Skipulags- og mannvirkjanefnd - 232. fundur - 10. maí 2006

Mættir:  Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.


Magdalena Sigurðardóttir var fjarverandi og mætti Sigurður Hreinsson í hennar stað.  Björgmundur Ö. Guðmundsson var fjarverandi og mætti enginn í hans stað.  Jón S. Hjartarson var fjarverandi og mætti Jónas S. Birgisson í hans stað.



1. Grenilundur 4, Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-04-0058)


Lögð fram umsókn, móttekin 26. apríl 2006, frá Jóni Sigmundssyni, Múlalandi 14, Ísafirði, þar sem hann sækir um lóðina að Grenilundi 4, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



2. Asparlundur 4, Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-05-0032)


Lögð fram umsókn, móttekin 8. maí 2006, frá Ásel ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 4, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



3. Asparlundur 6, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-04-0058)


Lögð fram umsókn, móttekin 8. maí 2006, frá Ásel ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 6, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



4. Stofnun lögbýla að Kjós og Leiru, Leirufirði. (2006-04-0054).


Lagt fram bréf, dags. 19. apríl 2006, frá Sólbergi Jónssyni þar sem hann fer fram á umsögn Ísafjarðarbæjar á umsókn sinn til Lanbúnaðarráðuneytis um stofnun lögbýla á ofangreindum jörðum.  Erindið var tekið fyrir í bæjarráði 24. apríl sl. og vísaði bæjarráð erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.


Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu en óskar umsagnar bæjarlögmanns m.a. með hliðsjón af Vegalögum nr 45/1994 og Jarðalögum 81/2004.



5. Reiðhöll á Söndum í Dýrafirði. (2005-08-0019).


Lagt fram bréf, dags. 4. maí 2006, frá Knapaskjóli ehf., þar sem sótt er um leyfi til að reisa 820m2 reiðhöll á 6600m2 lóð að Söndum í Dýrafirði, skv. teikningu frá Fjölhönnun, dags. 2. maí 2006.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin um byggingarleyfið verði samþykkt og að leitað verði heimilda Skipulagsstofnunnar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga.



6. Olíuafgreiðsla og makaskipti á lóðum við Sindragötu, Ísafirði. (2005-09-0076)


Lagt fram bréf, dags. 27. apríl 2006, frá Eimskip og Skeljungi varðandi möguleika á makaskiptum á lóðum við Sindragötu og uppsetningu á aðstöðu til að afgreiða olíu fyrir flutningabíla og vinnuvélar.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á þessu erindi og felur jafnfram tæknideild að vinna áfram að málinu.



7. Spennistöð á Suðurtanga, Ísafirði. (2006-05-0005).


Lagt fram bréf, dags. 28. apríl 2006, frá Orkubúi Vestfjarða þar sem óskað er eftir lóð fyrir ca. 25m2 spennistöð á Suðurtanga, Ísafirði, ásamt lagnaleið að lóðinni.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna að málinu í samráði við Orkubú Vestfjarða og leggja síðan fyrir umhverfisnefnd.



8. Endurbygging að Húsatúni, Látrum í Aðalvík. (2006-05-0004)


Lagt fram bréf, dags. 23. apríl 2006, frá Friðrik Ara Friðrikssyni þar sem hann sækir um heimild til endurbygginga íbúðarhússins að Húsatúni á Látrum í Aðalvík á grunni núverandi húss., skv. teikningu dags. 15. apríl 2006.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar Umhverfisstofnunar á erindinu, sbr. ?Samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornstöndum.?


 


9. Seljalandsvegur 2, Ísafirði, bygging bílskúrs. (2005-06-0012)


Tekin fyrir að nýju umsókn um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni að Seljalandsvegi 2, Ísafirði.  Erindið var áður á dagskrá 9. júní 2005.  Lögð fram teikning þar sem eigendur að Seljalandsvegi 4, Ísafirði, hafa samþykkt fyrir sitt leiti byggingu bílskúrsins.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



10. Umsóknir um umhverfisstyrki 2006.


Lagðar fram umsóknir um umhverfisstyrki frá eftirtöldum aðilum:


Sjávarþorpið Suðureyri:  kr. 831.000.-


Lísbet Harðardóttir:   kr. 635.000.- til 965.000.-


Guðrún Pálsdóttir:   kr. Ótilgreint


Skógræktarfélag Ísafjarðar:  kr. 500.000.-


Skógræktarfélag Dýrafjarðar:  kr. 330.000.-


Sæfari:     kr. ótilgreint.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson taldi sig vanhæfan og vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.


Umhverfisnefnd samþykkir að veita eftirtöldum aðilum styrki til þeirra verkefna sem þeir sóttu um:


Sjávarþorpið Suðureyri:  kr. 250.000.-


Lísbet Harðardóttir:   kr. 350.000.-  


Guðrún Pálsdóttir:   kr. 100.000.-



11. Umsögn um Viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og SÍS.


Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarf. þar sem óskað er umsagnar á viðmiðunarreglum, sem verið er að útbúa, varðandi skyldur sveitarfélaga til að leggja til hæfilegt kirkjugarðastæði og efni í girðingar um kirkjugarða.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við viðmiðunarreglurnar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:00.


Kristján Kristjánsson, formaður.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.    


Sigurður Hreinsson.   


Jónas S. Birgisson.      


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri. 


Jóhann B. Helgason,  bæjartæknifræðingur      


Stefán Brynjólfsson,  byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?