Nefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 9. fundur - 28. mars 2011

Mættar voru:  Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Anna Valgerður Einarsdóttir, Margrét Geirsdóttir,  Helga Björk Jóhannsdóttir og Harpa Stefánsdóttir.      

Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.     

 

Þetta var gert:

 

1.         Nýr nefndarmaður.

Formaðurinn, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, gerði grein fyrir breytingum á skipan starfshópsins.  Auður Finnbogadóttir, fulltrúi styrktarfélagsins, hefur hætt störfum og hefur Helga Björk Jóhannsdóttur verið skipuð í hennar stað.  Sóley Guðmundsdóttir hefur einnig látið af störfum.  

 

2.         Umræða um hvernig hafi gengið í yfirfærslunni.

Rætt um hvernig hafi gengið í yfirfærslunni.  Það er mat starfsmanna að notendur þjónustu hafi ekki orðið fyrir óþægindum vegna yfirfærslunnar.  Þó hefur ríkt óvissa á meðal aðstandenda og starfsfólks í skammtímavistun vegna tafa, sem orðið hafa í flutningi á þjónustunni í Fífutungu.  Sé miðað við fjárhagsáætlun, sem lá til grundvallar þjónustunni fyrir árið 2011, er ljóst að launakostnaður er mun hærri en áætlun gerði ráð fyrir.  Starfsmenn SFS munu gera nýja fjárhagsáætlun, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin í byrjun maí n.k.

Skóla- og fjölskylduskrifstofa hefur flutt í húsnæði á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu samkvæmt þeim hugmyndum sem uppi voru fyrir yfirfærslu.

Rætt um framtíðarskipulag í skammtímavistun.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:30.

 

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður

Anna Valgerður Einarsdóttir

Helga Björk Jóhannsdóttir                                                              

Harpa Stefánsdóttir

Margrét Geirsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?