Skipulags- og mannvirkjanefnd - 254. fundur - 21. febrúar 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.  


Gestir fundarins voru Elías Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.1. Unnarstígur 4, Flateyri ? Viðbygging. (2007-02-0090)


Erindi frá Arktíka ehf. f.h. Hjartar Hinrikssonar eiganda Unnarstígs 4, Flateyri, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.2. Frístundabyggð á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri. (2007-02-0077)


Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar s.l., frá  Elíasi Guðmundssyni fh. Hvíldarkletts ehf., Suðureyri, þar sem óskað er eftir svæði undir frístundabyggð á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Um er að ræða frístundahús um 70 m² að stærð og í hverjum byggðarkjarna yrðu um 7 ? 8 hús. Mikilvægt í staðsetningu frístundasvæðisins er að það sé í göngufæri við þjónustu á ofantöldum stöðum.


Elías Guðmundsson mætti á fundinn og kynnti erindið fyrir fundarmönnum. Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, mætti sem áheyrnarfulltrúi. Umhverfisnefnd bendir umsækjanda á skipulagðar frístundabyggðir innan Ísafjarðarbæjar. Einnig var rætt um önnur svæði sem hugsanlegan möguleika, en nefndin bendir jafnframt á að málið heyri undir aðalskipulag. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 grein 71 er ekki heimild að veita stöðuleyfi fyrir frístundabyggð.3. Sindragata 13, Ísafirði. - Breyting á skipulagi. (2007-02-0043)


Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar s.l., frá  Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfissviðs, þar sem undirritaður leggur fram tillögur að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið, sem afmarkast af götunum Njarðarsundi, Sundabakka, Ásgeirsgötu og Sindragötu.  Tillögurnar vann Teiknistofan Eik, Ísafirði.


Umhverfisnefnd samþykkir að vinna áfram með tillögu 1 og hún verði send hafnarstjórn til umsagnar.4. Grundarstígur 15, Flateyri. ? Ósk um breytingu á skráningu.  (2007-02-0047).


Erindi dagsett 9. febrúar 2007 frá Pjetri Stefánssyni, þar sem þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að fá að breyta fasteigninni að Grundarstíg 15, Flateyri, úr skráðu sem félagsheimili í íbúðarhúsnæði.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið en bendir á að fullnaðar byggingarnefndar-teikningar þurfa að berast byggingarfulltrúa.5. Neðri Tunga, Skutulsfirði ? Lóðarréttindi. (2006-11-0020).


Lagt fram minnisblað dagsett 5. febrúar 2007, frá Jóni Sigurðssyni hdl. f.h. bæjarlögmanns, varðandi sölu á Neðri Tungu í Skutulsfirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði úthlutuð lóð undir véla- og verkfærageymslu enda er ekki ætlast til að húsið standi til frambúðar. Samkvæmt mæliblaði frá byggingarfulltrúa, sem er hluti af kaupsamningi, er ljóst að véla- og verkfærageymsla  er ekki staðsett innan afmarkaðrar lóðar.6. Byggingarreglugerð nr. 441/1998. ? Breyting. (2007-02-0038).


Lagt fram bréf dagsett 2. febrúar s.l., frá  Hafdísi Hafliðadóttur hjá Skipulagsstofnun, þar sem vakin er athygli á því að 8. janúar sl., tók gildi reglugerð nr. 1163/2006, sem felur í sér breytingu á reglugerð nr. 441/1998. Breytingarnar eru settar fram í 39. greinum og taka aðallega til brunatæknilegra atriða, þ.á.m. ákvæða um bil á milli húsa, breidd stiga í flóttaleiðum og fleira.


Lagt fram til kynningar. Byggingarfulltrúi afhenti nefndarmönnum endurbætta reglugerð á síðasta fundi nefndarinnar.7. Atlastaðir í Fljótavík, Júlíusarhús. ? Endurbygging. (2007-02-0017)


Erindi dagsett 5. febrúar 2007, frá Magnúsi Geir Helgasyni, Ísafirði, þar sem hann sækir um leyfi til að endurbyggja hús yfir kjallara sem stendur eftir af húsi Júlíusar Geirmundssonar í Fljótavík í Sléttuhreppi.


Jóhann Birkir Helgason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina, en leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimilda Skipulagsstofnunar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga. Umhverfisnefnd bendir á að fullnaðar byggingarnefndarteikningar þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt. Umsækjandi hefur skilað inn samþykki eigenda hússins á framkvæmdinni.8. Skeið. ? Umsókn um lóð. (2007-02-0029).


Lagt fram bréf dagsett 7. febrúar s.l., frá  Hermanni Þorsteinssyni f.h. Vestfirskra Verktaka ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóð á Skeiði fyrir botni Skutulsfjarðar. Lóð sem sótt er um er gegnt húsi Bónus og á gamla fótboltavellinum samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.


Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir, að umsækjandi geri nánari grein fyrir nýtingu lóðarinnar. Bent er á að umrætt svæði hefur ekki verið deiliskipulagt, en í aðalskipulagi er það skipulagt sem svæði undir opinberar byggingar.9. Austurvöllur á Ísafirði. (2007-01-0092)


Lagt fram bréf frá Garðyrkjufélagi Íslands dagsett 30. nóvember 2006, um varðveislu ,,Blómagarðsins? á Austurvelli á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram áskorun til Ísafjarðarbæjar, um að varðveita Blómagarðinn á Austurvelli í sem upprunalegastri mynd, sem skrúðgarð fyrir almenning.  Bréfinu fylgja greinar er fram hafa komið í blöðum. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum 5. febrúar s.l. og vísaði því til umhverfisnefndar til skoðunar.


Lagt fram til hynningar. Umhverfisnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi þá er framtíð Blómagarðsins  við Austurvöll tryggð.10. Aðalstræti 14, Þingeyri. ? Lagfæringar. (2007-02-0091).


Erindi frá Steinari R. Jónassyni, Þingeyri, dagsett 14. febrúar 2007, þar sem hann óskar eftir leyfi til að skipta um þakjárn og bæta við þakgluggum á íbúðarhúsnæðið að Aðalstræti 14, Þingeyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.11. Eikarlundur 3, Ísafirði. (20006-06-0033).


Bréf frá Burkna Dómaldssyni, Suðureyri, dagsett 14. febrúar 2007, þar sem hann afsalar sér lóðinni að Eikarlundi 3, Ísafirði, sem í dag er Daltunga 3, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd bendir á að þrjár einbýlislóðar eru lausar til umsóknar.12. Hafnarstræti 12, Ísafirði. ? Breytingar á húsnæði. (2007-01-0069)


Lagt fram bréf frá Óla Reyni Ingimarssyni í Vélsmiðjunni Þrist ehf., Ísafirði, dagsett 30. janúar 2007, þar sem skýrt er frá hvers vegna láðist að senda umsókn inn til umhverfisnefndar vegna breytinga á húseigninni að Hafnarstræti 12, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.


 


13. Vegslóði í Leirufjörð. ? Umsögn Umhverfisstofnunar. (2006-12-0038).


Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dagsett 15. febrúar 2007, vegna vegslóða í Leirufjörð. Erindinu var vísað frá Ísafjarðarbæ til Umhverfisstofnunar 16. janúar s.l., þar sem óskað var umsagnar á erindi, þar sem farið var fram á að umferð verði leyfð um veg sem lagður var í Leirufjörð sumarið 2005. Afstaða Umhverfis-stofnunar er sú að ekki eigi að verða við beiðni um að vegslóðinn verði opnaður fyrir umferð né að ráðist verði í frekari vegaframkvæmdir á svæðinu.


Afstaða umhverfisnefndar í þessu máli hefur þegar komið fram og stendur hún óbreytt.14. Land til skógræktar í Tungudal í Skutulsfirði. (2005-06-0058).


Lögð fram tillaga að svæði til skógræktar í Tungudal í Skutulsfirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umrætt svæði verði úthlutað til Skógræktarfélags Ísafjarðar.15. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


? Aðalgata 31, Suðureyri. Leyfi til að fjarlægja geymsluhúsnæði á lóð.16. Önnur mál.


? Lögð fram til kynningar skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni. Bjartari framtíð, 13 alþjóðasamningar um náttúru og menningarumhverfi.


? Björn Davíðsson lagði fram fyrirspurn vegna aksturs um Austurveg, merkingar og hlið sem átti að setja upp.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:55.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.     


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi. 


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.     

Er hægt að bæta efnið á síðunni?