Skipulags- og mannvirkjanefnd - 249. fundur - 10. janúar 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir,  Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.  


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Aðalstræti 11, Ísafirði. ? Breyting á notkun húsnæðis.  (2007-01-0012)


Lögð fram umsókn dagsett 4. janúar 2007 frá Úlfi Þór Úlfarssyni, þar sem hann sækir um leyfi til að breyta notkun á verslunar og skrifstofuhúsnæði að Aðalstræti 11, Ísafirði, í íbúðarhúsnæði og verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Einnig er sótt um leyfi til að bæta við þremur gluggum á norðvesturhlið fyrstu hæðar, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið með vísan í gr. 12.8 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.



2. Hrannargata 8, Ísafirði. ? Breyting á húsnæði.  (2007-01-0008)


Lögð fram umsókn dagsett 4. janúar  2007 frá Ómari Smára Kristinssyni að Hrannargötu 8, Ísafirði, þar sem hann óskar eftir breytingu á bíslagi á húsi sínu samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í umsóknina, en óskar eftir frekari útlistunum á byggingarefni og fullnægjandi teikningum fyrir viðbygginguna.



3. Grundarstígur 10, Flateyri. ? Flutningur á húseign.  (2006-12-0040)


Lögð fram umsókn dagsett 8. desember 2006 frá Sigurði Guðmundi Sverrissyni og Höllu Signýju Kristjánsdóttur, þar sem þau sækja um leyfi til að flytja húseign sína við Grundarstíg 10, Flateyri að Þverárgerði í landi Traðar í Önundarfirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við flutning hússins og samþykkir nýja staðsetningu þess.



4. Pólgata 5, Ísafirði. ? Breyting á húsnæði. (2006-12-0039)


Lagt fram bréf frá íbúum í Pólgötu 5, Ísafirði, þar sem sótt er um hækkun á þaki og nýja klæðningu utan á hús samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og bendir á að fullnægjandi teikningar þurfi að berast byggingarfulltrúa. Umhverfisnefnd mælist til þess að við endurbyggingu hússins verði  upprunalegt útlit hússins haft til hliðsjónar.



5. Olíubirgðastöð á Ísafirði.  (2006-01-0054)


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneytinu vegna olíubirgðarstöðvar til frambúðar á Mávagarði við Sundahöfn á Ísafirði. Ísafjarðarbær óskaði eftir því í bréfi, dagsettu 4. október 2006 til samgönguráðherra, að hann beitti sér fyrir því að reist yrði olíubirgðarstöð til frambúðar á Mávagarði við Sundahöfn. Ráðuneytið leitaði umsagnar Siglingamálastofnunar Íslands um málið.


Lagt fram til kynningar.



6. Mánaðarskýrsla. Rekstur og fjárfestingar janúar ? nóvember 2006.  (2006-05-0073)


Lögð fram mánaðarskýrsla vegna reksturs og fjárfestinga í janúar ? nóvember 2006 frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra.


Lagt fram til kynningar.



7. Vegur í Leirufjörð.   (2006-12-0038)


Erindi frá bæjarráði frá 18. desember sl., þar sem lagt var fram bréf Engilberts Ingvarssonar, Hólmavík, dagsett 12. desember sl., er varðar vegslóða í Leirufjörð. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar, þar sem nefndin er að vinna að aðalskipulagi á svæðinu. Einnig óskaði bæjarráð eftir því að erindið yrði sent átthagafélögum, sem tengjast svæðinu, til umsagnar sem og umhverfisstofnun.


Umhverfisnefnd minnir á fyrri afgreiðslu nefndarinnar varðandi vegslóða í Leirufjörð. Samgöngur á  svæðinu verða teknar til skoðunar í aðalskipulagsvinnunni og mun þá verða  leitað til hagsmunaaðila. 



8. Sindragata 13a, Ísafirði. (2006-10-0056).


Lagt fram bréf móttekið 5. janúar 2007 frá Ómari Helgasyni, f.h. óstofnaðs hlutafélags,  þar sem hann afsalar sér lóðinni að Sindragötu 13a, Ísafirði, sem hann sótti um 10. október 2006.


Lagt fram til kynningar.



9. Sindragata 13a, Ísafirði.- Umsókn um lóð. (2006-10-0056)


Lögð fram umsókn dagsett 8. janúar 2007, frá Óla Rúnari Sigurðssyni og Agnari Sigurðssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags, þar sem sótt er um lóðina við Sindragötu 13a, Ísafirði.


Hafnarstjórn tók umsóknina fyrir á 122. fundi hafnarstjórnar og lagði til að umsækjandi fengi úthlutaða umbeðna lóð enda myndi hann uppfylla skilyrði um hafnsækna starfsemi.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að verið er að vinna deiliskipulag fyrir lóðina.


Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til að deiliskipulagsvinnu hefur verið lokið.



10. Önnur mál


Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var rædd. Í ljósi þess að tillögur umhverfisnefndar hafa verið skornar niður er hætt við að skerðing verði á þjónustu við íbúa Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð undirrituð.  Fundi slitið kl. 09:50.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.     


Anna Guðrún Gylfadóttir,byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?