vék af fundi kl. 8:30.4. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. (2006-03-0038)


Farið yfir það sem eftir er í skipulagsferlinu og hver eru næstu skref.


Rædd voru skipulagsmál opinna svæða, útivis og íþróttir.


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar, mætti á fundinn frá kl 9:10 ? 9:20, til að ræða skipulagstillögur vegna Hornstranda.5.  Afgreidd mál hjá byggingarfulltrúa.


? Ósk um leyfi til niðurrifs á votheysgryfju Neðri bæjar á landi Gemlufalls.6.  Önnur mál.


? Lendingarbætur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Jóhann Birkir sýndi myndir af framkvæmdum við hafnargerð að Höfðaströnd.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.     


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.

? Ósk um leyfi til niðurrifs á votheysgryfju Neðri bæjar á landi Gemlufalls.


6.  Önnur mál.


? Lendingarbætur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Jóhann Birkir sýndi myndir af framkvæmdum við hafnargerð að Höfðaströnd.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.     


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?