Skipulags- og mannvirkjanefnd - 237. fundur - 2. ágúst 2006

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kristján Kristjánsson, Magdalena Sigurðardóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Védís Geirsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs og starfandi byggingarfulltrúi, sem ritaði fundargerð.1. Látrar í Aðalvík.  (2006-07-0068)


Lögð fram umsókn dags. 26. júlí 2006, frá Matthildi Guðnýju Guðmundsdóttur og Jóni Frey Þórarinssyni, þar sem sótt er um leyfi til að setja niður geymsluhús við húsið Látar að Látrum í Aðalvík.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar Umhverfisstofnunar á erindinu, sbr. ?Samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornstöndum.?2. Reiðvegur á Kirkjubólshlíð.  (2006-07-0067)


Lagt fram bréf dags. 25. júlí 2006 frá Vegagerðinni þar sem kynntar eru áframhaldandi framkvæmdir Vegagerðarinnar og Hestamannafélagsins Hendingar við reiðveg á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði.  Um er að ræða áframhald á lagningu reiðvegar, framkvæmd sem hófst sumarið 2004.


Lagt fram til kynningar.3. Eyrargata 15, Suðureyri.  (2006-07-0063)


Lagt fram bréf dags. 24. júlí 2006 frá Jóni Víði Njálssyni, Suðureyri, þar sem hann sækir um stækkun á lóðinni að Eyrargötu 15 á Suðureyri.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að Jóni Víði Njálssyni verði úthlutuð umrædd lóð.4. Hnotulundur 1, Ísafirði. ? Umsókn um lóð.  (2006-07-0046)


Lögð fram umsókn dags. 14. júlí 2006 frá Sveini H. Þorbjörnssyni, þar sem sótt er um lóðina við Hnotulund 1, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð, að umsókn Sveins H. Þorbjörnssonar um lóðina verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.5. Hnotulundur 3, Ísafirði.? Umsókn um lóð.  (2006-08-0004)


Lögð fram umsókn dags. 31. júlí 2006 frá Maron Péturssyni, þar sem sótt er um lóðina við Hnotulund 3, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að umsókn Marons Péturssonar um lóðina verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.6. Hnotulundur 2, Ísafirði. ? Umsókn um lóð.  (2006-07-0047)


Lögð fram umsókn dags. 18. júlí 2006 frá Jóni Hálfdán Jónassyni, þar sem sótt er um lóðina við Hnotulund 2, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að umsókn Jóns Hálfdáns Jónassonar um lóðina verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.7. Hnotulundur 4, Ísafirði. ? Umsókn um lóð.  (2006-07-0048)


Lögð fram umsókn dags. 18. júlí 2006 frá Júlíusi B. Árnasyni, þar sem sótt er um lóðina við Hnotulund 4, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að umsókn Júlíusar B. Árnasonar um lóðina verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.8. Hnotulundur 2-4, Ísafirði. ? Umsókn um byggingarleyfi.  (2006-07-0047)


Lögð fram umsókn dags. 31. júlí 2006 frá Jóni H. Jónassyni þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir parhús á lóðunum að Hnotulundi 2 og 4, Ísafirði, skv. teikningum frá Pro-Ark.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að erindið verði samþykkt.9. Áhaldageymsla við kirkjugarð Flateyrar.  (2006-06-0041)


Lögð fram umsókn dags. 10. júlí 2006 frá sóknarnefnd Flateyrar, þar sem sótt er um leyfi til að reisa áhaldageymslu við kirkjugarðinn á Flateyri skv. teikningu frá Pétri Jónssyni, landslagsarkitekt.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að erindið verði samþykkt.10. Flutningur húss frá Árvöllum 5 í Hnífsdal, að Grenilundi 8, Ísafirði. (2006-05-0046)


Lögð fram umsókn dags 28. júlí 2006 frá Benedikt Bjarnasyni, þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús frá Árvöllum 5 í Hnífsdal að Grenilundi 8, Ísafirði.  Meðfylgjandi umsókninni eru skissur af væntanlegu fyrirkomulagi.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að erindið verði samþykkt og bendir á að skila þarf inn fullgildum byggingarnefndarteikningum.11. Eikarlundur 5, Ísafirði.  (2005-12-0004)


Lagt fram bréf dags. 24. júlí 2006 frá Sigrúnu A. Elvarsdóttur, þar sem hún afsalar sér lóðinni að Eikarlundi 5, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.12. Eikarlundur 1, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.  (2006-04-0027)


Tekið fyrir að nýju erindi frá Guðnýju H. Harðardóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að lóðinni að Eikarlundi 1, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð, að erindið verði samþykkt.13. Grunnskólinn á Ísafirði. - Umsólkn um byggingarleyfi.  (2005-06-0019)


Tekið fyrir að nýju erindi bæjartæknifræðings, þar sem sótt er um byggingarleyfi (2. áfangi) skv. teikningum frá Arkiteó ehf. fyrir viðbyggingu milli ,,nýja barnaskólans? og ,,gamla barnaskólans? við Aðalstræti á Ísafirði.


Einnig lagt fram bréf frá húseigendum að Silfurgötu 1, Ísafirði, þar sem þeir telja  fjarlægð milli húsa vera of litla, skv. byggingarreglugerð.


Umhverfisnefnd bendir á að fjarlægð milli Grunnskólans og Silfurgötu 1 er nokkru meiri, en fjarlægðin sem var á milli Silfurgötu 1 og Aðalstrætis 32. 


Með vísan í byggingarreglugerð leggur umhverfisnefnd til við bæjarráð, að byggingarleyfið verði samþykkt.14. Drög að frumvörpum um skipulags- og byggingarmálefni.  (2006-07-0013)


Lagt fram bréf dags. 30. júní 2006 frá umhverfisráðuneytinu er varðar frumvarp til laga um mannvirki annars vegar og frumvarp til skipulagslaga hins vegar.  Hægt er að nálgast frumvarpið á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að óska eftir fresti til að skila umsögn um frumvarpið.15. Starfsleyfi fyrir Funa.  (2006-07-0022)


Lagt fram bréf dags. 6 júlí 2006 frá umhverfisstofnun þar sem lögð er fram tillaga að starfsleyfi fyrir sorpbrennsluna Funa á Ísafirði, til kynningar fyrir almenning.


Lagt fram til kynningar.16. Hafnarstræti 17, Ísafirði. - Lóðarumsókn.  (2006-05-0079)


Tekin fyrir að nýju umsókn Hallvarðar Aspelund fyrir hönd Íslenska eignarhaldsfélagsins ehf. um lóðina að Hafnarstræti 17, Ísafirði.  Bæjarráð vísaði erindinu aftur til umhverfisnefndar til endurskoðunar, þar sem Vélsmiðjan Þristur ehf., Ísafirði hefur dregið umsókn sína um byggingarlóð að Hafnarstræti 17, Ísafirði, til baka.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að kanna ráðstöfunarrétt Ísafjarðarbæjar á lóðinni og frestar því afgreiðslu.17. Asparlundur 8, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.  (2006-03-0067)


Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Óskarssyni og Sigríði L. Sigurðardóttur, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni að Asparlundi 8, Ísafirði, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að erindið verði samþykkt.18. Asparlundur 7, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.  (2006-05-0078)


Tekin fyrir að nýju umsókn frá Haraldi Hákonarsyni, þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni að Asparlundi 8, Ísafirði, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð,  að erindið verði samþykkt.19. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Endurbygging á húsinu Fjarðargötu 72, Þingeyri.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:05


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kristján Kristjánsson.      


Védís Geirsdóttir.


Magdalena Sigurðardóttir.    


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?