Skipulags- og mannvirkjanefnd - 233. fundur - 24. maí 2006

Mættir:  Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Ö. Guðmundsson, Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.


Erla Bryndís og Gunnar Páll Eydal frá Teiknistofunni Eik komu á fundinn kl. 8:00 til viðræðna um aðalskipulagsvinnu.1. Asparlundur 8, Ísafirði, ? umsókn um byggingarleyfi. (2006-05-0103)


Lögð fram umsókn, dags. 19. maí 2006, frá Tækniþjónustu Vestfjarða f.h. Sigurðar Óskarssonar og Sigríðar L. Sigurðardóttur, Seljalandsvegi 69, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóðinni að Asparlundi 8, Ísafirði, skv. framlögðum teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. maí 2006.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu þar sem teikningar eru ekki í samræmi við byggingarskilmála lóðarinnar.


 


2. Asparlundur 7, Ísafirði, umsókn um byggingarleyfi.(2006-05-0078)


Lögð fram umsókn, dags. 19. maí 2006, frá Haraldi Hákonarsyni þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni að Asparlundi 7, Ísafirði, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu þar sem teikningar eru ekki í samræmi við byggingarskilmála lóðarinnar.3. Hafnarstræti 17, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-05-0079)


Lagt fram bréf, dags. 18. maí 2006, frá Vélsmiðjunni Þristi þar sem sótt er um lóðina að Hafnarstræti 17 á Ísafirði, til byggingar verslunarhúss.


Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur tæknideild að afla frekari upplýsinga.4. Stofnun lögbýla að Kjós og Leiru, Jökulfjörðum.  (2006-04-0054)


Lagt fram minnisblað, dags. 19. maí 2006, frá bæjarlögmanni varðandi erindi Sólbergs Jónssonar, um stofnun lögbýla á jörðunum Leiru og Kjós í Jökulfjörðum, sbr. 232. fund umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd telur engin rök til að taka efnislega afstöðu til málsins, en er til efs að skynsamlegt sé að hefja búrekstur á þessu svæði.5. Húsakaup og ný staðsetning þess.  (2006-05-0022).Lögð fram bréf, dags. 4. maí 2006, frá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar ehf.,  þar sem rætt er um hugsanleg kaup á húsi, sem er nú staðsett við gæsluvöllinn á Túngötu, Ísafirði og möguleika á að staðsetja það til bráðabirgða við aðstöðu félagsins við Sundahöfn á Ísafirði.  Erindin voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs 8. maí s.l., sem vísaði þeim til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við sölu á húsinu og gerir ekki, fyrir sitt leiti, athugasemd við að húsið verði staðsett á hafnarkanti til bráðabirgða (til 2ja ára).6. Grenilundur 8, Ísafirði, - umsókn um lóð. (2006-05-0046)


Lagt fram bréf, dags. 10. maí 2006, frá Halldóri Inga Magnússyni, þar sem hann afsalar sér rétti til lóðarinnar að Grenilundi 8, Ísafirði.


Lögð fram umsókn, dags. 12. maí 2006, frá Spýtunni ehf., Hjallavegi 11, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Grenilundi 8, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn Spýtunnar ehf., um lóðin verði samþykkt með þeim skilmálum, sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.7. Aðalskipulagsbreyting vegna skólalóðar. (2005-06-0019).


Auglýsingaferli vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðar vegna grunnskólalóðar á Ísafirði er lokið.  Athugasemd barst frá Mörkinni lögmannsstofu ehf., f.h. Áslaugar Jensdóttur, Austurvegi 7, Ísafirði,  dags. 17. maí 2006.  Jafnframt er lagður fram mótmælaundirskriftalistar, sem 82 aðilar skrifa undir.  Í báðum tilfellum er mótmælt þeirri breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 - 2009, sem  var til kynningar frá og með 27. apríl til 18. maí 2006.  Jafnframt lagt fram minnisblað bæjartæknifræðins, dags. 19. maí 2006, varðandi málið.


Umhverfisnefnd telur að um misskilning sé að ræða í framkomnum athugasemdum.  Ekki standi til að hefja byggingaframkvæmdir á Austurvelli né breyta honum á nokkurn hátt.  Hinsvegar er verið að breyta skilgreiningu á landnoktun til samræmis við gildandi deiliskipulag, sem samþykkt var í 16. október 1997 og gildandi skilgreiningar á landnotkun í skipulagsreglugerð.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson lagði fram svofellda bókun:


?Hér er staðfest í aðalskipulagi ferli sem hófst á árinu 1997, þar sem bæjarsjóður ákvað að Austurvöllur skildi skilgreindu sem skólalóð.


Með þessu skipulagi er ljóst að Austurvöllur, sem almenningsgarður heyrir sögunni til.?8. Lóðamál við Skólagötu 1, Suðureyri. (2006-05-0071)


Lagt fram tölvubréf, dags. 21. maí 2006 frá Grétari Eiríkssyni þar sem hann sækir um stækkun lóðarinnar að Skólagötu 1 á Suðureyri sbr. meðfylgjandi uppdrætti.


Umhverfisnefnd bendir á að umrædd lóð er í notkun og því ekki til úthlutunar.9. Bílastæði við Hlíðarveg 1 og 3, Suðureyri. (2006-05-0082)


Lagt fram bréf, dags. 17. maí 2006, frá eigendum að Hlíðarvegi 2 á Suðureyri, þar sem þeir óskað eftir að fá til afnota lóð fyrir bílastæði milli Hlíðarvegs 1 og 3 á Suðureyri.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.10. Förgun á fiskslógi. 


Rætt um förgun á fiskslógi. Nefndar eru til þrjár megin lausnir, allur afli komi slægður að landi, urðun og slógið flutt á haf út.  Umhverfisnefnd líst best á þá síðastnefndu og telur rétt að hún verði skoðuð nánar, einkum með hliðsjón af kostnaði.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:00.


Kristján Kristjánsson, formaður.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.    


Magdalena Sigurðardóttir.


Jón S. Hjartarson.      


Björgmundur Ö. Guðmundsson.


Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.   


Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?