Skipulags- og mannvirkjanefnd - 229. fundur - 22. mars 2006

Mættir:  Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson,  Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

Magdalena Sigurðardóttir var fjarverandi og mætti Sigurður Hreinsson í hennar stað. Kristján Kristjánsson var fjarverandi og mætti Jónas Birgisson í hans stað.  Jón S. Hjartarson var fjarverandi og mætti engin í hans stað.

 

1.    Góuholt 14, Ísafirði, bygging sólskála.  (2006-03-0090)

Lögð fram umsókn, dagsett 17. mars 2006, frá Ragnari Kristinssyni, þar sem hann sækir um heimild til að byggja sólstofu við hús sitt að Góuholti 14, Ísafirði, ásamt breytingu á utanhússklæðningu hússins þannig að það verð klætt með steinflísum.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

2.    Asparlundur 1, Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-03-0074).

Lögð fram umsókn dagsett 15. mars 2006, frá Ómari Helgasyni, Árholti 11, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 1, Ísafirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórna að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.

 

3.    Asparlundur 5, Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-03-0039).

Lögð fram umsókn dagsett 6. mars 2006, frá Ragnari Inga Kristjánssyni, Pólgötu 6, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 5, Ísafirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.

 

4.    Asparlundur 5, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-03-0066).

Lögð fram umsókn dagsett 14. mars 2006, frá Burkna Dómaldssyni, Túngötu 15, Suðureyri, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 5, Ísafirði eða Eikarlund 3, Ísafirði, til vara.

Umsókn hafnað um Asparlund 5, Ísafirði, þar sem eldri umsókn um sömu lóð hefur forgang.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin um Eikarlund 3, Ísafirði, verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.

 

5.    Asparlundur 8, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-03-0067).

Lögð fram umsókn dagsett 14. mars 2006, frá Sigurði Óskarssyni, Seljalandsvegi 69, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 8, Ísafirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.

 

6.    Hjallavegur 25, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-03-0088).

Lögð fram umsókn dagsett 15. mars 2006, frá Sigríði Kolbrúnu Aradóttur, Vallarhúsum 28, Reykjavík, þar sem sótt er um lóðina við Hjallaveg 25, Ísafirði.

Umhverfisnefnd bendir á að lóðin að Hjallavegi 25, Ísafirði, er ekki til sem lóð.  Umhverfisnefnd bendir á að svæðið sem umsóknin tekur til, er á B-svæði í ”Hættumati vegna ofanflóða fyrir Ísafjörð og Hnífsdal” og þarf hús því að standast ástreymisþrýsting skv. reglugerð um hættumat vegna ofanflóða.   Umhverfisnefnd telur ekki rétt að úthluta byggingarlóðum á B-hættusvæðum meðan til eru lausar byggingarlóðir í Skutulsfirði.

 

7.    Bátalægi við Reykjanes í Ísafirði.  (2006-03-0052).

Lagt fram bréf , dagsett 6. mars 2006, frá Ferðaþjónustunni Reykjanesi ehf, þar sem óskað er heimildar til að útbúa bátalægi, með dýpkun, við austanvert Reykjanes á móts við suðurenda flugbrautar, en Ísafjaðarðbær er eigandi landsins.  Erindið var tekið fyrir í bæjarráði 13. mars s.l., sem vísaði erindinu til umhverfisnefndar til frekari vinnslu.

Umhverfisnefnd getur fallist á erindið fyrir sitt leiti.

 

8.    Mengunarmælingar frá Funa.

Lögð fram skýrsla, dagsetta í október 2005, frá Hermanni Þórðarsyni og Kristjáni Sigurðssyni varðandi mælingar á mengun frá Funa.  Fram kemur í skýrslunni að mengun frá Funa er undir viðmiðunarmörkum.  Lagt fram til kynningar.

Umhverfisnefnd hvetur til að efnt verði til kynningarátaks um flokkun sorps meðal íbúa og fyrirtækja, sem nýta sér þjónustu Funa.

 

9.    Stofnskjal vegna ”Selabóls” úr landi jarðarinnar Selakirkjubóls í Önundarfirði.

Lagt fram stofnskjal, dags. 20. mars 2006, vegna lóðarinnar ”Selaból”, sem er ca. 1,9 hektara land úr jörðinni Selakirkjuból í Önundarfirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnskjalið verði samþykkt.

 

10.  Afgreiðsla bæjarstjórnar á tillögu umhverfisnefndar.

Á fundi bæjarstjórnar 16. mars sl., var eftirfarandi bókun samþykkt við 13. lið 228. fundagerðar umhverfisnefndar. ,,Með vísan til lýsingar í umsókn Þrastar Jóhannessonar f.h. landeigenda í Reykjarfirði gerir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ekki athugasemd við flutning beltagröfu frá Steingrímsfjarðarheiði í Reykjarfjörð um Fossadalsheiði. Mestur hluti leiðarinnar er í sveitarfélögunum Hólmavíkurhreppi og Árneshreppi. Bæjarstjórn bendir á lög nr. 44/1999 um náttúrvernd og reglugerð nr. 619/1998, um akstur í óbyggðum. Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 619/1998 er umsækjanda bent á að ráðfæra sig við sýslumann vegna flutnings á tæki þá leið sem vísað er til í umsókn. Bæjarstjórn gefur ekki út framkvæmdaleyfi fyrir flutningi beltagröfunnar enda er ekki um framkvæmdaskylda ráðstöfun að ræða heldur flutning á tæki.“

Lagt fram til kynningar.

 

11.  Afgreidd mál byggingarfulltrúa:

  • Bygging anddyris við Aðalgötu 13, Suðureyri.
  • Hurðum fjölgað um tvær á Sindragötu 14, Ísafirði.

12.  Önnur mál.

Bæjartæknifræðingur lagði fram frumdrög að breytingu á deiliskipulagi við Birkilund og Furulund á Ísafirði.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 9:50.

 

Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Jónas Þ. Birgisson.

Sigurður Hreinsson.

Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.

Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?