Skipulags- og mannvirkjanefnd - 231. fundur - 26. apríl 2006

Mættir:  Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartækni-fræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.


Magdalena Sigurðardóttir var fjarverandi og mætti Sigurður Hreinsson í hennar stað.  Kristján Kristjánsson var fjarverandi og mætti engin í hans stað.1. Mánagata 3, Ísafirði. (2006-04-0038)


Lagt fram bréf, dags. 17. apríl s.l., frá eigendum að Mánagötu 3, Ísafirði, þar sem þau sækja um heimild til að byggja bíslag við inngang í húsið frá Mánagötu, breyta kjallaratröppum og jafnframt setja tröppur við bakhlið hússins.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að byggja tröppur á bakhlið hússins og að inngangur í kjallara frá Mánagötu verði færður upp að húsinu.  Skv. deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar við framhliðar húsa og er því umsókn um byggingu bíslags og byggingu yfir kjallaratröppur hafnað.2. Silfurgata 6, Ísafirði. (2006-04-0039).


Lagt fram bréf , dags. 18. apríl 2006, frá Línu Björgu Sigmundsdóttur, þar sem spurt fyrir er um hvort heimilt yrði að breyta notkun neðri hæðar að Silfurgötu 6, Ísafirði, úr verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði og breyta inngangi þannig að núverandi inngangi verði lokað og gengið yrði inn á neðri hæð hússins um nýjar tröppur frá Brunngötu.


Umhverfisnefnd getur fallist á að loka núverandi inngangi og að fjarlægja tröppur, en athugaðir verði möguleikar á að setja nýjan inngang á austurhlið hússins, þar sem tröppur við vesturhlið hússins munu þrengja að Brunngötu.  3. Olíuafgreiðsla við Sindragötu 13, Ísafirði. (2005-09-0076).


Lagt fram bréf, dags. 18. apríl 2006, frá Skeljungi hf., varðandi möguleika á að setja upp olíuafgreiðslu fyrir flutningabíla og vinnuvélar, á lóð milli Sindragötu 13 og Sindragötu 15 á Ísafirði.  Jafnframt verði höfð makaskipti á lóðum, sbr. nánari útfærslu í bréfinu.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu.4. Eikarlundur 1, Ísafirði. (2006-02-0118)


Lagður fram tölvupóstur frá G7 ehf., Ísafirði,  þar sem tilkynnt er að fyrirtækið afsali sér rétti til lóðarinnar að Eikarlundi 1, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.5. Tangagata 26, Ísafirði, úrskurður ÚSB í kærumáli. (2005-07-0018).


Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar í skipulags- og byggingarmálum varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni að Tangagötu 26, Ísafirði.


Í úrskurðarorði kemur fram að kröfu kæranda um ógildingu byggingarleyfis vegna bílskúrsbyggingarinnar, er hafnað.


Lagt fram til kynningar.6. Uppbygging hérðaðsvega, umsögn um þingsályktunartillögu. (2006-03-0141)


Á fundi bæjarráðs 2. apríl s.l. var bréfi frá samgöngunefnd Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu héraðsvega, vísað til umhverfisnefndar til umsagnar. 


Slóðin að tillögunni er:  www.althingi.is/altext/132/s/0330.html


Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að fjalla um erindið þar sem frestur til að koma athugasemdum á framfæri er liðinn.7. Pólgata 2, Ísafirði. - Bygging anddyris. (2006-04-0040)


Lagt fram bréf, dags. 21. apríl 2006, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, Ísafirði,  f.h. eigenda að Pólgötu 2, Ísafirði, þar sem sótt er um heimild til að byggja anddyri við húsið að Pólgötu 2, skv. meðfylgjandi teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. í apríl 2006.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.8. Deiliskipulag norðan Sætúns, Suðureyri.


Lögð fram tillaga frá Teiknistofunni Eik, dags. 19. apríl 2006, að deiliskipulagi fjörgurra lóða og áningastaðar ferðamanna milli Sætúns og þjóðvegar á Suðureyri.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.9. Malarnám í Langá, Engidal.


Lagður fram samningur annarsvegar milli landeigenda Langár í Engidal og hinsvegar Úlfars ehf., um malarnám í Langá í Engidal og tillaga að frágangi svæðisins í verklok.


Umhverfisnefnd getur fallist á að teknir verði allt að 40.000m3 úr Langá, en beinir samningsgerðinni til bæjarráðs.  Í samningi verði m.a. tekið á um frágang og umgengni um námuna.10. Eikarlundur 1, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-04-0027).


Lögð fram umsókn, dags. 11. apríl 2006, frá Guðný Hönnu Harðardóttur, Eyrardal 5, Súðavík, þar sem hún sækir um lóðina að Eikarlundi 1, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.11. Asparlundur 5, Ísafirði, fyrirspurn vegna bílastæða á lóð. (2006-03-0039).


Lagt fram bréf, dags. 18. apríl 2006, frá Ragnari I. Kristjánssyni, þar sem óskað er umsagnar á fyrirkomulagi bílskúrs og bílastæða á lóðinni, skv. framlögðum teikningum.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við þetta fyrirkomulag á lóðinni.12. Rammaskipulag.


Tæknideild falið að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009 í samræmi við fyrirliggjandi rammaskipulag.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:00.

Björgmundur Örn Guðmundsson, formaður.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.    


Sigurður Hreinsson.   


Jón S. Hjartarson.      


Þorbjörn J. Sveinsson,slökkviliðsstjóri. 


Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur     


Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.


    Er hægt að bæta efnið á síðunni?