Skipulags- og mannvirkjanefnd - 250. fundur - 17. janúar 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Geir Sigurðsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.  


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Gestur fundarins var Gunnar Páll Eydal.1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar  2008 - 2020.  (2006-03-0038).


Farið var yfir þá málaflokka sem fara á yfir og hvaða nefndir fjalla um hvern málaflokk.


Á 248. fundi umhverfisnefndar var vísað í niðurröðun málaflokka á nefndir.


Gunnar Páll Eydal talaði um hvernig best er að vinna að hverjum málaflokk. Skipta niður í markmið, leiðir að markmiðum og megin markmið.


Þeir málaflokkar sem koma inn á umhverfisnefnd eru:


Náttúruvá:


Menningarminjar: T.d. verndun húsa, fornminjar ofl.


Mengunarvarnir: T.d. vatn, sjór, loft, hvetja fólk til umhugsunar um mengun.


Náttúruvernd: Hverfisvernd á ákveðin svæði, friðun svæða.


Byggð: Leggja til að fjölga frístundabyggðum í sveitarfélaginu.


Efnistökusvæði: Þarf að liggja fyrir hvar þau eru og hvernig vali á þeim er   háttað. Hvernig ganga þarf frá þeim.


Samgöngur: Tryggja heilsárssamgöngur innan bæjarfélagsins, t.d. með   jarðgangnagerð.


Veitur og Sorp: Tryggja vatnsgæði.2. Hornstrandaráðstefna 26.-27. janúar 2007.  


Fjallað um Hornstrandaráðstefnuna sem haldin er dagana 26. og 27. janúar nk. á vegum Ísafjarðarbæjar og Teiknistofunnar Eikar, Ísafirði.  


Til umfjöllunar verður landnýting og framtíðar skipulag svæðisins. Fjallað verður um hvernig má mæta þörfum hagsmunaaðila án þess að skerða náttúruleg og menningarleg verðmæti svæðisins.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 09:35.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Geir Sigurðsson.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.     


Anna Guðrún Gylfadóttir,byggingarfulltrúi. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?