Skipulags- og mannvirkjanefnd - 241. fundur - 4. október 2006

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Albertína Elíasdóttir, Björn Davíðsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Gestir fundarins voru Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Páll Eydal frá Teiknistofunni Eik.1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.  (2006-03-0038)


Lögð fram áfangaskýrsla 1: Gögn og aðferðir, frá Teiknistofunni Eik. Aðalskipulaginu er skipt upp í tvo megin þætti: Hornstrandir og aðliggjandi svæði, og þéttbýli og annað dreifbýli. Í viðauka er endurskoðuð verkáætlun, áfangar 1 ? 7, sem vinnast á tímabilinu frá 10. apríl 2006 til apríl 2008.


Lagt fram til kynningar í umhverfisnefnd. Erla Bryndís og Gunnar Páll komu frá Teiknistofunni Eik og skýrðu frá hugmyndum sínum að framkvæmd aðalskipulagsins og hvað aðalskipulag gengur út á. Bent var á að ekki er áfangaskýrslan endanleg útgáfa þar sem ýmsir aðilar geta komið inn í vinnsluferlið með athugasemdir og jafnvel unnið að gerð aðalskipulagsins. Bent var á að ekki væru Skjólskógar og átthagafélög inni í skýrslunni og verður þeim boðið að taka þátt í vinnslu skipulagsins. Enda er það allra hagur að sem flestir komi að vinnslu skipulagsins. Rædd voru næstu skref í framkvæmdarferlinu. Stefnt er að því að halda Hornstrandarráðstefnuna 12. janúar 2007. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Úlfarsson.       


Björn Davíðsson.


Albertína Elíasdóttir.     


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.    


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Anna G. Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?