Skipulags- og mannvirkjanefnd - 227. fundur - 22. febrúar 2006


Mættir:  Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson,  Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.  Magdalena Sigurðardóttir var fjarverandi og mætti Sigurður Hreinsson í hennar stað. Kristján Kristjánsson var fjarverandi og mætti enginn í hans stað.



 



Dagskrá:



1.    Svæði fyrir Mýrarbolta. (2006-02-0100).



Talmenns Mýrarboltafélgs Íslands, þeir Rúnar Óli Karlsson, Jóhann Bæring Gunnarsson og Jón Páll Hreinsson, mættu á fundinn til viðræðna við umhverfisnefnd um framtíðarsvæði fyrir félagið.  Að þeirra mati er sú aðstaða sem félagið hefur haft í Tungudal, Skutulsfirði, heppilegasti kosturinn og fara þeir fram á að félaginu verði úthlutað svæðinu til lengri tíma.



Umhverfinefnd felur tæknideild að afla frekari gagna.



 



2.    Grunnskólinn á Ísafirði, breyting á deiliskipulagi. (2005-06-0019).



Auglýsingaferli vegna breytinga á  á deiliskipulagi lóðar Grunnskólans á Ísafirði er lokið.  Ein athugasemd barst, frá Þresti Óskarssyni og Guðrúni M. Karlsdóttur, Silfurgötu 7, Ísafirði, þar sem þau fara fram á að mörk skipulagssvæðisins verði færð fjær Silfurgötu 9, Ísafirði,  þannig að hægt verði að byggja bílskúr í norðvestur horn lóðarinnar.



Umhverfisnefnd bendir á að skipulagið hefur engin áhrif á lóðamörk Silfurgötu 9 og telur athugasemdin ekki málinu viðkomandi.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.



 



3.    Drafnargata 2, Flateyri, umsókn um byggingarleyfi. (2005-11-0023).



Tekin fyrir að nýju umsókn Úlfars Önundarssonar, Flateyri, dagsett 27. október 2005, þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr og sólskála að lóðinni að Drafnargötu 2 á Flateyri, skv. teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. í nóvember 2005.  Umsóknin er í samræmi við breytt deiliskipulag lóðarinnar, sem var samþykkt í bæjarstjórn 19. janúar 2006 og auglýst í Stjórnartíðindum 20. febrúar 2006.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



 



4.    Pollgata 2, Ísafirði, fyrirspurn.(2006-02-0047).



Lögð fram fyrirspurn frá Pólnum ehf., Ísafirði, dags. 9. febrúar 2006, um leyfi til að lyfta þaki hússins að Pollgötu 2, Ísafirði, skv. meðfylgjandi teikningu.  Fyrirhugað er að nýta 3. hæð undir íbúð.



Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.



 



5.    Dalbraut 11, Hnífsdal.  (2006-02-0084).



Lagt fram bréf dags. 14. febrúar 2006 frá Snæbirni Friðbjarnarsyni, Hnívsdal, þar sem hann óskar eftir leyfi til að reisa bílgeymslu ofan á steyptan sökkul norðan við Dalbraut 11 í Hnífsdal.  Sökkullinn var steyptur árið 1973.



Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu, en felur byggingarfulltrúa að kynna erindið fyrir eigendum að Dalbraut 9 og 13 í Hnívsdal.



  



6.    Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, drög af verksamningi.



Lagt fram uppkast að samningi við Teiknistofuna Eik ehf., Suðurgötu 12, Ísafirði.



Umhverifsnefnd samþykkir að gengið verði til samninga við Teiknistofuna Eik ehf., Ísafirði, með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinu, enda verði umfangið í ár í samræmi við fjárhagsáætlun.  Tæknideild jafnaframt falið að leita samninga við Skipulagsstofnun um skiptingu kostnaðar.



 



7.    Eikarlundur 1, Ísafirði.  (2005-08-0059).



Lagt fram bréf frá Guðmundi St. Gíslasyni og Elísabetu Markúsdóttur, Ísafirði, þar sem þau afsala sér lóðinni að Eikarlundi 1, Ísafirði, sem þau fengu úthlutað á 217. fundi umhverfisnefndar.



Lagt fram til kynningar.



 



8.    Eikarlundur 1, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0118).



Lögð fram umsókn, móttekin 21. febrúar 2006, frá G-7 ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Eikarlundi 1, Ísafirði.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



 



9.    Eikarlundur 2, Ísafirði, umsókn um lóð.(2006-02-0067).



Lögð fram umsókn, móttekin 10. febrúar 2006, frá G-7 ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Eikarlundi 2, Ísafirði.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



 



10.  Eikarlundur 4, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0068).



Lögð fram umsókn, móttekin 10. febrúar 2006, frá G-7 ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Eikarlundi 4, Ísafirði.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



 



11.  Eikarlundur 6, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0069).



Lögð fram umsókn, móttekin 10. febrúar 2006, frá G-7 ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Eikarlundi 6, Ísafirði.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



 



12.  Furulundur 2-4, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0086).



Lögð fram umsókn, móttekin 16. febrúar 2006, frá Júlíusi B. Árnasyni, Urðarvegi 80, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Furulundi 2-4, Ísafirði, til byggingar parhúss.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tæknideild verði falið að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi sem taki mið af óskum umsækjanda.



 



13.  Furulundur 1-5, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0103).



Lögð fram umsókn, móttekin 20. febrúar 2006, frá Maron Péturssyni, Silfurgötu 6, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Furulundi 1-5, Ísafirði, til byggingar parhúss.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tæknideild verði falið að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi sem taki mið af óskum umsækjanda.



 



14.  Furulundur 1-5, Ísafirði, umsókn um lóð (2006-02-0102).



Lögð fram umsókn, móttekin 20. febrúar 2006, frá Sveini H. Þorbjörnssyni, Mjallargötu 6, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Furulundi 2-4, Ísafirði, til byggingar parhúss.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tæknideild verði falið að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi sem taki mið af óskum umsækjanda.



 



15.  Asparlundur 7 eða 1, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0044).



Lögð fram umsókn, móttekin 8. febrúar 2006, frá Haraldi Hákonarsyni, Hjallavegi 4, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 7 eða 1, Ísafirði.



Erindinu frestað og tæknideild falið að ræða við viðkomandi.



 



16.  Asparlundur 7,  Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0088).



Lögð fram umsókn, móttekin 16. febrúar 2006, frá Margréti Geirsdóttur, Sindragötu 4, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 7, Ísafirði.



Erindinu frestað þar sem þegar hefur verið sótt um viðkomandi lóð.



 



17.  Asparlundur 3,  Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0090).



Lögð fram umsókn, móttekin 17. febrúar 2006, frá Ólafi Kristjánssyni, Urðarvegi 80, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Asparlundi 3, Ísafirði.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



 



18.  Niðurgrafið skotæfingasvæði í Engidal.  (2006-02-0051).



Lagt fram bréf dags. 7. febrúar 2006 frá Guðmundi Valdimarssyni og Val Richter, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja upp neðanjarðar skotæfingaaðstöðu í jarðvegsnámu innan við kirkjugarðinn í Engidal í Skutulsfirði.



Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum varðandi málið.



 



19.  Reglur um tímalengd húsbyggjenda til að ljúka framkvæmdum.



Tæknideild falið að semja drög að reglur, sem taki til tímalengdar sem húsbyggjendur hafi til að ljúka framkvæmdum við hús og lóð og leggja fyrir umhverfisnefnd á næsta fundi.



 



20.  Afgreidd mál byggingarfulltrúa:



       * Heimild til að setja hurð á norðurgafl hússins að Árnagötu 3, Ísafirði.



       * Breyting á hurðum á bílskúr að Túngötu 9, Ísafirði, núna eru þær tvær en verður ein.



 



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 10:40.



 



Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður.            Sæmundur Kr. Þorvaldsson.    



Sigurður Hreinsson.                                                      Jón S. Hjartarson.



 


Þorbjörn J. Sveinsson,                                      Jóhann B. Helgason,



slökkviliðsstjóri.                                                            bæjartæknifræðingur.   



Stefán Brynjólfsson,



byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?