Öldungaráð - 4. fundur - 7. desember 2016

Dagskrá:

1.  

Húsnæðismál eldri borgara. - 2016090034

 

Bjorn Helgason ræddi fyrri bókanir öldungaráðs vegna húsnæðismála.

 

Formaður óskaði eftir áliti fulltrúa í öldungaráði. Í máli Grétars Þórðarsonar kom fram að líklega væri þörf á tíu íbúðum og gott væri að þær væru í nágrenni Hlífar. Einnig lagði hann áherslu á að gerð yrði þarfagreining. Ráðið hefur fundað með Vestfirskum verktökum sem lýstu sig reiðubúna til þess að koma að verkinu. Magnús Reynir Guðmundsson rifjaði upp fundinn með Vestfirskum verktökum og sagði þá hafa þekkingu á stöðunni í húsnæðismálum. Guðmundur Hagalínsson efast um að best væri að byggja í grennd við Hlíf. Hann mælir ekki með því að byggt sé einungis fyrir einn aldurshóp, það sé ekki gott að setja fólk niður í flokka eftir aldri. Sigríður Þórðardóttir ræddi um að ekki mætti skilyrða búsetu fyrir aldraða á ákveðnum stað heldur mætti segja að aldraðir gengju fyrir í ákveðnu húsnæði. Halla Sigurðardóttir kallar eftir þarfagreiningu og telur að húsnæðið ætti að vera fyrir sextíu ára og eldri. Gunnlaugur Gunnlaugsson tekur undir orð Höllu, það gerði Auður Ólafsdóttir einnig.

Í ljósi þess að bæjaryfirvöld stefna að byggingu fjölbýlishúss á Ísafirði, þar sem gert er ráð fyrir húsnæðisúrræðum fyrir eldri borgara, vill öldungaráð óska eftir frekari aðkomu að málinu í undirbúningsferlinu. Einnig óskar öldungaráð eftir því að gerð verði þarfagreining sem lýsi stöðunni og greini þarfirnar í húsnæðismálum.

 

   

2.  

Heilsuefling. - 2016090035

 

Bjorn Helgason ræddi fyrri bókanir öldungaráðs varðandi heilsueflingu aldraðra.

 

Öldungaráð óskar eftir skýrri afstöðu bæjaryfirvalda til hálkuvarna og moksturs, jafnframt hvort vænta megi aukinnar þjónustu í mokstri og hálkuvörnum við heimili eldri borgara í öllum bæjarkjörnum sveitarfélagsins.

 

   

3.  

Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

 

Fundur öldungaráðs með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

Bjorn Helgason tilkynnti að þann 15. desember n.k. kl. 16:20 muni öldungaráð eiga fund með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl.16:50.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

 

Björn Helgason

 

Grétar Þórðarson

Guðný Sigríður Þórðardóttir

 

Gunnlaugur Gunnlaugsson

Halla Sigurðardóttir

 

Guðmundur Hagalínsson

Auður Helga Ólafsdóttir

 

Magnús Reynir Guðmundsson

Margrét Geirsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?