Nefnd um sorpmál - 30. fundur - 21. maí 2014

1.                  Dagskrá grænu vikunnar í Ísafjarðarbæ. 2013-06-0102.

Umhverfisfulltrúi lagði fram upplýsingar um hreinsunarátak í Ísafjaraðarbæ sem er unnið í  samstarfi við íbúasamtök, leikskóla, grunnskóla og fyrirtæki.  Átakið verður auglýst í BB, heimasíðu Ísafjarðarbæjar og á Facebook síðu Ísafjarðarbæjar.  Átakið mun standa yfir dagana 24.-30. maí 2014.

Nefndin hvetur íbúa og fyrirtæki í Ísafjarðarbæ að taka þátt í átakinu og hreinsa til í sínu nærumhverfi.

 

2.                  Staða umhverfisverkefna 2014. 2013-12-0032.

Umhverfisfulltrúi fór yfir þau umbótaverkefni sem eru misjafnlega á veg komin.

Nefndin hvetur Ísafjarðarhafnir til að taka fast á umgengni á hafnarsvæðum og sjá til þess að þau verði íbúum Ísafjarðarbæjar til sóma.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:05

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Geir Sigurðsson.                                                                                    

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.                                                    

Er hægt að bæta efnið á síðunni?