Nefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 4. fundur - 31. ágúst 2010


Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Anna Valgerður Einarsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Auður Finnbogadóttir.Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð. Þetta var gert: 1.         VinnufundurStarfshópurinn hélt áfram vinnu sinni við undirbúning að yfirfærslu málefna fatlaðra til Ísafjarðarbæjar. Skipulag vinnunnar framundan rætt og skipað í sex vinnuhópa, sem samanstanda af starfsmönnum og notendum þjónustu. Vinnuhóparnir spanna alla þjónustuþætti Svæðisskrifstofunnar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu, utan innra skipulags grunnskólanna. Stefnt er að því að vinnuhóparnir hefji störf í næstu viku og verður vinnu þeirra hraðað sem mest má. Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.  16:10 Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður


Anna Valgerður Einarsdóttir


Margrét Geirsdóttir                                                


Harpa Stefánsdóttir


Sóley Guðmundsdóttir


Auður FinnbogadóttirVar efnið á síðunni hjálplegt?