Skipulags- og mannvirkjanefnd - 243. fundur - 25. október 2006

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Albertína Elíasdóttir, Björn Davíðsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Gestir fundarins úr byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði voru: Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og Þorsteinn Jóhannesson.


Þetta var gert:



1. Breyting á umferð í nágrenni Grunnskólans á Ísafirði. 


Til fundar umhverfisnefndar er mætt byggingarnefnd Grunnskólans á Ísafirði, til viðræðna um breytingar á umferð í nágrenni Grunnskólans á Ísafirði.  Niðurstaða viðræðna nefndanna var þessi:


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skólalóð verði lokuð fyrir allri umferð nema umferð vegna fatlaðra og vegna neyðarbíla, þá daga sem skólinn starfar frá kl. 07:45 til 15:00,  frá gatnamótum Austurvegar og Norðurvegar. 


Tæknideild falið að boða til fundar með íbúum, sem eiga aðkomu að Aðalstræti á milli Silfurgötu og Austurvegar,  þriðjudaginn 31.  október n.k.  kl 20:00.


Varaslökkviliðsstjóri vék af fundi kl 17:10.



2. Tækni og vit 2007.


Lagður fram bæklingur frá AP sýningum þar sem sýningin ,,Tækni og vit 2007? er kynnt.  Sýningin verðu haldin í Fífunni, Kópavogi, 8.-11. mars 2007.


Lagt fram til kynningar.



3. Eikarlundur 5, Ísafirði. ? Umsókn um lóð.  (2005-12-0004)


Lögð fram umsókn dags. 16. október 2006, frá Njáli F. Gíslasyni, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina við Eikarlund 5, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



4. Umhverfismat Samgönguáætlunnar 2007 - 2018.  (2006-10-0069)


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneytinu, þar sem kynnt er umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007-2018.  Gögn má finna á heimasíðum samgönguráðuneytisins og undirstofnanna þess: www.samgonguraduneyti.is   www.caa.is   www.sigling.is   og www.vegagerdin.is   Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er til og með 20. nóvember 2006.


Lagt fram til kynningar.  Málið verður tekið upp á næsta fundi nefndarinnar.



5. Hnotulundur 3, Ísafirði.  (2006-08-0004)


Lagt fram bréf dagsett 3. október 2006, frá Maron Péturssyni, Ísafirði, þar sem hann afsalar sér lóðinni að Hnotulundi 3, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



6. Sindragata 13a, Ísafirði. ? Umsókn um lóð.  (2006-10-0056)


Lögð fram umsókn dags. 10. október 2006, frá Ómari Helgasyni fh. óstofnaðs hlutafélags, þar sem sótt er um lóðina við Sindragötu 13a, Ísafirði.


Umhverfisnefnd óskar eftir áliti hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.  Umhverfisnefnd bendir á að erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag,  en ekki í samræmi við rammaskipulag. Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að málinu.



7. Göngustígur á milli Ísafjarðar og Hnífsdals.  (2006-10-0026)


Lagt fram bréf frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar, þar sem erindi frá Íbúasamtökunum í Hnífsdal, um að lagður verði göngustígum milli Ísafjarðar og Hnífsdals, var vísað til umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2007.



8. Sindragata 4, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.  2003-12-0039.


Lagt fram bréf frá 11 Mávum fh. Ágústar og Flosa ehf., þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni við Sindragötu 4 á Ísafirði.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að skv. deiliskipulagi lóðarinnar er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslur við fyrirhugað hús.  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fram fari grenndarkynning.



9. Frumvarp til laga um gatnagerðargjöld.  ( 2006-10-0094)


Erindi frá bæjarráði þar sem óskað er eftir umsögn umhverfisnefndar vegna frumvarps til laga um gatnargerðargjöld, 219. mál, heildarlög. Bréf sem kom frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 19 október sl og var tekið fyrir í bæjarráði 23 október sl.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasefnd við erindið.


 


10. Vinnuferill við gerð fjárhagsáætlunar 2007.


Lagður fram vinnuferill vegna fjárhagsáætlunar 2007.


Lagt fram til kynningar.



11. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar-ágúst 2006.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Úlfarsson.       


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Albertína Elíasdóttir.     


Björn Davíðsson.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.  


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Anna G. Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?