Skipulags- og mannvirkjanefnd - 244. fundur - 8. nóvember 2006

Mættir:  Kristján Kristjánsson, varaformaður, Geir Sigurðsson, Björn Davíðsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.1. Sævangur í landi Lækjaróss. - Breyting á sumarhúsi í íbúðarhúsnæði.  (2006-11-00)


Lagt fram bréf dagsett 19 október sl., frá Bernharði Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir því að sumarhús hans Sævangur í landi Lækjaróss í Dýrafirði verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhúsnæði. Bernharður er í dag með lögheimili sitt í sumarhúsinu.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað þar sem sumarhúsið uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar nr. 441/1998 um innra skipulag íbúða og einbýlishúsa. 2. Viðbygging við Hafnarstræti 9 - 11, Þingeyri. ? Fiskvinnsluhús Vísis hf. (2006-11-00)


Lagt fram bréf dags. 3 nóvember 2006 frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., f.h.eigenda að Hafnarstræti 9-11, Þingeyri, þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa viðbyggingu við dæluhús. Um er að ræða timburviðbyggingu milli steyptra veggja spennistöðvar og vélasalar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.3. Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. ? Umsókn um lóð undir frystigeymslu.  (2006-10-0116)


Lagt fram bréf frá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf., dags. 25. október 2006, þar sem sótt er um lóð undir frystigeymslu ásamt tilheyrandi aðstöðu á Sundarhafnarsvæðinu. Um er að ræða 5.000 tonna frystigeymslu með stækkunarmöguleikum í 10.000 tonn.


Á fundi hafnarstjórnar þann 1. nóvember sl., var umsókn HG  tekið fyrir. Hafnarstjórn mælir með því að HG fái umbeðna lóð og mælir jafnframt með, að gert verði ráð fyrir frystiklefa á þessum stað við gerð á nýju deiliskipulagi.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðin verði samkvæmt mæliblaði.4. Sindragata 5 - 7, Ísafirði.  ? Umsókn um byggingarleyfi. (2006-06-0096)


Lögð fram umsókn dags. 11. ágúst 2006, sem áður var á dagskrá umhverfisnefndar 23. ágúst 2006 frá Hallvarði Aspelund fh. 3X Stáls ehf. og Sundatanga ehf., þar sem sótt er um leyfi til að reisa tengibyggingu milli húseignanna Sindragötu 5 og  Sindragötu 7, Ísafirði, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.  Málinu var þá vísað til deiliskipulagsgerðar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.5. Skógrækt og skipulag. (2006-10-0135)


Erindi tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 31. október sl. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar til skoðunar. Skógræktarfélag Íslands ályktaði á aðalfundi félagsins m.a. um, að sveitarfélög ætli skógrækt aukið vægi í aðal- og deiliskipulagsáætlunum sínum.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til teiknistofunnar Eikar, sem er að vinna að aðalskipulagi fyrir Ísafjarðarbæ.6. Seljaland í Álftafirði.  (2006-11-0001)


Lagt fram bréf dags. 1 nóvember 2006, frá Jóhanni Bæring Gunnarssyni, verkefnisstjóra tæknideildar, þar sem hann óskar eftir áliti umhverfisnefndar þess efnis hvort auglýsa ætti Seljaland í Álftafirði til sölu. Engar tekjur eru af landinu.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði frestað um sinn.7. Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunnar 2006.  (2006-10-0113)


Lagt fram bréf dags. 20 október 2006, frá Umhverfisstofnun og Náttúruverndarnefnd vegna ársfundar sem haldinn verður 10 nóvember n.k.


Lagt fram til kynningar.8. Aðalstræti 19, Þingeyri. ? Breyting á útliti húss.  (2006-11-00)


Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.,  fh. Eiganda Aðalstrætis 19 á Þingeyri, þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir að klæða og einangra húsið. Einnig er sótt um leyfi til að einangra þak hússins en með þeirri framkvæmd hækkar þak hússins um 200 mm. Einnig er óskað eftir leyfi til að lækka lóð ofan við hús um 1,5 m á 6 m breiðu svæði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.9. Sindragata 13a, Ísafirði. ? Umsókn um lóð.  (2006-10-0056)


Umsókn lögð fram á 243. fundi umhverfisnefndar, þar sem Ómar Helgason fh. óstofnaðs hlutafélags, sækir um lóðina við Sindragötu 13a, Ísafirði. Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.  Álit Hafnarstjórnar er komið og er eftirfarandi:


Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við úthlutunina en bendir á að hún samræmist ekki samþykktu rammaskipulagi.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að hefja vinnu við deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina.10. Lyngholt, Snæfjallaströnd. ? Sala á lóð og fasteignum. (2006-11-00)


Lagt fram bréf frá Engilbert Ingvarssyni vegna kaupa á jörðinni Lyngholt á Snæfjallaströnd og fasteignum sem á henni eru.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti vegna kaupa á jörðinni og þeim eignum sem henni fylgja.11. Sindragata 4 ? 4a, Ísafirði.


Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar að Sindragötu 4, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði auglýst með vísan til 2. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.12. Fjárhagsáætlun 2007.


Umræða vegna fjárhagsáætlunar 2007.


Farið var yfir gerð fjárhagsáætlunar. Frekari umræða á næsta fundi umhverfisnefndar.13. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.  (2006-03-0038)


Kynnt drög að breytingu aðalskipulags.14. Önnur mál.


a. Komið hafa fram athugasemdir við brunaöryggi vegna lokunar flóttaleiða nýbyggingar Grunnskólans á Ísafirði.


Umhverfisnefnd beinir þeim tilmælum til byggingarnefndar Grunnskólans að fyllsta öryggis verði gætt meðan á framkvæmdum stendur.


b. Mál skíðasvæðisins rædd og þeirra framkvæmda sem þar eru í gangi.


c. Lögð fram teikning frá Tækniþjónustu Vestfjarða, sem sýnir lóðarfrágang Tunguár-virkjunar.


d. Kristján Kristjánsson, varaformaður umhverfisnefndar, sat sinn síðasta fund og þakkaði hann fyrir samstarfið. Honum eru einnig þökkuð vel unnin störf.15. Afgreidd mál Byggingarfulltrúa:


Sundstræti 21, Ísafirði. Ósk um að reisa 4 m² garðskúr á lóðinni.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.


Kristján Kristjánsson, formaður.


Geir Sigurðsson.       


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.   


Björn Davíðsson.


Anna G. Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.    


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?