Nefnd um sorpmál - 9. fundur - 13. janúar 2011


Mætt eru:  Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henry Bæringsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. 1.         Innleiðing nýs sorphirðukerfis.Til fundarins undir þessum lið er mættur Einar Pétursson, fulltrúi Kubbs ehf., til að kynna áætlun um innleiðingu á nýju sorphirðukerfi.  Kubbur ehf. gerir ráð fyrir að nýtt sorphirðukerfi hefjist 1. mars nk. og gjaldtaka á gámasvæðum hefjist 1. febrúar nk. Þá er gert ráð fyrir að kynning fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar verði eftir miðjan febrúar nk.  Kynningin verður í formi bæklings og íbúafunda.Nefndin þakkar fyrir kynninguna. 2.         Mengun frá Sorpbrennslunni Funa.Lögð fram gögn frá Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem farið er yfir málefni Funa frá árinu 2008-2010 eins og óskað var eftir á síðasta fundi nefndarinnar.Lagt fram til kynningar.  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.17:50.   Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.Henry Bæringsson.                                                                Marzellíus Sveingjörnsson.Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?