Nefnd um sorpmál - 2. fundur - 25. ágúst 2010

Mættir: Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henrý Bæringsson, Kristján Andri Guðjónsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.





1. Drög að útboðsgögnum um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ.


Tekin fyrir að nýju útboðsgögn unnin af Verkís.


Nefndin felur formanni og sviðstjóra að gera breytingar á útboðsgögnum í samræmi við það sem fram kom á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að verkið verði boðið út.



2. Drög að gjaldskrá Funa.


Tekin fyrir drög að gjaldskrá Funa unnin af sviðstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs.


Drög að gjaldskrá samþykkt.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.


Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.


Marzellíus Sveinbjörnsson. 


Henrý Bæringsson.


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?