Skipulags- og mannvirkjanefnd - 247. fundur - 13. desember 2006

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Védís Geirsdóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir,  Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.   Gestur fundarins er: Gunnar Páll Eydal frá Teiknistofunni Eik.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Nýr nefndarmaður í umhverfisnefnd.


Bæjarstjórn hefur tilnefnt Sigurð Mar Óskarsson í umhverfisnefnd í stað Kristjáns Kristjánssonar og mun hann gegna starfi varaformanns. Er Sigurður boðin hjartanlega velkominn til starfa með sína visku og þekkingu. 



2. Aðalskipulag hafnarsvæðis.   (2006-12-0017)


Vinna við gerð aðalskipulags hafnarsvæðis er í vinnslu í samræmi við rammaskipulag.


Farið yfir stöðu mála í dag og þær breytingar sem orðið hafa, meðan að á vinnslu skipulagsins  hefur staðið. 


Umhverfisnefnd samþykkir þær breytingar sem orðið hafa og bendir einnig á aðrar breytingar sem betur mættu fara.



3. Fjarðarstræti 20, Ísafirði. ? Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði.  (2006-11-0110)


Lögð fram umsókn dagsett 24. nóvember  2006, frá Ásel ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóð fyrir atvinnuhúsnæði að Fjarðarstræti 20, Ísafirði.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda lóðarinnar. Umhverfisnefnd bendir á að til að hægt verði að úthluta lóðinni samkvæmt gildandi deiliskipulagi þá þurfi að færa grjótvörn um 20 metra til norðurs.



4. Skeið í Skutulsfirði. ? Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði.   (2006-11-0098)


Lögð fram umsókn dagsett 21. nóvember  2006, frá Halldóri Antonssyni og Dagnýju Þrastardóttur, Ísafirði, þar sem sótt er um 4 lóðir fyrir atvinnuhúsnæði að Skeiði, Ísafirði. Lóðir sem um ræðir eru merktar á fylgiblaði með umsókninni.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að umsókn Halldórs og Dagnýjar um lóðirnar verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðunum  innan eins árs frá úthlutun þeirra.



5. Borgartún, Reykjarfirði. ? Umsókn um byggingarleyfi.   (2006-11-0121)


Lögð fram umsókn dagsett 28. nóvember 2006, frá Steinunni Ragnarsdóttur þar sem hún sækir um byggingarleyfi fyrir tæplega 75 m² sumarhús á lóðinni Borgartún í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi hinum forna, skv. teikningum frá Teiknivangi. Lagt hefur verið inn til byggingarfulltrúa stofnskjal og lóðaleigusamningur við eigendur lands í Reykjarfirði, þar sem þeir samþykkja byggingu fyrirhugaðs sumarhúss.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimilda Skipulagsstofnunnar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga. Umhverfisnefnd bendir á að fullnaðar byggingar-nefndarteikningar þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt.



6. Hafnarstræti 7, Ísafirði. - Loftræstistokkur.   (2006-11-0113)


Lagt fram bréf frá H?7 dagsett 28. nóvember sl., þar sem óskað er eftir leyfi til að setja loftræstistokk utan á húsið Hafnarstræti 7, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá VST á Ísafirði.


Umhverfisnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir loftræstistokknum.



7. Mjósund á Ísafirði. ? Ný aðveitustöð.   (2006-06-0021)


Lögð fram fundargerð dagsett 22. nóvember sl., þar sem fundað var um staðsetningu aðveitustöðvar Orkubús Vestfjarða og Landsnets hf. á Ísafirði. Fundinn sátu: Árni Stefánsson og Ingólfur Eyfells frá Landsneti, Jakob Ólafsson frá Orkubúi Vestfjarða og Jóhann B. Helgason og Svanlaug Guðnadóttir frá Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær óskaði eftir því að OV og Landsnet skoði eftirfarandi valkosti, meti kosti og galla hvers þeirra og leggi fyrir umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar. Valkostir sem um ræðir eru lóð við Mjósund, lóð á Skeiði og varnargarður ofan við núverandi stöð í Stórurð.


Umhverfisnefnd óskar eftir nánari útfærslu frá OV og Landsneti hf. á nýtingu lóðarinnar við Mjósund.



8. Lóðamál Neðri Tungu í Skutulsfirði.   (2006-11-0020)


Á 505. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 5. desember s.l., var erindi eiganda húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirði vísað til úrvinnslu í umhverfisnefnd. Á fundinum var lagt fram bréf Önnu Guðrúnar Gylfadóttur, byggingarfulltrúa, dagsett 22. nóvember s.l., er varðar lóðamál húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirði.  Bæjarráð fól á 502. fundi sínum, byggingarfulltrúa að staðsetja á teikningu þær húseignir, sem tilgreindar voru í kaupsamningi dagsettum 20. júlí 2005, varðandi sölu húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirði.  Bréfi byggingarfulltrúa fylgir uppdráttur er sýnir staðsetningu húseignanna.


Umhverfisnefnd óskar álits bæjarlögmanns á málinu og frestar erindinu þar til álit hans  liggur fyrir.



9. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.


Starfsmaður Teiknistofunnar Eik á Ísafirði, Gunnar Páll Eydal, mætti á fundinn til að fara yfir stöðu mála og hvert framhaldið er í aðalskipulagi hafnarsvæðis á Ísafirði.


Gunnar fór yfir stöðu mála varðandi aðalskipulagið.  Fundur verður haldinn miðvikudaginn 17. janúar 2007 kl 16.00 og dagskrá fundarins er stefnumótun í aðalskipulagsmálum.



10. Úttekt og æfing 2006. (2006-11-0072)


Lagt fram svar Slökkviliðsstjóra vegna bréfs sem lagt var fram á 246. fundi umhverfisnefndar frá Brunamálastofnun dags. 24 maí 2006, þar sem kynnt er niðurstaða úttektar á vatnsöflun hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar, sem gerð var 25. apríl 2006.


Umhverfisnefnd tekur undir þau sjónarmið, sem Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, leggur fram í svari sínu til Brunamálastofnunar.



11. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar frá janúar til október 2006.


Lögð fram skýrsla Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, um rekstur og fjárfestingar frá    janúar til október 2006.


Lagt fram til kynningar. Bent er á að skýrslan er ekki með þeim aukafjárveitingum sem bæjarstjórn hefur gefið heimildir fyrir og gefur því ekki rétta mynd af stöðu mála.


Fleira ekki gert, fundargerð undirrituð.  Fundi kl. 10:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Védís Geirsdóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.    


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi. 


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


 





Er hægt að bæta efnið á síðunni?