Skipulags- og mannvirkjanefnd - 236. fundur - 12. júlí 2006

Mættir:  Kristján Kristjánsson, varaformaður, Albertína Elíasdóttir, Geir Sigurðsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Védís Geirsdóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri og Jóhann Birkir Helgason sviðstjóri umhverfissviðs og starfandi byggingarfulltrúi, sem ritaði fundargerð.





1. Ásgeirsgata, Ísafirði, ? umsókn um lóð.  (2006-07-0028)


Lögð fram umsókn dags. 7. júlí 2006 frá Sigurborgu Þorkelsdóttur, þar sem sótt er um lóðirnar við enda Ásgeirsgötu innanverða næst Sundabakka.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu.  Jafnframt leggur umhverfisnefnd áherslu á að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði hraðað.



2. Pollgata 2, Ísafirði, ? breytingar á húseign.  (2006-02-0047)


Tekið fyrir að nýju erindi frá Pólnum ehf., þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak um 2,33 m á 10 m löngu svæði og breyta um leið þakhalla.  Setja svalir á suðurhlið og breyta notkun 3. hæðar úr sal í íbúð.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



3. Sundstræti 36, Ísafirði. (2005-03-0094)


Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða f.h. G 7, þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum.  Nú er gert ráð fyrir 9 íbúðum í norðurenda hússins í stað 15 íbúða.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



4. Asparlundur 1, Ísafirði.  (2006-03-0074)


Lagt fram bréf dags. 5. júlí 2006 frá Ómari Helgasyni, þar sem hann afsalar sér lóðinni að Asparlundi 1, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



5. Asparlundur 1. Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-03-0074)


Lögð fram umsókn dags. 10. júlí 2006 frá Ásel þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 1, Ísafirði.  Þá kemur fram í umsókninni að fyrirtækið afsali sér lóðinni að Asparlundi 6, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn Ásels um lóðina verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðarúthlutun falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



6. Deiliskipulag-Tunguskeiði á Ísafirði.


Lögð fram tillaga frá teiknistofunni Eik dags. 23. júní 2006, að ósk umhverfisnefndar um breytingu á deiliskipulagi í Lundahverfi sem tekur til gatnanna Grenilundar, Eikarlundar og Asparlundar.  Búið er að endurskoða byggingarreiti fyrir einbýlishúsalóðir í ofantöldum götum.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.



7. Steypustöð, Grænagarði, Ísafirði.  Umsókn um byggingarleyfi. (2006-06-0078)


Lögð fram umsókn frá Eyrarsteypu ehf., Grænagarði, dags. 26. júní 2006 þar sem sótt er um leyfi umhverfisnefndar til þess að gera eftirfarandi breytingar á húsnæði fyrirtækisins:


1.  Fjarlægja tvö sementssíló úr stáli sem standa við hlið steypustöðvarinnar.


2 a) Fjarlægja steypustöð og tilheyrandi húsnæði sem byggt hefur verið utan um stöðina.


2 b) Fjarlægja byggingu sem stendur á milli stóra sementssílósins og eldri byggingar (rörasteypu). 2 c) Reisa viðbyggingu úr stáli og timbri í stað þeirra húsa sem rifin verða.


Umhverfisnefnd lítur svo á að ekki sé um nýbyggingu að ræða og því gildi ekki ákvæði um bann við byggingum á lóðinni.  Í því ljósi leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



8. Sundahöfn, umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. (2006-06-0077)


Lögð fram umsókn frá Laua ehf., Sigurlaugi Baldurssyni, dags 26. júní 2006 um lóð til byggingar á 300-400 fermetra atvinnuhúsnæðis ásamt geymslusvæði á Sundahafna- svæðinu á Ísafirði.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu.  Jafnframt leggur umhverfisnefnd áherslu á að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði hraðað.



9. Umsókn um leyfi fyrir sumarbústað í Tunguskógi. (2003-12-0074)


Lögð fram umsókn frá Friðgerði Guðmundsdóttur dags. 1. júní 2006, um að flytja sumarhús á lóð nr. 70 í Tunguskógi.  Um er að ræða gamla gæsluvallarhúsið við Túngötu á Ísafirði, sem er sumarhús frá Finnlandi.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, enda verði núverandi hús fjarlægt.



10. Stofnskjal vegna ,,Veðrará-ytri? í Önundarfirði.  (2006-06-0091)


Lagt fram stofnskjal, ódags. frá Sigurði H. Garðarssyni vegna lóðanna Veðrarár-ytri 1, 2, 3 og 4 í Önundarfirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnskjalið verði samþykkt.



11. Hafnarstræti 17, Ísafirði, lóðarumsókn.  (2006-05-0079)


Lögð er fram umsókn dags. 29. júní 2006 frá Hallvarði Aspelund fyrir hönd Íslenska eignarfélagsins ehf., um lóðina að Hafnarstræti 17 á Ísafirði. Áætlað er að reist verði hús sem mun meðal annars hýsa veitingastaðinn Subway.


Umhverfisnefnd bendir á að umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar og leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.



12. Deiliskipulag lóða á Suðureyri.  (2005-12-0008)


Auglýsingaferli vegna breytinga á deiliskipulagi á Suðureyri er lokið.  Fjórar athugasemdir bárust frá:


1.   Guðnýju Guðmundsdóttur og Sigurvin Magnússyni, eigendum fasteignarinnar að Sætúni 9, Suðureyri.


2.   Þorleifi K. Sigurvinssyni og Arnheiði I. Svanbergsdóttur, leigjendum fasteignarinnar að Sætúni 9, Suðureyri.


3.   Unni Sigurvinsdóttur og Paul Fawcett til heimilis að Sætúni 7, Suðureyri.


4.   Náttúrustofu Vestfjarða f.h. Jens Hólm frá Suðureyri og frá Jens Hólm.


Í athugasemdum kemur fram mikil óánægja fólks með fyrirhugaðar breytingar á svæðinu á milli Sætúns og þjóðvegarins til Suðureyrar.


Umhverfisnefnd bendir á að deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag og því lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt.



13. Tengibygging á milli Sindragötu 5 og 7, Ísafirði.  (2006-06-0096)


Lögð er fram fyrirspurn frá Hallvarði Aspelund, fyrir hönd eigenda húseignanna Sindragötu 5, Ísafirði, sem er í eigu 3X-Stáls, og Sindragötu 7, Ísafirði, sem er í eigu Sundatanga, þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á byggingu tengibyggingar milli húseignanna. Um er að ræða stálgrindarhús með stálsamlokueiningum og þakdúk á þaki. Fyrirhugað er að steypa sökkla undir veggi og notast við malbikað plan að mestu leyti sem gólfplötu.


Erindinu frestað og óskar umhverfisnefnd frekari gagna.



14. Styrkveitingar EBÍ 2006.  (2006-06-0087)


Erindi frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar, framsent erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 27. júní 2006 er varðar styrki úr styrktarsjóði EBÍ 2006.


Lagt fram til kynningar.



15. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar-maí 2006.


Lagt fram til kynningar.



16. Önnur mál.


a) Leiksvæði í Holtahverfi.


Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með fyrirhugað leiksvæði milli hverfanna og er hér verið að vinna í anda skipulagsins frá árinu 1974.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:42.


Kristján Kristjánsson, varaformaður.


Albertína Elíasdóttir.      


Védís Geirsdóttir.


Geir Sigurðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.     


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?